SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 54
54 15. ágúst 2010
E
lín Hansdóttir hefur látið talsvert til sín taka á
íslenskum myndlistarvettvangi hin síðari ár.
Skammt er liðið frá einkasýningu hennar í
Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu (í
Hafnarhúsinu) og nú er hún mætt aftur til leiks, mun
sterkari en þá, með einkasýningu í i8 galleríi í sömu
götu. Sýningin heitir „Trace“ sem gæti útlagst „far“ eða
„spor“, eða þá „slóð“ enda rekur hún á vissan hátt slóð,
eða er í öllu falli á slóðum bandaríska listdansarans Loïe
Fuller, frumkvöðuls sem vann á tilraunakenndan og
tæknilegan hátt með samruna leikhúss, dans og sviðs-
lýsingar. Fuller heillaði Parísarbúa upp úr skónum með
svonefndum slöngudansi laust fyrir aldamótin 1900 en
þar féllu ljós í ýmsum litum á silkiklæði sem bylgjuðust
listilega við danshreyfingar hennar svo úr varð hvikult
sjónarspil lífrænna forma.
Áhugi Elínar beinist að slíkum hreyfiferlum, og að
tengslum tækni og hreyfingar. Raunar lítur hún að sumu
leyti um öxl, til samtíma Fuller þegar ýmsar tækninýj-
ungar litu dagsins ljós, svo sem ljósapera Edisons (sem
var forsenda sviðslýsingar Fuller) og kvikmyndatæknin.
Dans Fuller var t.a.m. kvikmyndaður við upphaf 20.
aldar, og um líkt leyti var farið að handlita filmur. Á
sýningu Elínar getur að líta nýlega 16 mm kvikmynd af
dansi í anda Fuller, og hefur filman verið lituð með að-
stoð tölvutækninnar. 24 svarthvítar ljósmyndir á vegg,
sem sýna þennan sama dans, skírskota til kvikmyndar-
innar þar sem sýndir eru 24 rammar á sekúndu í þeim
tilgangi að blekkja augað sem skynjar „lifandi“ eða sam-
fellda mynd. Á veggnum á móti er önnur ljósmyndaröð
sem er í lit og á hverri mynd sést tæp sekúnda (í sam-
ræmi við stillingu myndavélar) af hreyfingu dansarans.
Þetta eru fallegar myndir, þ.e. kvikmyndin og ljós-
myndirnar; á þeim sjást form sem eru óhlutbundin en
minna á blóm, fiðrildi eða önnur náttúrufyrirbæri líkt
og í hinum upprunalega slöngudansi Loïe Fuller. Rispuð
áferð kvikmyndarinnar (semsagt filmunnar) undir-
strikar fortíðartenginguna. Ólíkt Fuller, notar Elín ekki
tónlist með dansinum heldur leyfir hljómfalli klæðanna
og suði sýningarvélarinnar að heyrast og einangrar
þannig og dregur fram hreyfinguna sem slíka – dans-
arans/fatnaðar og vélknúinnar filmunnar.
Gallerírýminu hefur verið skipt upp með vegg sem
hefur harmonikkuform og þar eru speglar sem „spegla“
brotakennda veruleikaskynjun, ekki síst þá sýn á veru-
leikann sem ljósmyndir og kvikmyndir fela í sér. Harm-
onikkuveggurinn vísar einnig í útlit gamalla myndavéla,
og raunar hefur Elín búið til nokkurs konar „mynda-
vél“, eða myrkraherbergi (camera obscura) inni í rým-
inu, líkt og kringlótt gat á þessum vegg undirstrikar.
Kvikmyndinni er varpað inn um gatið og á vegg í svart-
máluðu innra rýminu, rétt eins og veruleikanum er
varpað um ljósop augans (og myndavélar) inn í vitund-
una. Elín er á frumspekilegum nótum því að með þessu
vísar hún í helli Platons og kenningar um að veru-
leikaskynjun mannsins sé háð eftirmyndum, skuggum –
og hugmyndir hans um veruleikann afstæðar.
