SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 38
38 15. ágúst 2010 G istihús með því óvenjulega nafni 1x6 var opnað í Keflavík í júníbyrjun en meira en nafn- ið er óvenjulegt því innrétt- ingarnar eru sérstakar enda er húsið hugarsmíð tveggja listamanna, parsins Daníels Hjartar Sigmundssonar og Lindu Mjallar Stefánsdóttur. Efniviður Daníels er jafnan viður af ýmsu tagi en hann undirbýr nú sýningu fyrir Ljósanótt á meðan Linda vinnur við hönnun leik- mynda í kvikmyndum, nú síðast Gaura- gang. Þau hafa bæði tileinkað sér græna hugsun og var endurnýting efna og ekki síður sköpunargleði höfð að leiðarljósi við hönnun innréttinganna. Alltaf með verkfæri í höndunum „Ég ólst upp í stórum systkinahópi og var alltaf með verkfæri í höndunum. Vinnan við gistiheimilið endurspeglar reynslu- heim minn og uppeldi. Ég nota það sem til er, byggi á því sem ég er með í hönd- unum. Þegar ég var krakki var ekki alltaf til peningur til að kaupa ný leikföng og nauðsynlegt var að nota ímyndunaraflið. Ég byrjaði síðan að höggva skúlptúr í tré 25 ára gamall,“ segir Daníel sem Linda kallar „spýtustrák“. Á meðal endurunnins efniviðar í inn- réttingum gistiheimilisins er rafmagns- rúllukefli, gömul vörubretti og móta- timbur. Nafnið 1x6 vísar einmitt til stærðarinnar á því síðastnefnda og líka þess að þarna er eitt gistihús með sex herbergi. „Þetta er ekki staður þar sem sest var niður, allt hannað, svo farið af stað og smíðað. Þetta er staður sem fékk að fæð- ast smám saman,“ segir hann og útskýrir að útlit hvers og eins herbergis hafi mót- ast um leið og það var smíðað. „Fyrsta herbergið lá til grundvallar, það gaf tón- inn og svo var bara spilað,“ segir hann. Linda vill gjarnan hugsa grænt og segir að þessi hugsunarháttur sé í sókn. Henni finnst um að gera að „víkka sjónarhornið hvað varðar efni, hönnun og nýtingu.“ Nýtnin er Lindu í blóð borin því í hönnun leikmynda fyrir kvikmyndir er útsjónarsemi og gott ímyndunarafl kost- ur. Villimannseðlið skín í gegn Það er ekki ofsögum sagt að Daníel sé ekkert fyrir háglansandi plaststemningu. „Við leyfum villimannseðlinu að skína aðeins í gegn. Við viljum ekki fara í þetta fínpússaða, örugga og slétta umhverfi. Með því að lakka tré of mikið drepur maður einhvern neista. Í dag er tré oft látið líta út eins og plast því það er búið að stíflakka það og pússa,“ segir Daníel sem þykir það ekki áhugaverð notkun. „Við lökkuðum bara eina umferð með vatnslakki til að loka viðnum,“ segir Gistiheimili lifnar við Lykilorðin í hönnun nýs gistiheimilis í Keflavík eru sköpunargleði og endurnýting. Listamaður og leikmyndahönnuður hafa skapað heim þar sem fjöldaframleiðsla er víðs fjarri og lifandi upplifun er í fyrirrúmi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fyrsta herbergið sem var hannað og smíðað í húsinu en það lagði línurnar fyrir það sem fylgdi á eftir. Mótatimbrið er áberandi. Skipalakk er notað sem ákveðið mótvægi við timbrið. Daníel smíðar hurðirnar sjálfur og líka önnur húsgögn í húsinu. Daníel hannaði vaskinn, sem er úr smíðajárni. Kringum spegilinn er fjöru- grjót sem var raðað í gifs. Flísarnar eru að sjálfsögðu endurunnar. Börnin una sér vel í heita pottinum við gistihúsið en fjörusteinarnir skapa mikla stemningu. Daníel vildi alls ekki nota bláa plastskel. Hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.