Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 25

Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 – meira fyrir áskrifendur ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 48 08 9 11 .0 9 Vááá, krakkar!! Andrés og Mikki og Jóakim og Gúffi og allir hinir koma með Disneyblaðinu um hverja einustu helgi! Nýtt blað fyrir börnin, DISNEYBLAÐIÐ, fylgir með Sunnudagsmogganum sem borinn er út með laugardagsblaði Morgunblaðsins. Myndasögur, leikir, þrautir og skemmtun. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Í MORGUN- BLAÐINU 7. janúar birtist grein sem ber yfirskriftina „Trúboð kirkjunnar út úr skól- um“ sem Bjarni Jóns- son, varaformaður Siðmenntar, skrifar. Er þar að finna slíkar órökstuddar að- finnslur og aðdrótt- anir að annað er ekki fært en svara því. Órökstuddur málflutningur eins og „Mér hefur einnig borist til eyrna“, „Einnig hef ég grun um“ og „Ég hef heyrt“ er óvandaður og dæmir sig sjálfur. Auðvelt er að kasta fram skoðunum sínum og sinna samtaka á þennan hátt þótt engin innistæða sé þar á bak við. Í greininni segir Bjarni m.a. „… hefur kirkjan einbeitt sér að troða sér inn í skóla til þess að messa yf- ir öllum börnum…“. Er vandséð hvað Bjarni á þarna við. Sjálfur hef ég starfað sem kennari í fjór- um skólum, auk þess að þekkja vel til annarra skóla og verið nemandi þar á undan og verð ég að segja í fullri einlægni að ég hef ekki hug- mynd um hvað Bjarni er að tala um. Af skrifum Bjarna verður ekki annað lesið en að heimsóknir „kirkjunnar“ í skóla séu svo al- mennar að ekki þurfi að útskýra frekar. Þekki Bjarni til slíkra dæma, sem hann hlýtur að gera, væri eðlilegt að stíla bréfið beint á viðkomandi skólastjóra í stað þess að alhæfa um alla skóla á þann hátt sem hann gerir. Orð Bjarna „að skólar eru ver- aldlegir og eru griðastaður barna frá heimilum þar sem foreldrar hafa mismunandi lífsskoðanir“ segja kannski allt sem segja þarf um þekkingarleysi Bjarna á skóla- starfi. Hlutverk grunnskólanna er að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu, veita þeim góða alhliða menntun og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Það er einmitt heim- ilið sem á að vera griðastaður barna og hlutverk barnaverndar að bregðast við ef svo er ekki. Einnig skrifar Bjarni: „[Sið- mennt] hefur krafist þess að skól- arnir standi undir nafni að vera veraldlegir skólar fyrir alla – ekki bara börn kristinna.“ Það er með ólíkindum að Siðmennt skuli telja að fræðsla um kristna trú, siðfræði og trúar- bragðafræði skuli ein- göngu vera fyrir börn kristinna. Svo virðist vera að Siðmennt telji að fræðsla um ólíka trú og menningu sé trúboð af hálfu kirkj- unnar. Það er fátt, ef nokkuð, sem hefur meiri áhrif á hugs- anagang, menningu og lífsgildi einstaklings- ins, en trú hans. Er hægt að skilja Palestínumenn og setja sig í þeirra spor án þess að þekkja trú þeirra og lífsgildi? Eða gyðinga? Það er ekki hægt. Því er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr, að kennt sé eftir aðalnámskrá grunnskóla í kristinfræði, siðfræði og trúar- bragðafræði. Í lögum um grunnskóla kemur skýrt fram að skólinn sé fræðslu- stofnun en ekki trúboðsstofnun. Ef kennari fer út fyrir hlutverk sitt sem fræðari og fer að boða trú, eða vantrú ef því er að skipta, þarf skólastjóri að taka sérstaklega á því. Íslenskt skólastarf er faglegt og metnaðargjarnt. Hafi foreldrar eða forráðamenn nemenda önnur gildi en gengur og gerist eða