SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 31
15. ágúst 2010 31 ekki jafn mikið að berjast yfir og það hafði áður. Á ferðum mínum og í spjalli við fólk er þó rödd unga fólksins hávær- ust. Þannig að við sjáum kannski ungt fólk ekki mótmæla jafn mikið og það gerði t.d. gegn Víetnamstríðinu en hugs- unarháttur þess virðist þó ekki hafa breyst og einkennist enn þá af stuðningi við málefni og aðgerðarstefnu. Mun- urinn er sá að í dag fer megnið af þessu starfi fram í gegnum netið og er þar af leiðandi ekki jafn sýnilegt. Við vonum að þarna muni safnið hafa mikilvægt hlut- verk og hefðum til að mynda ekkert á móti því að ungt fólk færi í kröfugöngu fyrir mannréttindum fyrir utan safnið,“ segir Patrick. Hugmyndafræði brotin niður Safnið mun standa á svæði í miðbæ Winnipeg sem kallast The Forks en þar mætast árnar Red River og Assiniboine- áin. Það var á þessum stað sem Íslend- ingar og fleiri landnemar stigu fyrst á land í Kanada en staðurinn hefur líka mikla þýðingu fyrir frumbyggja landsins þar sem þarna var samkomustaður þeirra. „Ég kýs að hugsa sem svo að hugarfar Íslendinga og Kanadabúa sé svipað og þá sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Eins og ég sagði eru bæði löndin vel á veg kominn og láta í sér heyra um mannréttindamál á alþjóð- legum vettvangi. Íslensk stjórnvöld í samstarfi við Atla Ásmundsson, að- alræðismann í Kanada, buðu okkur að koma til Íslands og kanna grundvöll fyrir samstarfi. Við vorum himinlifandi yfir því enda hef ég farið til ótal landa og rætt um safnið frá ferðamanna- og markaðshlið en þetta er í fyrsta sinn sem ég á í samræðum við stjórnvöld og finnst mikilvægt að Ísland sé fyrst,“ segir Pat- rick. Byggingin sem hýsa mun safnið verður mjög nútímaleg. Safnið er staðsett við The Forks þar sem tvær ár mætast.Fjárframlög til safnsins koma bæði frá stjórnvöldum og einkaaðilum. Morgunblaðið/Ernir Framkvæmdir eru hafnar en alls tekur byggingin 39 mánuði. Alls tóku 64 arkitektar þátt í alþjóðlegri keppni um hönnun safnhússins en það var bandaríski arkitektinn Antoine Pre- dock sem bar þar sigur úr býtum. Hönnun hússins er afar nútímaleg og þótti hæfa vel til að fanga þann innblástur sem safninu er ætlað að veita fólki. Alls tekur um 39 mánuði að byggja húsið og setja sýninguna upp. Fram- kvæmdir hófust í apríl árið 2009 og lýkur árið 2012 en safnið verður opnað almenningi í apríl 2013. Upp á síð- kastið hefur Patrick kynnt safnið fyrir ferðaþjónustuaðilum ýmisa landa en mun eiga viðræður bæði við stjórnvöld, forsvarsmenn háskóla og fleiri hér á landi. Safnið hefur sjálfsforræði, það er að segja: það er styrkt af stjórnvöld- um en forsvarsmenn þess hafa forráð yfir því hvernig þeir haga fjármagni. Öll stig ríkjasambands Kanada hafa lagt sitt af mörkum til safnsins en framlag einkaaðila nemur einnig gríðar- háum upphæðum. Safnið verður fyrsta safn Kanada af þessum toga fyrir utan höfuðborgina og segir Patrick mik- ilvægt að stjórnvöld hafi samþykkt slíka framkvæmd því að ólíkt Íslandi er Kanada gríðarlega stórt að flatarmáli. Safnið verður einnig rannsóknarmiðstöð og segist Pat- rick hlakka til þess að hafa fræðimenn þar við rannsóknir, jafnvel frá háskólum hér á Íslandi. Þá verða í boði skóla- styrkir fyrir unglinga frá öllu Kanada sem læra um mann- réttindamál í heimabæ sínum áður en þeir koma á safnið og skuldbinda sig til að leggja sitt af mörkum þegar heim kemur. Allra helst vill Patrick að þetta verkefni teygi sig til fleiri landa, til að mynda til Íslands. Nútímaleg bygging hýsir safnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.