Morgunblaðið - 14.01.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 14.01.2010, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 FJÖLDI ríkja hóf í gær undirbún- ing að því að senda hjálparsveitir til Haítí, talið var að íslenska rústabjörgunarsveitin gæti orðið meðal þeirra fyrstu á vettvang. Japanir hafa mikla reynslu af rústabjörgun og segja þarlendir sérfræðingar að mestu skipti að hefjast strax handa, líkur á að finna fólk á lífi minnki hratt þegar fyrsti sólarhringurinn eftir jarð- hræringarnar er á enda. Fólk sem er fast undir rútum er oft slasað og á erfitt með að anda og því brýnt að ná því sem fyrst út. „Inntak aðstoðarinnar breytist með hverri klukkustund sem líð- ur,“ sagði Masanori Hamada, pró- fessor í jarðskjálftaverkfræði við Waseda-háskólann í Tókýó. Annar sérfræðingur, Atsushi Nakano, sagði að í jarðskjálftanum mikla í Kobe 1995, þar sem um 6.000 dóu, hefðu lífslíkur fólks sem lokaðist inni í braki mannvirkja minnkað um fimmtung strax eftir fyrsta daginn. Eftir fjóra daga í rúst- unum voru aðeins um 10% líkur á að fórnarlambið lifði af. Nakano sagði að í Kobe hefðu íbúar á staðnum bjargað um tveim af hverjum þrem sem komust lífs af. Hjálparstofnanir þurfa fyrst að sinna brýnustu þörfum, útvega fólki á svæðinu mat, vatn, lækn- isþjónustu og tjöld. Einnig þarf að vera á varðbergi vegna hættu á gassprengingum og húshruni í eft- irskjálftum. Loks þarf að stemma stigu við félagslegri upplausn, þeg- ar í gær bárust fregnir af ránum á skjálftasvæðinu. kjon@mbl.is Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt til Haítí í gær til að taka þátt í björgunarstarfinu þar vegna jarðskjálftans. Gert var ráð fyrir því að íslenska sveitin yrði á meðal fyrstu erlendu björgunarsveitanna sem kæmu á staðinn. BJÖRGUNARSTARFIÐ Á HAÍTÍ Heimildir: Civil Safety, Delsar Search and Rescue Equipment, IRIS Incorporated Research Institutions for Seismology Lykt Björgunarmenn á staðnum meta hvort óhætt sé að leita í rústunum meðan þjálfaðir hundur finna lykt af lifandi fólki eða líkum. Brak fjarlægt Björgunarmenn senda fólki í rústunum hljóðmerki (3 löng, 3 stutt), setja sperrur á rústirnar og hefjast handa við að fjarlægja brak úr rústunum Skyndihjálp Læknar taka við og sjá til þess að hægt verði að flytja slasað fólk með öruggum hætti á sjúkrahús. Sjón og hljóð Hlustunartækum og ljósmerkjaköplum er komið fyrir á stöðum þar sem hundar hafa fundið lykt af fólki. Hlustað eftir hljóðum frá fólki H A Í T Í 80 km Port-au-Prince Fyrstu dagarnir mikilvægastir Mörg ríki hyggjast veita aðstoð á Haítí Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LJÓST er að geysilegt tjón hefur orðið á mannvirkjum í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í jarðskjálftanum og óttast er að þús- undir manna hafa látið lífið. Upptökin eru talin hafa verið u.þ.b. 16 kílómetra frá borginni og að sögn Alþjóða Rauða krossins búa um 238.000 manns á svæðinu þar sem áhrifin voru mest. Mörg þúsund manns urðu að hírast á götum úti um nóttina, víða munu ræningjar hafa látið greipar sópa í verslunum. Um nóttina söfnuðust þúsundir manna sam- an á torgum, héldust í hendur og sungu sálma, að sögn Guardian. Víða lágu lík og slasað fólk á götunum í gærmorgun þegar birti. Þykkur mökkur af ryki myndaðist yfir borginni og sjónarvottar sögðu frá mikilli skelfingu og ringulreið þegar fólk hljóp út á göturnar en heilu húsin hrundu, þar á meðal verulegur hluti forsetahallarinnar. Forseti landsins, René Preval, og fjölskylda hans eru sögð heil á húfi. Aðalstöðvar fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans í landinu voru meðal bygg- inga sem hrundu, einnig stjórnarbyggingar, dómkirkja og stór hótel. Hundruð manna gróf- ust undir brakinu og fulltrúi hjálparstofnana kaþólsku kirkjunnar í Port-au-Prince taldi að mörg þúsund manns hlytu að vera látnir, segir í frétt Times. Ástandið