SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 14
14 15. ágúst 2010 gera upp, var rifið og sagt vera ógeðslegt.“ Ertu pólitísk? „Ég hef mátulegan áhuga á málefnum líðandi stund- ar og hef ágætlega gaman af þrasi og þrefi. En ég les ekki blöðin nema örsjaldan og horfi ekki á fréttir. Auðvitað stendur mér samt ekki á sama og hef tekið þátt í tónleikum og uppákomum sem tengjast vitund- arvakningu eða pólitískum málefnum, þegar sannfær- ing mín eða réttlætiskennd hefur boðið mér svo. En ég er hikandi hvað þetta snertir, fyrst og fremst vegna þess að það er svo gríðarlega mikil vinna að vera póli- tískur. Fólk þarf að setja sig inn í alls konar stað- reyndir og hafa næstum ómanneskjulega yfirsýn til að standa í því með sannfærandi hætti. Mér finnst það aðdáunarvert þegar listamenn eru tilbúnir að leggja það á sig því pólitík er allt annað og mun leiðinlegra hugarástand heldur en listsköpun. Þú átt eitt barn, son, breytti það einhverju í sam- bandi við þína tónlist að eignast barn? „Það hefur gert mig einbeittari og skipulagðari. Þeg- ar maður eignast barn verður maður að hugsa fram í tímann og lærir að skipuleggja sig því maður getur ekki gert hlutina þegar manni dettur í hug.“ Hvað um einkalífið, ertu bara ein? „Já.“ Kanntu vel það við? „Það hentar mínum aðstæðum ágætlega eins og er.“ Lítuðu á það sem millibilsástand? „Það verður að fá að koma í ljós.“ Hef reynt að hætta í tónlistinni Oft er talað um að það sé nokkur óregla í tónlist- arbransanum, brennivín og dóp. Hver er þín reynsla? „Áfengi og dóp er til staðar meðal tónlistarmanna rétt eins í öðrum stéttum. Fólk er missterkt að upplagi en það telst fáheyrt að manneskja, sem hefur atvinnu sína af því að koma fram, komist lengi upp með að brenna kertið í báða enda án þess að líf hennar breyt- ist í tragidíu og ferillinn um leið.“ Þú ert mikið á tónleikaferðalögum og færð afar lof- samlega dóma. Skiptir frægð þig máli? „Ég vil spila og syngja fyrir fólk. Og ég á það undir því að eiga unnendur að tónlistinni minni. Það sem er mikilvægast fyrir mig er að hafa tækifæri til að sinna þörf minni til að æfa, semja og flytja tónlist. Trúirðu því að þér hafi verið ætlað að fara þessa braut? „Mér líður svolítið eins og ég sé í tónlist af því að ég geti ekki að því gert. Stundum hef ég fengið mig full- sadda af henni og reynt að hætta og ætlað að gera eða læra eitthvað annað, því ég á mér mörg áhugasvið, en hingað til hef ég aldrei getað hætt í músík nema bara í stuttan tíma. Tónlistin er stóra ástríðan í lífi mínu. Hún er svo magnað fyrirbæri. Sama hvað maður lærir mikið eða nær góðum tökum á einhverju sem snýr að henni þá lifir hún samt sínu eigin lífi og lýtur ein- hverjum lögmálum sem hönd verður aldrei fyllilega á fest. Meðan mig langar ennþá að komast nær tónlist- inni verð ég víst að halda þessu brölti mínu áfram en ef það breytist þá hætti ég þessu bara.“ þessi reynsla sem ég bý að í tónlistarsköpun minni núna.“ Hvert sækirðu innblástur? „Í fólk. Í samræður og félagsskap, vináttu og tengsl.“ Sækirðu frekar innblástur í fólk en tónlist? „Góðar samræður eru oftar en ekki kveikjan að nýj- um stefjum hjá mér. En sú tónlist sem ég hef borið mig mest eftir er sungin tónlist frá ólíkum menning- arsvæðum og gamlar upptökur af alþýðutónlist. Svo hefur örugglega fullt af áhrifum síast inn af tónlist sem ég hef heyrt hér og þar, án þess að ég geri mér bein- línis grein fyrir því. En ég set ekkert mjög oft músík á heima hjá mér, enda á ég ekki svo gott með að gera eitthvað annað meðan ég er að hlusta. Annars bý ég líka að því að eiga góða vini sem eru miklir tónlist- argrúskarar og kynna mig fyrir alls konar nýrri músík sem ég myndi sennilega annars missa af.“ Einlægni tónlistarkvenna Þú semur eigin lög og texta og syngur. Hvaða máli skiptir einlægni í listsköpun? „Mér finnst þessi eilífðar umræða um einlægni og tilgerð frekar takmörkuð og ekki beint uppbyggileg. Tónlistarmenn finna tjáningu sinni mismunandi farveg sem samanstendur í raun af fullkomlega tæknilegum atriðum eins og samsetningu hljóma, hljóðfæraskipan, raddbeitingu og svo framvegis. En svo er notkun þeirra á þessum fyrirbærum tekin og rædd á grund- velli þess hvort um tilgerð eða einlægni sé að ræða. Auðvitað eru ólíkar og misgöfugar ástæður fyrir því að fólk leggur fyrir sig tónlist og stundum skína þær í gegn, stundum ekki. En mér finnst öll tónlist fasiner- andi, bara fyrir það eitt að fólk sé að búa hana til. Ég hef sérstaklega tekið eftir því að brillíant konum í tónlist á Íslandi er lýst sem einlægum. Í aðra röndina hljómar það eins og lof, að því gefnu að einlægni sé dyggð, en hins vegar finnst mér þetta hugtak líka vera til þess fallið að draga úr þeim tennurnar, ekki ósvipað hinni undarlegu krúttregnhlíf sem sett var á hóp lista- manna af minni kynslóð, eins og smækkunarending aftan við árangur þeirra ytra.