SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 27
Klettarnir sex: Soffía, Guðlaug Ó, Hrefna, Berglind, Laufey og Guðlaug Bó. Að leika í Sirkus Skara Skrípó árið 1996 með Sigurjóni. Mamma, Gísli bróðir, Gestur Guðjónsson skáld og Kristjana í Þórsmörk. Með Ragnheiði Lóu, bestu dóttur í heimi. Sungið í sunnudagskaffi hjá Agnari Má og Gauti sonur hans Agnars klappar með. Með Höbbu vinkonu við útskrift úr Söngskólanum. Sem Bella trúður með Barböru og Úlfari. Í starfsmannapartíi Ekkó með Heru Björk. Rétt rúmlega ársgömul í stúdíói Gests. Á fermingardaginn með pabba. Afi Arnold og amma Kristjana á útskriftardaginn. Djassgeggjari af guðs náð Elín Krista systurdóttir og Ragnheiður systir. Úr myndaalbúminu Kristjana Stefánsdóttir söngkona byrjaði tónlistarferilinn 7 ára á Sel- fossi og hefur sungið alla tíð síðan. K ristjana Stefánsdóttir er fædd á Selfossi 25. maí 1968. Hún bjó fyrstu æviárin í Fossvoginum í Reykjavík en fluttist svo á Selfoss 7 ára gömul, en þar má segja að fyrstu tón- listarskrefin hafi verið stigin því hún byrjaði strax í kór og hætti ekki fyrr en árið sem hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands en það var annan í jólum 1989. Á unglingsárunum tróð hún upp í kabarettsýningum Leikfélags Selfoss og stofnaði ballhljómsveitina Karma sem hún starfaði með til haustsins 1989. Kristjana nam söng í Söngskóla Reykjavíkur og út- skrifaðist þaðan 1996. Það sumar tók hún þátt í sýningunni Sirkus Skara Skrípó í Loftkastalanum. Um haustið fór hún svo til Hollands til að nema djasssöng og hlaut BA-gráðu frá Konunglega listaháskól- anum í Haag í Hollandi árið 2000. Eftir það flutti hún heim og hefur starfað sleitulaust síðan sem tón- listarmaður og nú síðustu ár einnig sem trúður og tónskáld í Borgar- leikhúsinu en þar túlkar hún trúðinn Bellu í Grímuverðlaunasýning- unni Jesús litli. Kristjana er einnig móðir og á dótturina Ragnheiði Lóu sem er á áttunda aldursári. Kristjana mun syngja á Jazzhátíð Reykjavíkur þann 26. ágúst næstkomandi en þar mun hún heiðra djasshefðina og það besta úr amerísku söngbókinni ásamt þeim Agn- ari Má Magnússyni, Valda Kolla og Scott McLemore. 15. ágúst 2010 27

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.