var lengi mjög óljóst, ekki síst vegna þess að farsímasamband var stopult og útvarps- og sjónvarpssendingar stöðvuðust. „Það var alger ringulreið“ Skjálftinn varð um 10 á þriðjudagskvöld að ísl. tíma eða um fimmleytið e.h. á Haítí. Joseph Delva, fréttamaður í auðugu úthverfi er nefn- ist Petionville, sagði að þriggja hæða hús hefði hrunið og beitt væri dráttarvél við að fjarlægja brak í leit að fólki í rústunum. „Allt fór að hristast, fólk æpti, hús fóru að hrynja … það er alger ringulreið,“ sagði hann. Henry Bahn, fulltrúi bandaríska landbún- aðarráðuneytisins, var á gangi á leið á hótel sitt þegar jörðin byrjaði að skjálfa. Hann sagð- ist hafa þeyst að húsvegg. „Ég heyrði ægilegan hávaða, hróp og öskur einhvers staðar í fjarska. Himinninn er grár af ryki.“ Bahn seg- ist hafa séð gjá þar sem áður hafi verið nokkur hús. „Hún var full af hrundum veggjum, braki og gaddavír.“ Sungu sálma um nóttina Reuters Hjálp! Maður sem sat fastur í braki við háskólann í höfuðborginni Port-au-Prince. Meðal húsa sem hrundu á Haítí var forsetahöllin en einnig varð mikið tjón í fátækrahverfum þar sem húsin eru mjög ótraust. Óttast er að þúsundir manna hafi farist í hamförunum á þriðjudag og enn fleiri slasast. Harmur Karlmaður í Port-au-Prince með lík dóttur sinnar sem fórst í skjálftanum. Víða lík og illa slasað fólk á götum Port-au- Prince og mikill skortur á neyðaraðstoð HAÍTÍ er vestari helming- urinn af eynni Hispaníólu í Karíbahafi og hefur verið sjálfstætt frá 1804 þegar svartir þrælar undir for- ustu Jean-Jacques Dessal- ines gerðu uppreisn gegn Frökkum. Haítí varð fyrsta evrópska nýlendan í Róm- önsku Ameríku til að öðlast sjálfstæði en síðan hefur saga þjóðarinnar einkennst af hörmungum, bæði af hálfu náttúrunnar, erlendra ríkja, einkum Bandaríkjanna, og innlendra ráða- manna. Á tveim öldum hafa dunið yfir þjóðina minnst 30 valdarán. Bandarískir land- gönguliðar voru sendir á vettvang 1915 og var landið í reynd hernumið til 1934. Óteljandi hvirfilbyljir og öflugir jarðskjálftar hafa einn- ig tekið sinn toll, skjálftinn á þriðjudag var þó líklega sá mesti í tvær aldir. Haítí er núna eitt af fátækustu löndum heims, er algerlega háð erlendri fjárhags- aðstoð og stjórnmálaástandið er afar ótryggt. Nær 40 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu árin veitt aðstoð í landinu og þar er m.a. mörg þúsund manna friðargæslulið sem einkum er skipað Brasilíumönnum. Vúdú og Duvaliers-feðgarnir Haítímenn eru um níu milljónir, langflestir blökkumenn og tala franska mállýsku, kre- ólsku. Flestir eru að nafninu til kaþólskir en forn Afríkutrúarbrögð hafa víða haldið velli og er alþekkt svonefnd vúdú-trú á uppvakninga (zombies). Landið var áður vel gróið en taum- laust skógarhögg og önnur rányrkja hafa vald- ið miklum spjöllum. Læknirinn Francois Duvalier, „Papa Doc“, var einráður forseti frá 1957 til dauðadags í hárri elli 1971 og fór mikið orð af galdrakunn- áttu hans. Hann var snjall í að nýta sér ótta Vesturveldanna við að kommúnismi Fidels Castros myndi breiðast út frá Kúbu og var því ekki reynt að hrófla við honum þótt stjórn- arfarið væri undir lokin í ætt við súrrealisma. Hann tók sér á sínum tíma titilinn Forseti ævi- langt og gerði út alræmdar morðingjasveitir, Tonton Macoutes. Sonur Duvaliers, hinn þéttvaxni „Baby Doc“, tók þá við en var hrakinn frá völdum 1986 og fór í útlegð í Frakklandi þar sem hann kom sér vel fyrir með illa fenginn auð sinn. Eftir stutt lýðræðisskeið hrifsaði herinn völdin 1991 en vegna þrýstings frá Bandaríkj- unum og SÞ var aftur komið á lýðræði 1994 og Jean-Bertrand Aristide tók við forsetaemb- ættinu. En hann var vægast sagt umdeildur og var rekinn frá völdum 2004, nú er við völd René Preval. kjon@mbl.is Löng saga af örbirgð og ókyrrð Lýðveldið Haítí er fá- tækasta land í Ameríku Papa Doc

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.