SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 18
18 15. ágúst 2010 F jórir Íslendingar bíða nú eftir hjartaígræðslu á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg og líklega verður þeim fimmta bætt á listann, sem er erlendis í undirbúningsrannsóknum. „Þetta er óvenjumikið,“ segir Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri göngudeildar hjartabilunar. „Einn þessara fjögurra er með hjartadælu, sem heldur honum gangandi, en hin þrjú eru ekki með slíkt tæki og heilsunni hrakar því. Þar á meðal er ung kona, sem fædd er árið 1971. Hún er mjög veik og í for- gangi, þó að því gefnu að það komi hjarta, sem hæfir hennar vefjarflokki og blóðflokki.“ Dælur settar í hérlendis? Vonast er eftir því, að hægt verði að veita þá þjónustu á Landspítalanum, að setja hjartadælu í fólk sem glímir við hjartabilun. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að veita þessa meðferð hér á landi, þá spörum við stórfé,“ segir Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir, sem vann í fjölda ára við slíkar aðgerðir við sjúkrahúsið í Uppsölum. „Það er miklu ódýrara að setja dæluna í hér á landi og veita meðferðina fram að hjartaskiptum, heldur en að senda sjúklinga utan. Þetta eru 0 til 3 sjúklingar á ári og það er varla forsvaranlegt að neita Íslendingum um þetta úr- ræði, þegar boðið er upp á það alls staðar í hinum vest- ræna heimi.“ Gunnar segist hafa tekið þátt í að útbúa reikningana fyrir starfsemina í Uppsölum, þannig að hann þekki vel kostnaðinn og í hverju hann felst. „Efniskostnaðurinn er auðvitað sá sami, en dýrast er allt í kringum aðgerðina, gjörgæslumeðferð, aðgerðin sjálf og eftirmeðferðin. Auðvitað er það gríðarleg fjárfesting fyrir heilbrigð- iskerfið að bjóða upp á þessa þjónustu á Íslandi. Við bú- um yfir þekkingunni, en við þurfum að vera í góðu sam- ráði við þá sem sjá um hjartaflutningana. Þetta er hins vegar það fámenn þjóð, að það svarar ekki kostnaði að framkvæma hjartaígræðslur hér á landi.“ Hann segir að þetta sé á endanum spurning um úr hvaða vasa peningarnir séu teknir. „Ef sjúklingar eru sendir utan, þá borgar Tryggingastofnun brúsann. En ef meðferðin er á Íslandi, þá er það Landspítalinn sem borgar. Þetta eru bara tveir vasar á sömu brókum, sem er íslenska ríkið, er það ekki? Við höfum rekið áróður fyrir þessu og það eina sem hefur þokast á síðustu tveimur árum, er að það virðist kominn vilji til að ræða þetta í stærra samhengi, þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar – að Tryggingastofnun eða ríkið geti komið að þessu, þannig að þetta grafi ekki undan fjárhag Land- spítalans, því þetta er gríðarlega dýrt.“ Gunnar segir að síðustu tveir sjúklingar, sem sendir hafi verið út og fengið dæluna, hafi komið strax heim eftir nokkra daga á gjörgæslu. „Annar er búinn að fá hjartað og sá sem þú hittir um daginn er enn að bíða, en honum líður mjög vel. Ég hitti hann síðast í morgun og það gengur mjög vel. Hann hefur ekki verið svona sprækur í fjölda ára. Þetta er tækni sem gefur mönnum annan séns, það er engin spurning. Hann væri ekki lif- andi í dag ef hann hefði ekki fengið þessa dælu. En heil- brigðiskerfið á Íslandi er gríðarlega þungt í vöfum, og ég hef ekki verið það lengi á Íslandi, síðan ég kom að utan, að það er mjög erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér.“ Vél sem dælir blóði Blaðamanni gefst kostur á að skoða útbúnaðinn á eina Íslendingnum með hjartadælu, en hann vill þó ekki láta nafns síns getið. Batteríin eru nokkuð þung, enda eru þau úr blýi, en næsta tegund af batteríum ku vera úr litíum og mun léttari. Batteríin kosta nokkrar milljónir og eru þau tvö, þannig að hann geti farið út og hreyft sig og haft aukabatterí með sér, en hvort sett dugar í þrjá tíma. Dælunni og batteríunum er svo stungið í samband við vegg á næturnar og ef straumur fer af eða minnkar, þá pípir í tækinu. Hálftímabatterí er í sjálfri einingunni, Þræddir vegir hjartans Trumbusláttur hjartans knýr líkamann áfram. Fólki þykir það sjálfsagt, leiðir ekkert hugann að þessu taktvissa líffæri, þar til eitthvað byrjar að fara úrskeiðis. Misjöfn úrræði eru í boði á Landspítalanum á Hringbraut eftir því hvað á við, sumir fá lyfjagjöf, aðrir fara í aðgerð, enn aðrir bíða eftir nýju hjarta og svo er til fólk sem gengur fyrir batteríum. Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir Golli golli@mbl.is Hjartadælan vegur 400 grömm. Barkinn vinstra megin er saumaður saman við ósæðina, barkinn hægra megin fer inn í vinstri slegilinn, dælan er í miðhólfinu og snýst á jöfnum hraða, og rafmagnið kemur svo inn um kapalinn sem liggur út um magann og tengist stjórnstöð sem liggur utan á sjúklingnum. Og hún tengist ýmist rafhlöðum, sem hann heldur á eða er með í axlaböndum, eða þá á nóttunni tengir hann sig við stjórnstöð sem er á náttborðinu. Í baksýn sjást stjórnstöðin og batteríin utan á sjúklingnum. Stjórnstöðin gefur merki um að skipta þurfi um rafhlöðu ef farið er að lækka í þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.