SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 25

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 25
Gunnlaugur segir að í fátækrahverfum stórborga Suður- Afríku séu aðstæður svo slæmar að erfitt sé að lýsa. „Mér fannst mikilvægt skref að reyna að setja mig inn í að- stæður og hugarheim þeirra sem verst hafa það og fór því með tveimur þýskum blaðamönnum út í fátækrahverfin til að fá að kynnast því hvernig þeir búa sem eiga ekkert og ekki einu sinni framtíð. Í aðeins korters til tuttugu mínútna fjarlægð frá Höfðaborg, skammt frá öllu fínarínu þar sem hinir hvítu búa, er maður kominn í allsleysið í kofahreysi. Það er sérstakt að fá að sitja inni í kofunum með þeim sem þar búa og horfa á þá drekka heimabrugg- aðan bjór út fötum. Á hálftíma fresti stóð fólk svo upp og söng og dansaði, en dansinn og söngurinn hafa haldið voninni í fólki, það hefur dansað og sungið sig í gegnum erfiðleikanamá segja. Að verða vitni að þessu veitir mér ákveðinn innblástur í tónlistinni og vekur til umhugsunar um lífið og það sem ég er að gera. Það er auðvitað mikið áfall fyrir Íslendinginn að standa frammi fyrir slíkri eymd og þó maður geti kannski ekki gert mikið er hægt að vera a.m.k. meðvitaður,“ segir Gunnlaugur ákveðinn og sýnir mér armband sem hann gengur með. „Við í sameiningu getum gert heilmikið. Sem dæmi þá ert hægt að kaupa armband með fanganúmeri Nelson Mandela í gegnum 46664.com/bangles og það nægir til að gefa einu barni að borða í heilt ár. Ef allir gefa þúsundkall, kaupa eitt arm- band, silfur eða brons, er hægt að vera þátttakandi í að styrkja þetta samfélag og vera vinur 46664.“ Mezzoforte í 33 ár Eins og getið er í upphafi hefur Mezzoforte starfað í ald- arþriðjung og ekki er annað að merkja en sveitin sé í fullu fjöri. Vissulega kom síðasta hljóðversskífa fyrir sex árum, en tónleikadiskur og DVD kom út fyrir þremur árum. Gunnlaugur segir að sveitin spili að jafnaði um 30-40 tónleika á ári víða um heim, enda eigi hún sé trygga aðdá- endur víða, til að mynda í Þýskalandi, Noregi, Austur- Evrópu og Asíu. Sú var þó tíðin að saga Mezzoforte virtist öll og að sögn Gunnlaugs var sveitin í raun hætt fyrir nokkrum árum þó aldrei hafi verið tekin meðvituð ákvörðun um slíkt. „Það má segja að hljómsveitin hafi verið hætt á fjögurra ára tímabili. Eyþór var að pródúsera Bubba og fleira, ég var að þreifa fyrir mér í London 1999 - 2003 í session vinnu, Frissi líka í London og við vorum hættir að pæla í Mezzoforte, vorum allir að gera eitthvað annað. Ég man svo að eitt sinn þegar ég var að spila „West End“ slagara í hvítum jakkafötum með slaufu að ég spurði sjálfan mig: Er þetta málið, af hverju er ég að þessu þegar við getum verið að spila eigin músík? Í framhaldinu hafði ég sam- band við tvo danska vini mína til að skipuleggja Reunion túr Mezzoforte 2002. Þá rankaði sveitin aftur við sér og svo höfum við keyrt nokkuð stöðugt síðustu átta ár, enda er það gaman og forréttindi að fara og spila sína músík fyrir fullt af fólki sem kanna að meta hana og hefur verið pæla í Mezzo ssl. þrjá áratugi eða svo.