SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 28
28 15. ágúst 2010 Ý msir eru mjög uppteknir af því hvernig tekist er á við mál erlendis og nota það sem mælikvarða á hvort rétt sé að farið hérlendis. Einkum eru áberandi í þeim hópi menn sem eru uppnæmir fyrir sjálfum sér, menntun sinni og hæfni, sem þeir telja að gefi áliti sínu og skoðunum aukna vigt og skáki sjón- armiðum annarra, jafnvel óháð efni og rökum. Þeir taka einatt þannig til orða, að í alvöru löndum myndi þetta og hitt framferði landans aldrei verða liðið, iðulega myndi verða hlegið að því og gott ef einhver útlendingur væri ekki þegar farinn að hlæja og ef mönnum er mikið niðri fyrir glittir fljótt í bananalýðveldisstimpilinn og þar fram eftir göt- unum. Þeir sjálfir tala sem sagt fyrir útlandið og alvörulandið, en ekki bara fyrir hrokagikkinn sig, og því eiga litlir karlar og heimaalningar að hlusta og bugta sig. Og málskrafsmenn gapa upp í þetta yfirlætisraus, nikkandi ótt og títt og þykir mikið til koma. En þeir gapa þó mest, svo teygist á vöðvum, ef um er að ræða „útlending“ sem stoppað hefur á landinu í tvo til þrjá daga, og hefur áður skrifað í „stórblað“, jafnvel fleiri en eina grein, eða kennt í þekktum háskóla ásamt 4000 öðrum og étur upp eftir umsjónarmönnum sínum hérlendum „fróð- leik“ um íslensk dægurmál, eins og það væri af- rakstur langvarandi rannsókna og vísindalegrar fræðimennsku. Sá staðfestir auðvitað allt sem þeir hafa sjálfir haldið fram. Þá þarf ekki lengur um að binda og mikið nikkað. Hinni íslensku framgöngu það sinnið verður bersýnilega ekki bjargað, og það hræðilegasta af öllu er að „útlendingarnir“ eru vís- ast þegar byrjaðir að hlæja. Þessi sérstaka blanda af hroka, heimóttarskap, og minnimáttarkennd er áhugaverð og einatt hægt að hafa gaman af henni. Lýðræðið í minni pokann En eitt afbrigði af þessum kveinstöfum um að hér sé ekki kunnað til verka eins og hjá stóru strákun- um í stóru löndunum er sérdeilis áhugavert. Víðast í þeim löndum, sem þykir eftirsóknarvert að draga dám af, er lýðræðishefðin og lýðræðiskrafan miklu þróttmeiri og óbifanlegri en hér. Það þarf ekki að sýta það. Þær þjóðir hafa einfaldlega miklu lengur farið með stjórn eigin mála og notað aðferðir lýð- ræðisins við þá stjórn. Og þá er undantekning- arlítið átt við fulltrúalýðræðið. Hér hefur afbrigðið hins vegar tekið stökkbreytingum með umdeil- anlegum árangri. Það lýsir sér þannig að menn hafa tekið ofurtrú á svo kölluðum faglegum ákvörð- unum. Það hljómar svo sannarlega ekki illa. Enda hafa fjölmiðlungar og spjallarar, sem eru æði lausir í rásinni, á hvaða rás sem þeir eru vistaðir það og það sinnið, gleypt afbrigðið hrátt og bera það gagnrýnislaust áfram. En gallinn er bara sá, að sú lausnin er verri en vandamálið sem hún á að leysa. Látum vera að „fagmennirnir“ eru nú sjaldan jafn faglegir og þeir vilja vera láta. Þarf þá ekki að nefna til sögunnar „faglega“ Evrópufræðinga Samfylk- ingarinnar né heldur „faglega“ stjórnmálafræðinga sama flokks, sem sjaldgæft er að detti út úr sinni rullu. Aðrir „fagmenn“ kunna sjálfsagt sitt fag, en misvel þó, en það er aðeins lítill þáttur málsins. Þess utan lúta þeir sínum lögmálum. Þeir eru hluti af sinni klíku, sínum flokki (oftast án flokks- skírteinis að sjálfsögðu) eða hluti af sínum fræði- lega hóp, „sínum skóla“. Ekkert af þessu er ámæl- isvert og enn þá síður ljótt. „Fagmenn“ eru af þessum heimi og eiga að vera það. En það á þá einnig að viðurkenna að þeir séu það og ekki vera með látalæti um annað. Og það á