Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 1

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 24. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu «FRUMSÝNING SVEPPI LEIKUR ALGJÖRAN SVEPPA 6 Eftir Baldur Arnarson og Hlyn Orra Stefánsson „ÞETTA var ekki samningafundur og það stóð svo sem aldrei til að menn færu að reyna að leysa málið en ég held engu að síður að hann hafi verið gagnlegur og að staðan hafi skýrst, og að báðar aðilar átti sig betur á stöðu mála,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra skömmu fyrir miðnætti í nótt eftir heimkomuna af fundi með Bret- um og Hollendingum í Haag í gær. „Ég held að menn hafi áttað sig betur á því hvernig báðir aðilar meta stöðu málsins, þeim áhyggjum sem menn hafa og þeim möguleikum sem kunna að vera í stöðunni að vissum forsendum uppfylltum.“ Aðspurður hvort greina megi af- stöðubreytingu hjá Hollendingum í kjölfar synjunar forsetans á Icesave- lögunum segir Steingrímur þá „auð- vitað hafa áhyggjur af þessari stöðu“. „Þeir vilja gjarnan að þetta mál leysist um leið og þeir vilja fara varlega, vegna þess að þeir vilja skiljanlega ekki blandast inn í við- kvæma pólitíska stöðu á Íslandi og viðkvæmt ferli í aðdraganda þjóð- aratkvæða- greiðslu.“ Steingrímur er orðvar þegar hann er inntur nánar eftir umræðuefnum, á borð við vaxtastig, en getur þess þó að af viðbrögðum Hollendinga megi ráða að „engum dyrum hafi verið lokað“. „Þeir hafa áhyggjur af þess- ari stöðu. Ég held að það sé óhætt að segja það. En ég ætla ekkert að túlka það eða útskýra.“ „Auðvitað veltu menn vöngum yfir möguleikunum frá báðum hliðum og því svigrúmi sem menn hafa hug- mynd um að sé til staðar. En þetta var ekki samningafundur og málin voru ekki rædd á þeim nótum að menn væru að þreifa fyrir sér með formlegum hætti.“ Steingrímur segir alla sammála um að það þurfi að skýrast mjög hratt í framhaldinu af þessum fundi hvort meira verður reynt fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna. „Það er lítill tími til stefnu. Það eru allir sammála um það.“ Hollendingar hafa ekki lokað dyrum Hafa áhyggur af stöðunni í Icesave-málinu eftir synjunina Í HNOTSKURN »Fundinn sátu fyrir Ís-lands hönd þeir Stein- grímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sig- mundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar. »Þá var fulltrúi ÖssurarSkarphéðinssonar við- staddur sem og Paul My- ners, bankamálaráðherra Bretlands.  Halda fast í kröfuna | 2 Nánast allar æfingar íslenska landsliðsins í handbolta hefjast með fótbolta- keppni þar sem ungir leika gegn þeim eldri. Á meðan þjóðin nagaði á sér neglurnar af spennu gleymdu landsliðsmennirnir öllu ytra áreiti í hörkufót- boltaleik í Vín í gær. Sturla Ásgeirsson hreinsar hér frá marki eins og gamal- reyndur hægri bakvörður áður en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Gústavsson ná til hans. Þess má einnig geta, fyrir þá sem ekki vita, að Ísland leikur gegn heims- og ólympíumeistaraliði Frakklands í dag kl. 13 í undan- úrslitum Evrópumótsins. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is. STRÁKARNIR OKKAR GLEYMDU SÉR Í FÓTBOLTANUM Morgunblaðið/Kristinn  Arnór Atlason, stórskytta ís- lenska handknattleiksliðsins, er í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag. Arnór, sem hefur farið á kost- um úti í Vínarborg á Evrópu- mótinu, vill meina að silfrið á Ól- ympíuleikunum hafi ekki verið heppni, liðið sé einfaldlega helvíti gott, svo notuð séu hans eigin orð. „Það þýðir ekkert að vera bara sáttur við að ná árangri, það verður að gera það að lífsstíl,“ segir Arnór sem hefur átt í hnjámeiðslum og þurft að fara í stóra aðgerð. Hann segist hafa verið á báðum áttum um hvort hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið. Var á báðum áttum um hvort hann ætti að gefa kost á sér  Yfirheyrslur yfir fjórum Ís- lendingum sem grunaðir eru um stórfelld brot á lögum um gjald- eyrisviðskipti stóðu fram á nótt. Mennirnir eru taldir hafa farið framhjá gjaldeyrishöftum og eru viðskiptin talin hafa skapað verulegan hagnað fyrir fjórmenn- ingana og um hundrað umbjóð- endur þeirra. Hin meintu ólöglegu viðskipti nema 13 milljörðum króna og eru talin hafa unnið gegn til- raunum stjórnvalda og Seðlabank- ans til að styðja við gengi krón- unnar. Mennirnir eru grunaðir um að hafa tekið við gjaldeyri í gegn- um sænskt fyrirtæki og haft milli- göngu um kaup á íslenskum krón- um á aflandsmarkaði, þar sem verð þeirra var 15-40% lægra en hér á landi. Hámarksrefsing við brotum af þessu tagi getur verið tvö ár. »6 Grunaðir um stórfelld brot „ÞAÐ kom á daginn að það er alveg hægt að ræða við þessa menn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um fundinn með Bretum og Hollend- ingum. Hann segist eftir fundinn vera bjartsýnn á að hægt verði að ná nýjum samningum sem verði hag- stæðari fyrir okkur Íslendinga. Geta ekki úttalað sig Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á að hægt sé að ná árangri í málinu. „Vilji er allt sem þarf. Þetta mál er á viðkvæmu stigi og það er ekki hægt að úttala sig um allt það sem menn eru að hugsa um. Menn verða auðvitað að geta þreifað á ýmsum sviðsmyndum sem eru dregnar upp án þess að úttala sig um þær. Þau skilaboð sem ég fór með inn á þenn- an fund eru nákvæmlega þau sömu og við höfum talað fyrir hér heima. Þetta var ekki samningafundur,“ sagði Bjarni. Vongóðir í kjölfar fundarins „Hægt að tala við þessa menn“ «HEIMAÞJÓNUSTA SNÝST UM AÐ BÆTA LÍFSGÆÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.