“ Í ljósi þess hvað þeir Mezzoforte-félagar voru ungir þegar þeir stofnuðu sveitina á sínum tíma mætti segja að hljómsveitin sé ævistarf þeirra, enda stór hluti af ævinni er farinn í hljómsveitina, „og það er engin leið að hætta, eins og skáldið sagði“, segir Gunnlaugur og hlær við og heldur svo áfram: „Um tíma var ég að pæla í því að hætta að spila á trommur, fannst það barnalegt að vera enn að spila, orð- inn fullorðinn maður. Ég var í stökustu vandræðum með þetta, fannst að ég þyrfti að gera virðulegri hluti, vera tónskáld,“ segir hann og skellir uppúr. „Það var eiginlega Phil Collins sem bjargaði þessu fyrir mig þegar hann tók við Grammy-verðlaununum fyrir tónlistina við Lion King 1999 og sagði þar sem hann hélt á styttunni: „Takk fyrir mig, en ég er bara trommuleikarinn,“ og ég hugsaði: Ef hann getur sagt þetta þá hlýt ég að gert það líka.“ Það skiptir ekki máli hvað við köllum tónlistina Þó Mezzoforte lifi góðu lífi og hafi verið að klára nýja plötu, Volcanic, fer talsverður tími Gunnlaugs í að hljóð- rita væntanlega plötu Earth Affair, en fyrsta plata hans undir því nafni kom út fyrir fimm árum, afrakstur þriggja ára vinnu á Íslandi og Englandi. Nýja platan er líka mikil vinna, enda segist Gunnlaugur hafa mikinn metnað fyrir því sem hann er að gera hvort sem er með Mezzoforte eða Earth Affair. Eitt af því sem vekur athygli þegar hlýtt er á þau lög af væntanlegri plötu sem eru tilbúin er að þar syngur Gunnlaugur sjálfur í nokkrum lögum, texta eftir Jökul Jörgensen bassaleikara og samstarfsmann hans í Earth Affair, en það höfum við ekki heyrt til hans áður. Hann segir að hafa gerst fyrir algjöra tilviljun, hann hafi verið reyna að raula demó að nýju lögunum „og fólk sagði: rosalega er þetta flott af hverju syngur þú þetta ekki sjálfur? Ég spurði á móti, sagði: Ertu geðveikur, hvaða rugl er þetta. Ég fékk þó sífellt meiri hvatningu og hef því verið að prófa sönginn og geri ráð fyrir að ég syngi tvö eða þrjú lög á plötunni. Það er rosalega gaman og mikil áskor- un að geta tjáð sig með röddinni. Á fyrstu Earth Affair-plötunni bregður fyrir djass, hip- hop, ambient-tónlist, gregórskum söng og þjóðleg áhrif víða að. Gunnlaugur segist líka ekki gera greinarmun á tónlistarstefnum í sjálfu sér; „maður heyrir músík sem manni líkar og veit ekki af hverju. Tónlist sem hefur áhrif á mig er gospel fyrir mér hvort sem það er rokk og ról eða djass. Það skiptir ekki máli hvað við köllum tónlistina heldur aðeins þau skilaboð sem hún ber. Ég er búinn að vera að hlusta á nýju Royksopp plötuna t.d. sem mér finnst skemmtileg, grúví og fersk, en svo hlusta ég á klassíska píanó tónlist þess á milli. Þegar ég er ekki að vinna að tónlist, er ég að vinna í sjálfum mér, hvort sem er með jóga, crossfit eða hlaupa í Reykjavík eða Búdapest þar sem ég eyði talsverðum tíma þessi misseri hjá kærustunni. Að mínu mati þarf andleg og líkamleg heilsa að vera númer eitt, svo við séum hæf til að takast á við verkefni dagsins. Hafa mikla orku, styrk og einbeitingu. Vera í tengingu við núið og alheimskraftinn sem fólk kallar mismunandi nöfnum. Við þurfum að hugsa betur um okkur sjálf og hvort annað að mínu mati, við erum alltaf á einhverjum hlaup- um út og suður í einhvers konar lífsgæða keppni sem er blindgata þegar vel er að gáð. Ég er á því eftir þessi ár og þær upplifanir sem hafa verið margar að t.d. öll tónlist er á sinn hátt guðleg og að ef maður nær þeirri tengingu við almættið og sjálfan sig er maður í betra standi. Ég trúi því að ef maður er að gera tónlist fyrir eigið egó, til að sýna fram á eigið ágæti þá maður kominn út í kant. Þó við þurfum öll klapp á bakið stundum. Ef þessi tenging er til staðar, tengingin þegar maður finnur innst inni að maður er að gera rétt þá er maður að búa til tónlist og líf sem skilur sig frá öllu hinu áreitinu og skiptir máli á einhvern hátt.“ Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.