ekki að færa þeim völd, lýðræðisleg völd, sem þeir hafa aldrei fengið umboð til hjá þeim eina aðila sem getur veitt það, landslýðnum sjálfum. Til viðbótar umboðsleysinu bætist iðulega ábyrgðarleysið. Vald án umboðs er varhugavert. Vald án ábyrgðar er varhugaverðara. Og vald, sem er bæði án umboðs og ábyrgðar er stórvarasamt. Og það uppfyllir ekki þær lýðræð- iskröfur, sem almennt er a.m.k. látið sem menn vilji að sé inntak og mynd af því valdi sem fólkið í landinu hefur framselt til annarra. Og það er svo gaman af því, að þeir sem vísa til hinna stórvitru útlendinga í alvörulöndunum, sem aldrei mundu haga sér eins og bjálfarnir hér uppi á skerinu, eru einmitt þeir sem hvetja til að færa valdið frá „fulltrúum fólksins“ til „fagmannanna“, sem enga ábyrgð bera í sínu umboðsleysi og enginn nær til. Enginn getur kallað til ábyrgðar. Enginn spurt spjörunum úr. Enginn getur beitt sér gegn og fellt úr starfi sínu, í sveitarstjórn, löggjafarþingi eða ríkisstjórn. Og hvers vegna skyldi það vera? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að hinir sömu gætu aldrei öðlast slík völd þyrftu þeir að leita þeirra hjá réttum aðila, fólkinu í landinu. En hvað vill útlendingurinn? Og það eykur skemmtanagildi þessa enn, að svo vill til að engin hinna grónu lýðræðisþjóða er á þessu róli, með einni undantekningu. Hún felst í því valdaframsali sem fer fram alla daga ársins frá ríkjum ESB, í örsmáum skrefum með agúrkuað- ferðum valdasogsmanna, sem enginn hefur kosið (Sneiðar eru skornar af „agúrkunni“ í svo örþunn- um sneiðum að sér ekki á, en hún hverfur þó á undraskömmum tíma). Stóru vestrænu þjóðirnar, sem eru fullar af „útlendingum“, vita vel að lýð- ræðið skilar ekki alltaf þeim árangri sem vonast er eftir. Og þær vita að gallar þess eru margvíslegir og jafnvel sumir fast að því óþolandi. En annað skárra fyrirkomulag til að endurspegla vilja fjöldans hefur ekki fundist, þrátt fyrir margvíslegar og oft hræði- lega dýrkeyptar tilraunir. Og sú viðleitni veiklund- aðra stjórnmálamanna, sem víkjast undan því að taka þær ákvarðanir, sem þeir hafa ekki aðeins umboð heldur skyldu til að taka og flytja það verk- efni til umboðslausra og ábyrgðarlausra „fag- manna“ er flótti gungunnar frá lýðræðinu. Það má vel vera að í framhaldi af pottaglamri og ofbeldi, sem litlu munaði að fámennt lögreglulið landsins réði ekki við, hafi menn misst bæði kjark og dóm- greind. Þeir haldi að það sé til vinsælda fallið að axla ekki sín lýðræðislegu verkefni.Og það má vel vera að svo sé nú um nokkra hríð. En þeir vin- sældakapphlauparar þjóta eftir villigötunum, og því fyrr sem þeir láta sig hverfa af vettvangi því betra. Viðskiptaráðherranum er ekki sætt Viðskiptaráðherrann átti að vera fulltrúi fag- mennskunnar í ríkisstjórninni. Það er ekkert að því. Bara gott. En þó því aðeins að hann uppfylli hin lýðræðislegu skilyrði. Stundum er bent á að í Bandaríkjunum sitji ekki kjörnir fulltrúar í ráð- herrasætum. En þá er þess að gæta að þeir sitja þar allir sem einn á ábyrgð hins kjörna forseta. Þingið getur sett forsetann af, en það er ekki auðveld leið þótt það hafi stundum lagt af stað í slíka leiðangra. Lítill vafi getur verið á að væri íslenski við- skiptaráðherrann í sínu sæti í skjóli og á ábyrgð stjórnmálaflokks, væri sá flokkur löngu búinn að setja hann út. Ella væri ráðherrann fyrir löngu bú- Hjólað upp Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Reykjavíkurbréf 13.08.10 Um hlæjandi útlendinga og f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.