SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 26
26 15. ágúst 2010
F
lokkaskiptingin, sem við búum
við, varð í megindráttum til á
fyrri hluta 20. aldarinnar.
Hún byggðist annars vegar á
afstöðu manna til sjálfstæðisbaráttunnar
en hins vegar á þeim hugmynda-
fræðilegu kenningum sem tókust á þegar
stjórnmálahreyfingar sósíalismans
brunuðu fram. Þegar leið á 20. öldina
mótaðist afstaða manna til stjórn-
málaflokkanna mjög eftir viðhorfi þeirra
til kalda stríðsins.
Sjálfstæðisbaráttu smáþjóða lýkur
aldrei og enn skiptast menn í flokka eftir
því hvaða afstöðu þeir hafa til þess með
hvaða hætti íslenzka þjóðin á að tryggja
sjálfstæði sitt og forræði yfir auðlindum
landsins og hafsins í kringum það. Sósí-
alisminn, sem alvöru stjórnmálahreyfing
heyrir hins vegar sögunni til.
Fyrir tveimur vikum hlustaði ég á
æskuvin minn, Ragnar Arnalds, fyrrver-
andi formann Alþýðubandalagsins, ráð-
herra þess flokks og alþingismann í ára-
tugi, í útvarpsþætti þeirra Ævars
Kjartanssonar og Ágústar Þórs Árnason-
ar, þar sem hann fjallaði um lýðræði og
stjórnarskrána. Segja má að við höfum
deilt um stjórnmál frá því að kynni okk-
ar hófust, þegar við vorum ellefu ára
gamlir. Að þættinum loknum spurði ég
sjálfan mig hver skoðanaágreiningur
okkar væri nú þegar báðir væru komnir á
áttræðisaldur. Hann snýst fyrst og fremst
um gjörólíka sýn okkar á atburði áranna
eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk og
tildrög þess að Ísland gerðist stofnaðili að
Atlantshafsbandalaginu 1949 og banda-
ríska varnarliðið kom hingað 1951. Skoð-
anaágreiningur okkar snýst sem sagt um
söguna. Í dag erum við samherjar í bar-
áttunni gegn aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu.
Fyrir nokkrum dögum sat ég með hópi
manna og ræddi stöðuna í ESB-málinu.
Þar voru m.a. fulltrúar yngri kynslóða
hjá Vinstri grænum. Eftir nokkrar um-
ræður sneri ég mér að Páli Vilhjálmssyni,
framkvæmdastjóra Heimssýnar, og
sagði: getur þú sagt mér, Páll, hver skoð-
anaágreiningur minn og þeirra er í
stjórnmálum að loknum þessum um-
ræðum? Við erum sammála um Ísland og
ESB. Við erum sammála um Magma-
málið. Við erum sammála um að taka eigi
gjald fyrir nýtingu á sameiginlegum auð-
lindum. Hann svaraði: ætli það sé ekki
sýn ykkar á söguna.
Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna er komin að fótum fram.
Þar ríkir grundvallarágreiningur um hið
stóra mál íslenzkra stjórnmála um þessar
mundir: Ísland og ESB. Þar ríkir líka
grundvallarágreiningur um Magma-
málið þótt Samfylkingin reyni að halda
öðru fram. Innan beggja flokkanna
ríkir gagnkvæm þreyta hvors á öðr-
um. Vinstri grænir líta svo á að Stein-
grímur J. Sigfússon sé hinn raunverulegi
forystumaður ríkisstjórnarinnar. Fleiri
og fleiri innan Samfylkingar telja að
hvorugur krónprinsinn í flokknum sé
fær um að taka við forystu flokksins, þ.e.
hvorki Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra né Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, og horfa nú til Guðbjarts
Hannessonar alþingismanns. Hvert
vandræðamálið á fætur öðru kemur upp í
stjórnarherbúðum. Hvað vissi forsætis-
ráðherrann og hvað ekki um launamál
seðlabankastjórans? Embættaveitingar
ráðherra Samfylkingar eru ekki hafnar
yfir gagnrýni eins og síðustu dæmi
sanna. Lögfræðiálit um lán tengd erlend-
um gjaldmiðlum vekja spurningar um
upplýsingagjöf til Alþingis.
Alvarlegast er þó að ekkert er að gerast
við endurreisn atvinnulífsins. Stóriðjan
er stopp. Bæði Alþýðusamband Íslands
og Samtök atvinnulífsins hafa gefizt upp
á samstarfi við ríkisstjórnina innan
ramma svonefnds stöðugleikasáttmála.
Líkurnar á að atvinnuleysi eigi eftir að
aukast eru miklar. Ekki bæta alþjóðlegar
horfur í efnahagsmálum úr skák.