Sýningin „Trace“ er úthugsuð og vinnubrögðin öll hin
vönduðustu – það er þó helst að maður sakni þessa
óræða neista, eða innblásturs í ætt við þann sem knúði
Loïe Fuller. Sýningin er þó engu að síður falleg og hún
felur í sér eftirtektarverðar vangaveltur um tengsl veru-
leika og skynjunar og um vensl fagurfræði, miðlunar og
tækni.
Spor
í tíma
Myndlist
Elín Hansdóttir – Trace
bbbbn
Listahátíð/ i8 gallerí
Til 21. ágúst 2010. Opið þri.-fö. kl. 11-17, lau. kl. 13-17
og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis.
Anna Jóa
Sýning Elínar Hansdóttur, „Trace“, felur í sér eftirtektarverðar vangaveltur um tengsl veruleika og skynjunar.
Morgunblaðið/Eggert
Lesbók
Google-leitarfyrirtækið er með á prjónunum að koma
öllum bókum heimsins á stafrænt snið og löngu byrjað á
því risaverkefni. Eitt af því sem skera þurfti úr fljótlega
var spurningin hvað bók væri eiginlega og síðan hvernig
hægt væri að nálgast upplýsingar um alla bókatitla
heimsins og á bloggsíðu bókadeildar Google, Google Bo-
oks, er fjallað um þennan vanda.
Eitt af því sem tæknimenn Google gripu til var al-
þjóðleg bókanúmer, ISBN, en sá hængur á að þau hafa
bara verið lýði síðan á sjöunda áratugnum, en bækur
komið út í ríflega þúsund ár (6.000 ár ef við teljum pap-
írusrit Egypta sem bækur).
Einnig kemur fram á téðri bloggsíðu, bookse-
arch.blogspot.com/, að ISBN-númer eru ekki alltaf not-
uð á sama hátt og þannig sé alsiða að margar bækur séu
með sama númer, jafnvel dæmi um 1.5000 bækur með
sama númer og eins hafa númer verið notuð á geisla-
diska og jafnvel boli (a.m.k. ríflega þúsund).
Google hefur því safnað saman upplýsingum úr ýms-
um áttum og þannig náð milljarði skráninga. Þær eru
síðan flokkaðar enn frekar og greindar, tvískráningar
síaðar út og eftir standa um 600 milljón bækur. Enn er
síað og flokkað; leitarforrit greina skráninguna enn
frekar til að leita að tvískráningum, flokkaðar út vit-
leysur eftir því sem unnt er og þá koma upp um 210
milljónir titla, sem er víst breytilegt frá degi til dags.
Burt með allt sem er ekki í bandi, harðspjalda eða kilju
og þá standa ríflega 146 milljónir eftir og síðan þegar
leiðrétt er með tilliti til stakra binda af sama verki kem-
ur út talan 129.864.880. Google-menn hafa dundað sér við að telja bækur.
Google telur bækur heimsins
129.864.880 titlar
Fátt dugir betur til að selja bækur en bókaverðlaun og
hefur sannast á Booker-verðlaununum bresku, enda
tekur sala á þeim bókum sem tilnefndar eru alltaf kipp.
Af þeim bókum sem eru á tilnefningalista verð-
launanna þetta árið hefur bókin The Slap, eða Kinn-
hesturinn, eftir Christos Tsiolkas, selst langbest. Af
bókinni seldust ríflega tvisvar sinnum fleiri eintök en af
næstu bók á sölulistanum, Room eftir Emma Donoghue.
Þess má geta að The Slap var metsölubók í Ástralíu,
heimalandi höfundar, þegar hún kom út 2008 og fékk
samveldisverðlaunin sem bók ársins 2009.
Þrettán bækur eru á tilnefningalistanum og verða
skornar niður 7. september næstkomandi, en þá verður
birtur svonefndur „stuttlisti“.
Ástralski rithöfundurinn Christos Tsiolkas.
Kinnhesturinn selst
Booker-bóka best