SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 22
22 15. ágúst 2010 D ánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, að sögn Axels F. Sigurðssonar, sérfræðings í hjartalækn- ingum. „Rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt sömu þróun hér á landi,“ segir hann. „Spurningin er hinsvegar hverju beri að þakka þennan árangur. Stafar hann af framförum í meðferð hjartasjúkdóma eða breyttu lífsmynstri? Rannsóknir benda til þess að það sé hvort tveggja.“ Axel segir flest benda til að lífshættir séu heilbrigðari en áður, dregið hafi úr reyk- ingum og blóðfita sé almennt lægri. „Jafn- framt hefur lyfjameðferð og annarri með- ferð við hjarta-og æðasjúkdómum fleygt fram.Þetta hefur leitt til þess að dánartíðni af völdum hjarta-og æðasjúkdóma hefur lækkað í flestum aldursflokkum, sem jafnframt hefur í för með sér að fólk lifir lengur en áður með sinn hjartasjúkdóm. Þetta kann að vera dýrara fyrir sam- félagið, því ef fólk lifir áfram með sinn sjúkdóm, þá þarf það heilbrigðisþjónustu. Tíðni hjartabilunar hefur til að mynda aukist en hjartabilun er ástand sem skap- ast vegna undirliggjandi hjartasjúkdóms. Í mörgum tilvikum er hjartavöðvinn þá orðinn mjög skaddaður og lífsgæði mjög skert.“ Gott miðað við nágrannalönd Axel segir að þjónusta við hjarta- og æða- sjúklinga sé góð hér á landi. „Bráðaþjón- ustan hefur verið í góðu horfi og meðferð við bráðri kransæðastíflu hefur t.d. verið mjög árangursrík hér, fólk fær viðeigandi meðferð fljótt og það skiptir sköpum. Þá er aðgengi að sérfræðingum hér á landi frekar gott og biðtími stuttur, til dæmis ef miðað er við hin Norðurlöndin. Því tel ég stöðuna nokkuð góða miðað við okkar ná- grannalönd.“ Axel telur þó að niðurskurður og hag- ræðing á undanförnum árum hafi haft áhrif á þjónustuna, t.d. hafi sameining bráðamóttöku LSH breytt talsvert þjón- ustumynstri við hjartasjúklinga um helg- ar. Sparnaður og hagræðing sé þó ekki einsdæmi fyrir Ísland.. „Það er víða ann- ars staðar verið að reyna að reka þjón- ustuna með eins litlum tilkostnaði og hægt er, t.d á Norðurlöndunum. Það er ekki nema eðlilegt að reynt sé að hagræða og draga úr kostnaði. Þó þarf að gæta þess að slíkar ráðstafanir séu vel ígrundaðar og ekki tilviljanakenndar. Horfa þarf á afleið- ingarnar bæði til skemmri og lengri tíma.“ Rannsóknir hafa sýnt að útbreiðsla hjartabilunar í Bandaríkjunum og N- Evrópu kann að vera á bilinu 2-4% og er þá átt við öll forms sjúkdómsins. „Við höf- um ekki íslenskar tölur, en ef við yfirfær- um þetta á Ísland, þá má gera ráð fyrir að um 8-12 þúsund Íslendingar séu með ein- kenni hjartabilunar,“ segir Axel. Í flestum tilvikum eru einkenni þó lítil. Krefjandi sjúkdómur Þ etta er orðinn langur tími,“ segir Kjartan Birg- isson sem kom heim úr rannsóknum í Svíþjóð í vor en þá var tekin endanleg ákvörðun um að hann væri kominn á biðlista eftir nýju hjarta. – Það hefur verið léttir? „Það verður léttir þegar þetta er búið,“ svarar hann mildilega. „Það sem vinnur gegn mér er þrekleysið. Und- anfarin ár hefur þrekið minnkað og minnkað hjá mér. Núna er heilsan þannig að ég á erfitt með stystu göngu- túra. Ég reyni að halda þreki með því að ganga en sama hversu lítið ég geng, þá er það alltaf of mikið.“ Hann dokar áður en hann bætir við: „Ég er eins og atvinnuletingi; maður reynir að gera ekkert og leggur sig fram um að gera það vel – að taka þátt í öllu sem máli skiptir í kringum sig. En þetta er ekki skemmtilegt líf. Ég sé enga kosti við það að vera öryrki – þó að ég sé áhugamaður um golf.“ Hann grettir sig. „Ég treysti mér ekki einu sinni út á völl. Ég reyni að koma mér út í Bása til að rifja þetta aðeins upp. Það er svo skrítið að þegar þrekið er til staðar finnur maður ekki fyr- ir erfiðum golfvelli. En bara það að labba inn og út úr bílnum eru átök sem kosta mig óþarflega mikið af því þreki sem ég hef hvern dag.“ – Hvað gerirðu seinnipart dags? „Ég hvíli mig um miðjan daginn, vakna hress og fer í sturtu. Er orðinn móður eftir sturtuna og reyni svo að deila deginum niður, helst án þess að þurfa að vera mikið sofandi. En svo kemur að því að ég get ekki meira þann daginn.“ Gat aldrei hlaupið Veikindi Kjartans gerðu snemma vart við sig. „Ég hef í rauninni alltaf verið þreklítill en gaf því ekkert séns. Ég tók þátt í íþróttum en gat aldrei hlaupið. Strax í æsku fann ég að það var eitthvað sem gekk ekki enda fann ég mig í lyftingum, borðtennis og badminton. Ég lék badminton í mörg ár en ekki einliðaleiki, heldur tvíliða- og tvennd- arleiki. Þá er hægt að stoppa og kasta mæðinni. En um leið og þurfti að hlaupa réð ég ekki við það. Það gat ég aldrei. Svo hætti ég öllum íþróttum fljótlega upp úr fermingu. Ég var bara ungur og vitlaus og gerði ekkert nema að reyna að skemma heilsuna enn frekar. Ég byrjaði svo aft- ur upp úr tvítugu að reyna að hreyfa mig. Ég spilaði bad- minton síðast vorið 2005, en 1. júní það ár fékk ég áfall þar sem ég stóð úti á götu. Eftir það fékk ég bjargráð, sem er meira stykki heldur en gangráður, og hann bjargaði mér fyrir fjórum vikum þegar ég missti meðvitund heima við. Frá vorinu 2005 þá hefur þetta verið hröð kúrfa niður á við, þó með þeirri undantekningu að ég fór í lokuaðgerð árið 2006, fjórðu lokuaðgerðina. Sú aðgerð gekk mjög vel Lætur slag standa Lífið hefur oft hangið á bláþræði hjá Kjartani Birgissyni, sem bíður eftir hjartaígræðslu og getur fengið símtal á hverri stundu. Nú hann er búinn að pakka í tösku og ætlar að grípa með sér Góða dátann Svejk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.