Þrátt fyrir þetta eru engar líkur á að
breyting verði á stjórnarháttum í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Þrátt fyrir ágreining
um grundvallarmál, tortryggni hvers í
annars garð og almennan vandræðagang
verður stjórnarsamstarfinu haldið áfram,
fyrst og fremst vegna sameiginlegrar
sýnar á fortíðina. Flokkarnir tveir eiga
sér sameiginlegar rætur í hinum sósíal-
ísku og sósíaldemókratísku stjórn-
málahreyfingum 20. aldarinnar. Þeir
fengu aldrei tækifæri til að starfa saman
tveir einir þá (þótt heitin væru önnur) og
þess vegna er þeim lífsnauðsyn að starfa
saman nú, þótt fátt sameini þá í mál-
efnalegri afstöðu til vandamála og við-
fangsefna nútíðar og framtíðar.
Í ákveðnum hópum innan Vinstri
grænna ríkir djúpstætt hatur á Sjálfstæð-
isflokknum. Það byggist ekki á mál-
efnum nútímans. Það byggist á stjórn-
málaátökum fortíðarinnar. Þótt kalda
stríðinu hafi lokið fyrir tveimur áratug-
um úti í heimi er því ekki lokið á vett-
vangi stjórnmálaflokkanna hér.
Þetta er hin mikla sjálfhelda íslenzkra
stjórnmála nú um stundir. Þeir sem eiga
samleið í stærstu málum nútímans geta
ekki náð saman vegna þess að þeir eru
svo uppteknir af deilumálum fortíð-
arinnar.
Ef við Ragnar Arnalds gætum ekki
unnið saman gegn aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu (sem við getum og ger-
um) vegna þess að við deildum um Atl-
antshafsbandalagið og varnarliðið í fjóra
áratugi, skipti það engu máli fyrir þjóð-
arhagsmuni.
Að íslenzkir stjórnmálaflokkar séu svo
fastir í viðjum fortíðar að þeir geti ekki
unnið saman að úrlausn vandamála
þjóðarinnar í nútíð og framtíð er alvar-
legra mál sem vekur spurningar um
hvort eina leiðin út úr sjálfheldu stjórn-
málanna sé uppstokkun flokkakerfisins
sem taki þá mið af viðfangsefnum líðandi
stundar en ekki af deilumálum löngu lið-
ins tíma.
Fastir í viðjum fortíðar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
G
aldrakarlinn í Oz, ævintýrakvikmyndin sem
gerði Judy Garland að stjörnu var frumsýnd
í Grauman’s-kvikmyndahúsinu í Hollywood
fyrir 71 ári. Þessi síungi öldungur hefur allar
götur síðan glatt hjörtu allrar fjölskyldunnar enda
tímalaust ævintýri. Í myndinni syngur Garland lagið
„Somewhere Ove the Rainbow“, sem er eitt frægasta
lag kvikmyndasögunnar enda hreppti lagið Óskarinn.
Kvikmyndin er byggð á bók eftir L. Frank Baum, frá
árinu 1900 en rithöfundurinn lést tuttugu árum áður
en myndin var frumsýnd. Victor Fleming leikstýrir
myndinni en hann leikstýrði einnig annarri stórmynd,
sem frumsýnd var þetta mikla kvikmyndaár, Á hverf-
anda hveli. Í öðrum aðalhlutverkum eru Ray Bolger,
Jack Haley og Bert Lahr.
Myndin segir frá Dóróteu Gale, 12 ára stúlku frá
Kansas, sem missir meðvitundina þegar skýstrokkur
fer yfir landið og feykir henni, húsinu hennar og
hundinum Tótó, til ævintýralandsins Oz.
Myndin vakti mikla athygli fyrir litríka furðuveröld,
sem er full af leyndardómum og undraverum. Brell-
urnar eru frumstæðar miðað við það sem nú gerist en
þær eru vel gerðar og hafa að mörgu leyti elst vel.
Draumaheimur Oz er heillandi en Dórótea litla vill
samt fara aftur heim til Kansas en til þess þarf hún
leyfi Galdrakarlsins mikla. Á leiðinni hittir hún Fugla-
hræðuna, Tinmanninn og Ljónið huglausa, sem leita að
heila, hjarta og hugrekki. Hún kemst til baka að lokum
en þá reynir frænka hana að sannfæra hana um að
þetta hafi allt verið draumur.
Hlutverkið var í það minnsta algjör draumur fyrir
Garland en MGM hafði augastað á Shirley Temple í
hlutverkið en samningar náðust ekki við 20th Century
Fox. Þrátt fyrir að ævi Garland hafi ekki verið dans á
rósum, en hún lést fyrir aldur fram, er alveg ljóst að
Garland er einhver dáðasta leik- og söngkona Banda-
ríkjanna fyrr og síðar og á þetta hlutverk sinn þátt í
því.
ingarun@mbl.is
Heillandi
ævintýra-
heimur
Judy Garland er einhver dáðasta leik- og söngkona Bandaríkjanna fyrr og síðar.
’
Myndin vakti mikla athygli
fyrir litríka furðuveröld,
sem er full af leyndardóm-
um og undraverum.
Garland í hlutverki Dóróteu í þessari sögufrægu kvikmynd.
Á þessum degi
15. ágúst 1939