SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 27
Klettarnir sex: Soffía, Guðlaug Ó, Hrefna, Berglind, Laufey og Guðlaug Bó. Að leika í Sirkus Skara Skrípó árið 1996 með Sigurjóni. Mamma, Gísli bróðir, Gestur Guðjónsson skáld og Kristjana í Þórsmörk. Með Ragnheiði Lóu, bestu dóttur í heimi. Sungið í sunnudagskaffi hjá Agnari Má og Gauti sonur hans Agnars klappar með. Með Höbbu vinkonu við útskrift úr Söngskólanum. Sem Bella trúður með Barböru og Úlfari. Í starfsmannapartíi Ekkó með Heru Björk. Rétt rúmlega ársgömul í stúdíói Gests. Á fermingardaginn með pabba. Afi Arnold og amma Kristjana á útskriftardaginn. Djassgeggjari af guðs náð Elín Krista systurdóttir og Ragnheiður systir. Úr myndaalbúminu Kristjana Stefánsdóttir söngkona byrjaði tónlistarferilinn 7 ára á Sel- fossi og hefur sungið alla tíð síðan. K ristjana Stefánsdóttir er fædd á Selfossi 25. maí 1968. Hún bjó fyrstu æviárin í Fossvoginum í Reykjavík en fluttist svo á Selfoss 7 ára gömul, en þar má segja að fyrstu tón- listarskrefin hafi verið stigin því hún byrjaði strax í kór og hætti ekki fyrr en árið sem hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands en það var annan í jólum 1989. Á unglingsárunum tróð hún upp í kabarettsýningum Leikfélags Selfoss og stofnaði ballhljómsveitina Karma sem hún starfaði með til haustsins 1989. Kristjana nam söng í Söngskóla Reykjavíkur og út- skrifaðist þaðan 1996. Það sumar tók hún þátt í sýningunni Sirkus Skara Skrípó í Loftkastalanum. Um haustið fór hún svo til Hollands til að nema djasssöng og hlaut BA-gráðu frá Konunglega listaháskól- anum í Haag í Hollandi árið 2000. Eftir það flutti hún heim og hefur starfað sleitulaust síðan sem tón- listarmaður og nú síðustu ár einnig sem trúður og tónskáld í Borgar- leikhúsinu en þar túlkar hún trúðinn Bellu í Grímuverðlaunasýning- unni Jesús litli. Kristjana er einnig móðir og á dótturina Ragnheiði Lóu sem er á áttunda aldursári. Kristjana mun syngja á Jazzhátíð Reykjavíkur þann 26. ágúst næstkomandi en þar mun hún heiðra djasshefðina og það besta úr amerísku söngbókinni ásamt þeim Agn- ari Má Magnússyni, Valda Kolla og Scott McLemore. 15. ágúst 2010 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.