aðra trú en þá kristnu trú sem yfir 90% þjóðarinnar kenna sig við, er það þeirra hlutverk að ræða það við sín börn en ekki að koma í veg fyrir að aðrir fái eðlilega og lögbundna fræðslu. Umburðarleysi gagnvart kristinni trú er ekki skynsamleg leið til að efla skilning á milli ólíkra hópa samfélagsins. Fordómar Siðmenntar gagnvart kristinni trú og fagmennsku kenn- ara eru löngu orðnir augljósir og þegar rök þeirra eru úr lausu lofti gripin færi betur á að ritstjórar blaðanna stöðvuðu slíkar greinar. En í þessu sem öðru þurfa for- svarsmenn Siðmenntar ætíð að hafa síðasta orðið og því fróðlegt að sjá hvenær næsta grein birtist. Staðlausir stafir Siðmenntar Eftir Fjalar Frey Einarsson Fjalar Freyr Einarsson » Svo virðist vera að Siðmennt telji að fræðsla um ólíka trú og menningu sé trúboð af hálfu kirkjunnar. Höfundur er grunnskólakennari. Í MORGUN- BLAÐINU í gær gerir Vigdís Hauksdóttir al- þingismaður að um- talsefni tiltekin um- mæli mín sem féllu í beinni sjónvarps- útsendingu 5. janúar sl. í kjölfar þess að for- seti Íslands synjaði svonefndu Icesave- frumvarpi staðfest- ingar. Í tilefni af þessum ummælum hafði blaðamaður Morgunblaðsins samdægurs samband við mig og bað mig um að skýra þessi ummæli nán- ar. Gerði ég það og birtist sú skýring í Morgunblaðinu daginn eftir eða 6. janúar sl. Samt sem áður kýs þingmaðurinn að gera ummælin að sérstöku um- ræðuefni í fyrrgreindri grein sinni. Af því gefna tilefni vil ég ítreka það, sem áður hefur komið fram, að ég veit ekki til þess að fyrir liggi neitt vilyrði, hvorki skriflegt né munnlegt, af hálfu breskra eða hollenskra yf- irvalda um að samningarnir, sem hér um ræðir, verði teknir upp að nýju. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að af pólitískum ástæð- um kynni það í framtíð- inni að reynast erfiðara fyrir íslensk stjórnvöld að freista þess að fá samningunum breytt, með samþykki Breta og Hollendinga, ef meiri- hluti Íslendinga hefði samþykkt fyrirliggj- andi frumvarp, sem nú er orðið að lögum, í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þess vegna tel ég æskileg- ast að reynt verði að leysa málið á þverpólitískum grundvelli, án þess að til þjóðaratkvæðis komi. Þingmanni svarað Eftir Eirík Tómasson Eiríkur Tómasson »Æskilegast er að reynt verði að leysa málið á þverpólitískum grunni án þjóðarat- kvæðis. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. UM MIÐJAN sjö- unda áratug síðustu aldar varð ljóst að stefndi í ofveiði sjáv- arafla víða um heim, þar á meðal hér við land. Hér var fljótt brugðist við þessu. Heildarveiðar voru takmarkaðar við ákveðið magn. Þessi aðferð, skrap- dagakerfið, hafði vankanta. 1) Erfitt var að stöðva veiðar í tæka tíð fyrir hverja fisktegund, þar sem veiðar tegunda blandast saman. 2) Keppst var við að ná sem mestu af verðmætustu tegund- unum sem fyrst og síðari hluta árs urðu menn því að halda sig við skrapið. 3) Ásókn varð í ný og stærri skip til þess að ná sem mestu af verð- mætustu tegundunum á kostnað annarra. 4) Fiskvinnslan átti örðugt upp- dráttar. Of mikið barst á land á ákveðnum tímum og aflinn nýttist ekki sem skyldi. Skrapvinnslan síð- ari hluta árs var óhagkvæm. 