“ Já, þín kynslóð hefur verið kölluð krúttkynslóðin, hvað finnst þér um það? „Það er synd að þetta heiti krúttkynslóðin hefur sumpart dregið úr vægi þess sem ýmsir áorkuðu með mikilli vinnu, dugnaði og listrænni leit. Það er ekki beint uppörvandi að vera kallaður krútt. Fyrir utan það að þessi krúttkynslóð var ekkert séríslenskt fyr- irbæri, heldur bara lítill angi af miklu stærri bylgju sem var að gerast úti í heimi. Pönkið var reitt og op- inskátt og kynslóðin sem kom á eftir pönkkynslóðinni þurfti eðlilega að hverfa frá því og gera eitthvað sem var inn á við og viðkvæmt. Þessi ár voru líka tími brjálaðrar efnahagsuppsveiflu og áhugi krúttanna á gömlu dóti og drasli, hvort sem það voru föt eða inn- anstokksmunir, stakk í stúf og kom við kaunin á sam- félagi þar sem stór hópur fólks fylgdist í andakt með sjónvarpsþáttum sem gengu út á að endurgera íbúðir, þar sem allt sem var gamalt, sumt jafnvel upprunalegt og þar að leiðandi hugsanlega vert að varðveita eða Ó löf Arnalds stefnir á tónleikaferð um Evr- ópu og Bandaríkin í haust. Síðasti diskur hennar, Við og við, er í alþjóðlegri dreif- ingu og önnur breiðskífa hennar, Innundir skinni, kemur út 13. september næstkomandi. Söngkonan fær gríðarlega góða dóma fyrir söng sinn og lagasmíð og á aðdáendur víða um heim. Um þessar góðu viðtökur segir Ólöf: „Ég lít svo á að það sé ekki í mínum verkahring að bregðast við hóli eða neikvæðri gagnrýni. Ef góðir dómar birtast í víðlesnum blöðum reyni ég hvað ég get að halda ró minni. Fólkið sem ég vinn með getur séð um að fagna fyrir mína hönd en ég þarf að viðhalda jarðsambandinu. Ég forðast eins og ég get að vera með einhverjar væntingar því maður veit aldrei hvað á eftir að gerast, hlutirnir geta farið á hvaða veg sem er.“ Ertu viðbúin hverju sem er í því sambandi? „Mér finnst mikilvægt fyrir mig að vera viðbúin því að þetta gæti allt verið búið á morgun. Það er líka mikilvægt fyrir mig að finna að ég geti hætt hvenær sem er. En auðvitað er það draumur minn að gera tónlistina að ævistarfi mínu og ég stefni í þá átt.“ Sambandsleysi við tíðarandann Þú fékkst klassískt tónlistaruppeldi, lærðir ung á fiðlu og lærðir sömuleiðis klassískan söng. Þú ert að ná miklum árangri í dægurtónlistarbransanum. Hafa kynnin af klassíkinni haft áhrif á lagasmíð þína og söng? „Í mínu nánasta umhverfi sem barn var enginn að spá í dægurmenningu og sjónvarp og útvarp lítið í gangi. Heima hjá mér var bara spiluð klassísk tónlist og mikið sungið og spilað. Þetta sambandsleysi við tíðarandann hefur fylgt mér, ég veit til dæmis aldrei hvað er í bíó eða hverjir eða hvað er efst á vinsælda- listum. Ég missti af þeirri lest og veit ekki hvort ég næ henni nokkurn tíma. Ég er búin að sætta mig við það. Lengi vel átti ég erfitt með að hlusta á eitthvað nýtt í of stórum skömmtum. Ég hafði svo ríka þörf fyrir að greina alla tónlist niður í smæstu smáatriði. Svolítið eins og þegar maður ætlar að lesa og finnst eins og maður þurfi að muna hvert einasta orð. En undanfarið hafa eyru mín verið að opnast mjög mikið og ég get hlustað á músík án þess að líða eins og ég þurfi að skilja allt sem er í gangi. Mér finnst ég vera búin að ná nægilegum tökum á þeirri fagurfræði sem mig langar að þróa áfram í lagasmíðum mínum og er því tilbúnari að hleypa alls konar músík í gegnum mig. Hvað tónlist og nám varðar þá er ég í raun jafn mik- ið sjálfmenntuð og tónlistaskólamenntuð. Einhvern veginn bögglaðist ég í gegnum framhalds- og há- skólanám í tónlist, en ég hef alltaf átt mjög erfitt með nótnalestur og hef þess vegna neyðst til að treysta mjög mikið á eyrað. Ég lærði til dæmis á gítar ein- göngu eftir eyra, notaði hann svolítið eins og mótvægi við klassíska námið. Ég safnaði líka ótrúlega miklu í sarpinn með því að æfa og spila með ólíkum hljóm- sveitum, semja og æfa upp alls konar lög og texta fyrir brúðkaup, afmæli, jarðarfarir, leiksýningar og annað utanskólabrall. Ég hef líka lært ógrynni af lögum með því að spila undir söng í partíum. Það er alls ekki síður Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Stóra ástríðan í lífinu Ólöf Arnalds vekur mikla athygli fyrir tónlist sína og söng, ekki einungis hér á landi heldur einnig erlendis. Í viðtali ræðir hún um ferilinn, „krúttkynslóðina“ og einlægnina sem oft er sögð einkenna íslenskar tónlistarkonur en Ólöf gerir athugasemdir við þá skilgreiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.