SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 6
6 15. ágúst 2010 Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í lok júlí að aðgangur að hreinu vatni skyldi teljast til mannrétt- inda. Víða í heiminum er gríð- arlegur vatnsskortur. Fá ríki búa hins vegar jafn vel í þessum efn- um og Ísland, sem sat hjá í at- kvæðagreislunni. Maude Barlow er formaður stærstu mannréttindasamtaka Kanada og hefur um árabil beitt sér í umhverfismálum, þar á með- al að aðgangur að vatni teldist til mannréttinda. Þýska blaðið Die Zeit ræddi við hana eftir atkvæðagreiðsluna: „Við verðum að fara að átta okkur á að það er ekki ótakmarkað framboð af vatni á plánetunni okkar. Víða er vatn fyrir fólk á þrotum. Við notum það til að rækta plöntur til matvælafram- leiðslu í þróunarríkjum þar sem ekki er nóg af því fyrir. Þar sveltur fólk og þjáist af þorsta í þágu okk- ar velferðar. Við flytjum vatn í stórborgirnar þar sem bruðlað er með það og dælum því kerf- isbundið úr jörðinni. Í Kína hafa íbúar þúsunda lítilla borga og þorpa verið fluttir burt vegna þess að jarðvegurinn þornaði upp í ár- anna rás. Þar blása nú vindarnir ryki.“ Barlow segir miður hvað ákvörðun SÞ hafi vakið litla at- hygli í fjölmiðlum. Enn þurfi fólk í iðnríkjunum ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekki nóg vatn til að elda og baða sig, en sá tími muni koma að enginn staður á jörðu verði undanskilinn vatnsskorti. „Árið 2010 eru ekki ýkjur að segja að skortur á aðgangi að vatni sé mesta mannréttindabrot veraldar,“ segir hún. Framboð vatns er ekki ótakmarkað Starfsmenn við Þriggja gljúfra-stífluna í Kína fylgjast með vatns- flaumnum. Kínverjar leita meðal annars aðgangs að vatni í Afríku. Reuters F jórðungur uppskerunnar í Rússlandi er í hættu vegna þurrka, hita og elda. Til að takmarka tjónið þarf rigningu. Þá hækk- ar í vatnsbólum og hægt verður að vökva ræktarland. Vandinn í Rússlandi er aðeins eitt dæmi um mikilvægi vatns. Vatnsskortur veldur vanda um allan heim og vandamálin verða sífellt erfiðari viðfangs. Maðurinn notar nú 4500 milljarða rúmkíló- metra (km3) af vatni á ári. Um miðja tuttugustu öldina var notkunin 1480 milljarðar km3 og hefur því þrefaldast á 60 árum. Því er spáð að árið 2030 verði notkunin komin í 6500 milljarða km3, muni sem sagt aukast um 44% á 20 árum. Gríðarleg sóun er í vatnsveitukerfum heimsins. Ónýtar leiðslur og feysknir innviðir leiða til þess að aðeins um helmingur drykkjarvatns kemst alla leið frá uppsprettu til neytanda. Samkvæmt grein í þýska vikuritinu Die Zeit á þetta jafnt við um iðnríki, sem önnur. Þekkt er að í Bandaríkjunum fara 20% vatns til spillis á leiðinni frá uppsprett- unni til neytandans. Landbúnaður getur verið mjög vatnsfrekur. 70% af vatnsnotkun mannkyns er í landbúnaði. Þar er oft lítil virðing borin fyrir auðlindinni. Iðulega er vatn niðurgreitt og bænd- ur fá það langt undir kostnaðarverði, sem bein- línis ýtir undir sóun. Vatnsforða jarðarinnar er ójafnt skipt. Víðast hvar í hinum iðnvædda heimi er nóg af vatni, en öðru máli gegnir um þróunarlöndin. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna hafa 900 milljónir manna engan aðgang að drykkjarvatni. Talið er að tvær milljónir manna deyi árlega vegna skorts á hreinu vatni eða neyslu mengaðs vatns. Í löndum, sem eru að nálgast lífskjör iðn- ríkjanna, verður erfitt að uppfylla vatnsþörfina og vatnsskortur getur staðið þróun þeirra fyrir þrif- um. Um 250 fljót fara á milli landamæra. Um 280 vatnsból liggja einnig á landamærum. Að sögn Sameinuðu þjóðanna mun árið 2025 þriðjungur íbúa jarðar búa í landi þar sem vatnsskorts gætir. Vatn er forsenda lífs og margir hafa spáð því að vatn verði ásteytingarsteinn framtíðarinnar og jafnvel meginorsök stríðs á 21. öldinni. Í fyrra komst bandaríska varnarmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að deilur um vatn yrðu á komandi ár- um meira áberandi í alþjóðastjórnmálum. Enn hefur þó ekki brotist út vatnsstríð, þótt deilur um vatn eigi oft hlut að máli og átökin í Darfur megi til dæmis að hluta rekja til viðvar- andi skorts á vatni í vesturhluta Súdans. Vatna- deilur valda víða spennu. Egyptar og Súdanar hafa skipt gæðum Nílar á milli sín. 200 milljónir manna eiga nú viðurværi sitt undir fljótinu, en fólksfjölgunin er slík að sú tala mun tvöfaldast á næstu áratugum. Þá hafa umsvif Kínverja í Afríku valdið áhyggjum. Vatn er af skornum skammti í Kína og stjórnvöld þar hafa leitað til Afríku og keypt land til að komast að vatni og ræktarlandi fyrir bómull og korn. Í fyrra luku þeir við smíði Tekeze-stíflunnar í einni af þverám Nílar í Eþíóp- íu. Það er nú stærsta stífla Afríku. Fyrr á þessu ári gerðu Eþíópía, Kenía, Rúanda, Tansanía og Úganda samkomulag um nýtingu ár- innar þar sem endi er bundinn á neitunarvald, sem Egyptar hafa haft í rúm 80 ár og veitir þeim í raun yfirráð yfir fljótinu. Egyptar og Súdanar, bandamenn þeirra, hafna þessu samkomulagi al- farið. „Eina deiluefnið, sem gæti orðið til þess að draga Egyptaland aftur út í stríð, er vatn,“ sagði Anwar Sadat, forseti Egyptalands, fyrir 30 árum. Nú segir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, að Níl sé spurning um þjóðaröryggi og til sé „rauð lína“ sem ekki verði farið yfir. Í egypskum fjölmiðlum hafa birst vangaveltur um hvaða hernaðaráætlunum eigi að beita brjótist út stríð. Vatn er deiluefni 21. aldarinnar Vatnsþörf mannkyns mun vaxa um 44% á næstu tuttugu árum Þurr árfarvegur í Tanh Hoa-héraði í Víetnam. Þar geisa nú mestu þurrk- ar í tvo áratugi. Vatnsnotkun mannkyns hefur þrefaldast á 60 árum. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Í samþykkt Sameinuðu þjóð- anna frá 28. júlí er við- urkenndur rétturinn til sann- gjarns aðgangs að öruggu og hreinu drykkjarvatni og hrein- lætisaðstöðu sem algildum mannréttindum, sem séu nauðsynleg til að njóta til fulls réttarins til lífs og mannlegrar reisnar. Nauðsynlegt lífi og reisn www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.