5) Markaðsstarf var erfitt þar sem margir markaðir gera kröfu um stöðugt framboð. Stundum var ekki hægt að nýta bestu tækifærin. Óhagkvæmni skrapdagakerfisins óx með stækkun flotans og upp úr 1980 var mönnum orðið ljóst að breytinga var þörf. Sæmileg sam- staða varð innan sjávarútvegsins um að betra væri að skipta heim- ildum til veiða niður á skip. Á þann hátt væri hægt að skipuleggja veið- arnar þannig að hæfilegt magn bærist að landi á hverjum tíma. Þannig væri hægt að nýta aflann vel. Ný lög voru sett 1983 um út- hlutun aflaheimilda á hvert skip, samkvæmt veiðireynslu þess. Á þeim tíma datt engum á hug að það væri óeðlilegt að þeir sem höfðu nýtt fiski- miðin, höfðu veiðitæk- in og reynsluna fengju aflaheimildirnar. Það er síðari tíma uppfinn- ing. Og það er næsta öruggt að ef nú ætti að byrja að úthluta veiðiheim- ildum yrði það gert á svipaðan hátt. Ekki kom heldur til greina að leggja gjald á kvótann, einfaldlega vegna þess að með kvótasetning- unni var ekki verið að afhenda ný réttindi, heldur var verið að tak- marka þann rétt sem menn höfðu haft. Í lögunum frá 1983 voru und- antekningar sem fljótt voru mis- notaðar og varð til þess að lögin í heild voru tekin til endurskoðunar 1990. Fjölmennur hópur úr ýmsum áttum sem að þeirri endurskoðun kom sá ekki hagkvæmari leið en að úthluta kvóta á hvert skip sem stundað hafði veiðar og hafnaði hugmyndum um að tengja afla- heimildir að hluta við byggðarlög. Opnað var fyrir framsal aflaheim- ilda og síðar var lögum breytt þannig að framsal aflaheimilda var auðveldað. Þetta hefur leitt til við- skipta með kvóta, sem oft má jafna við brask. Þessu verður að breyta. Aflaheimildir verða í meginatriðum að vera til þess að nota þær, en ekki selja. Í stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar er svo ráð fyrir gert að allar aflaheimildir verði afskrifaðar á árabili. Þetta verði til að auka ný- liðun og veita fleirum aðgang að þjóðareigninni. Margir þeir sem best þekkja til í sjávarútvegi telja að þetta yrði sjávarútveginum mik- ið áfall og eftir nokkur ár yrði hann varla svipur hjá sjón. Staðan yrði orðin þannig um það leyti sem af- borganir af Icesave hæfust, einmitt þegar þjóðin þyrfti á öllu að halda til þess að standa í skilum. Það væri bagalegt, ekki síst ef orkuiðn- aðurinn verður lamaður, eins og margt bendir til. Líklegt er að þeir sem best þekkja til hafi eitthvað til síns máls. Það ætti því að fara var- lega. Þess er svo líka að gæta að tekjur sjómanna eru hlutfall af tekjum útgerðar og afskrift afla- heimilda er því líka afskrift tekna sjómanna. Það er óhugsandi að rík- isstjórnin ætli sér að afskrifa tekjur einnar stéttar fremur en annarra. Fleiri verði að fylgja. Ríkisstjórnin þarf ekki endilega að hætta við áform sín. Hins vegar er það varla til of mikils mælst að hún fari varlega. Geri tilraun í smáum stíl áður en hún teflir einni mikilvægustu atvinnugrein lands- ins í tvísýnu. Starfsemi hins op- inbera skapar mikil verðmæti hér á landi. Úr þessari auðlind veita stjórnvöld störf á báða bóga, ókeypis. Og færri fá en vilja. Það myndi væntanlega auka nýliðun og veita fleiri mönnum aðgang að þessum störfum ef þau væru af- skrifuð á sama hátt og fyrirhugað er í sjávarútvegi. Æskilegt væri að gera tilraun með að afskrifa störf á tiltölulega litlum opinberum vinnu- stað, sem ekki hefði úrslitaþýðingu um þjóðarhag. Sú tilraun þarf varla að standa lengi. Væntanlega kæmi í ljós innan fárra ára hvort hún gengur upp. Tilraunastarfsemi í sjávarútvegi Eftir Árna Benediktsson » Aflaheimildir verða í meginatriðum að vera til þess að nota þær, en ekki selja. Árni Benediktsson Höfundur starfaði í sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.