SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 17
Úlfar Eysteinsson á Þremur Frökkum, yfirkokkur Fiskidagsins mikla, bauð m.a. upp á hrátt hrefnukjöt. Arnþór Sigurðsson er vinstra megin. ’ Á laugardeginum voru fram- reiddir um 130 þúsund mat- arskammtar; sem dæmi má nefna að bakaðar voru 16 fjögurra fermetra saltfiskpítsur, austurlensk fiskisúpa var soðin í 1200 lítra potti og rúmlega 10.000 fiskborgarar grillaðir. Sushi réttirnir sem Friðrik V og hans fólk bauð upp á „ísbar“ í frystiklefa vöktu mikla lukku en þar voru einnig til sýnis listaverk skor- in í ís. Tuga metra löng röð var þar fyrir utan allan daginn! Dalvíkingar renndu blint í sjóinn þegar þeir ákváðu að halda Fiskidaginn mikla í fyrsta skipti árið 2001. Sumir bjuggust við nokkur hundruð gestum, aðrir gerðu ráð fyrir því að aðallega heimamenn myndu njóta þess sem boðið yrði uppá. Þó var ákveðið að hafa matarskammtana fleiri en færri og það kom sér vel því 5.800 manns voru á hátíðarsvæðinu; hafnarsvæðinu á Dalvík. Tæpur áratugur er liðinn og hátíð- in hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Gestir voru í fyrsta skipti fleiri en 30 þúsund árið 2005 og talið er að ríflega 35 þúsund manns hafi verið á Fiskideginum mikla að þessu sinni, á laugardaginn var. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi, Júlíus Júlíusson og hans fólk, mettuðu alla með kræsingum úr hafinu og allt var ókeypis að vanda. Um kvöldið var afmælisdagskrá í boði Samherja, sem frá upphafi hefur verið helsti bakhjarl Fiskidagsins mikla. Um 20 þúsund komu sér þá fyrir við höfnina og þar tróðu upp m.a. Matthías Matthíasson, söngvari Papa, rokkarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Fjöldinn tók vel undir og skemmti sér greinilega konunglega. Kvöldinu lauk svo með stórkostlegri flugeldasýningu sem sett var upp af björgunarsveitinni á Dalvík en tveir brottfluttir Dalvíkingar buðu uppá, þeir Jón Ægir Jóhannsson sem býr og starfar í Kanada og Friðrik Már Þor- steinsson sem býr og starfar í Bretlandi. Oft hefur mátt sjá flott fírverk á Íslandi en undirrituðan grunar að þessi toppi aðrar. Hún var löng og kraftmikil; fólk tók and- köf hvað eftir annað. Fiskisúpukvöldið mikla er orðið ómiss- andi upptaktur að stórhátíðinni sjálfri; að þessu sinni buðu um 120 fjölskyldur upp á fiskisúpu og talið er að um 24 þúsund manns hafi verið á röltinu um bæinn. Á laugardeginum voru framreiddir um 130 þúsund matarskammtar; sem dæmi má nefna að bakaðar voru 16 fjögurra fer- metra saltfiskpítsur, austurlensk fiskisúpa var soðin í 1200 lítra potti og rúmlega 10.000 fiskborgarar grillaðir. Góða veislu gjöra skal Bak við tjöldin Markmið Fiskidagsins mikla á Dalvík er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Óhætt er að fullyrða að markmiðið hafi náðst um síðustu helgi þegar hátíðin fór fram í 10. skipti. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Rækjudrottning- arnar Linda Björk Holm og Margrét Ásgeirsdóttir Þyrlusveit Landhelg- isgæslunnar lék list- ir sínar að morgni Fiskidagsins. Hvanndalsbræður spiluðu við hús Loga Bergmann Eiðssonar og Svanhildar Hólm Valsdóttir á Fiskisúpukvöldinu mikla. Fjöldi fólks var á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.