Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 4

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Eftir Andra Karl andri@mbl.is SANNKALLAÐ handknattleiksæði hefur heltekið íslensku þjóðina. Sama hvar komið er ræða menn um gengi ís- lenska landsliðsins á Evrópumótinu í Austurríki og ef áhorfstölur Capacent eru skoðaðar sést hversu stór hluti þjóðarinnar fylgist með á skjánum. Flestir horfðu á leik Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni en þá var uppsafnað áhorf 81,7%. Til saman- burðar má nefna að uppsafnað áhorf á áramótaskaupið síðasta var 78% og árið 2008 var það 82,2%. Landsleik- urinn kemst þó ekki með tærnar þar sem Evróvisjón hefur hælana. Fátt virðist sameina þjóðina betur og upp- safnað áhorf á framlag Jóhönnu Guð- rúnar var 92%. Úrslitakeppni Evr- óvisjón árið 2008 fékk einnig gífurlegt áhorf, eða 91%. Verður met sett í dag? Þó að mest áhorf hafi verið á leik Íslands og Danmerkur er það einnig mikið á aðra leiki liðsins. Þannig mældist um 70% uppsafnað áhorf á leik Íslands og Noregs. Taka ber fram að hann var leikinn um miðjan virkan dag, og ljóst að ekki höfðu allir sem vildu kost á að sjá hann. Til samanburðar var leikurinn gegn Dönum kl. 19.15 að kvöldi laugar- dags. Áhorf á leiki Íslands og Króat- íu og Íslands og Rússlands mældist svo 67% og 66%. Þessar tölur eru ekki síst athygl- isverðar ef skoðað er uppsafnað áhorf á tvo síðustu leiki Íslands á Ól- ympíuleikunum í Peking. Í undan- úrslitum lék íslenska liðið gegn því spænska í hádeginu á föstudegi og var uppsafnað áhorf 73%. Áhorf á sjálfan úrslitaleikinn var litlu minna, 66%, en hafa verður í huga að hann var leikinn kl. 7.45 að íslenskum tíma. En það eru ekki aðeins íslensku strákarnir sem vekja áhuga því leik- ir annarra liða hafa fengið mikið áhorf. Þannig mældist uppsafnað áhorf 44,1% á leik Serbíu og Dan- merkur og í aldurshópnum 12-49 ára mældist 46% áhorf á leik Aust- urríkis og Serba. Klukkan eitt í dag verður flautað til leiks í viðureign Íslendinga og Frakka. Allar líkur eru á því að áhorf verði ívið meira en á leik Ís- lendinga og Dana en alls óvíst að það slái met Evróvisjón. Meira horft á handbolta en Skaupið  Áhorf á leiki Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik hefur að meðaltali verið meira en á úr- slitaleikinn í Peking Auðvelt er að geta sér til um hvað Íslendingar hafast að klukkan 13 í dag Sjónvarpshorf á leiki Íslands á EM % 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 19. jan. kl. 19.15 Ísland- Serbía 21. jan. kl. 17.00 Austurr.- Ísland 23. jan. kl. 19.15 Danm.- Ísland 25. jan. kl. 15.00 Króatía- Ísland 26. jan. kl. 15.00 Rússl.- Ísland 28. jan. kl. 15.00 Noregur- Ísland Uppsafnað áhorf Áhorf á aðra viðburði 74,9 % 69,4 % 81,7 % 67 % 66 % 70 % Mesta áhorf frá upphafi rafrænna mælinga EURO- VISION 16.maí 2009 Ára- móta- skaup 2008 Ára- móta- skaup 2009 ÓL 2008 Ísland- Frakkl. EM 2010 66 % 78 % 82,2 % 92 % Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ sem er ánægjulegt við þenn- an fund er að hagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta á rekstrarárinu frá september 2008 til september 2009 er góður. Það er verulegur við- snúningur og jákvæð þróun. Fyrir utan skuldir, sem öll fyrirtæki landsins eru að berjast við í dag, er rekstrarniðurstaðan mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, varaformaður í Útvarpsráði, um af- komu Ríkisútvarpsins á síðasta rekstrarári. „Það sýnir sig að þær ráðstafanir sem gripið var til í kjölfar hrunsins, þegar okkur var ljóst að við þyrftum að skera niður og breyta, hafa skilað árangri. Þá var farið í verulega hag- ræðingu hjá RÚV, meðal annars með sameiningu fréttastofanna. Sumt af því er mjög jákvætt og ann- að mjög erfitt eins og uppsagnirnar [...] Ég gæti trúað því að rekstrar- niðurstaðan, ef horft er framhjá aukinni skuldasöfnun, þróun sem hefur verið hjá öllum fyrirtækjum, sé jákvæð. Ég tel að stjórnendur RÚV hafi staðið sig frábærlega.“ Ekki skorið meira niður – Þarf að skera meira niður? „Nei. Ég tel að þær ráðstafanir sem við gripum til núna og búið er að kynna muni eins og útlitið er duga til þess að við höldum okkur vel innan ramma fjárlaga.“ – Hvað viltu segja um þá hörðu gagnrýni sem beinst hefur að Páli Magnússyni útvarpsstjóra að hann sé ekki maður menningarinnar? „Mér finnst þessi gagnrýni að mörgu leyti byggjast á mikilli van- þekkingu. Samstarf stjórnar og Páls hefur verið afar farsælt og vafalaust er verið að taka umdeildar ákvarð- anir. Hvernig getum við komist hjá því að þær ákvarðanir sem eru tekn- ar af stjórnendum RÚV á þessum tímum verði umdeildar? Ég bjóst við meiri umræðu um allar þær uppsagnir sem við höfum þurft að grípa til og eru erfiðar. Hvað varðar hitt atriðið sem snýr að magni aðkeypts íslensks efnis þá er gagnrýni á þann þátt hlutur sem menn hafa kannski farið of fljótt af stað með vegna þess að það liggur ekki fyrir hvernig það verður út- fært. Páll er fyrst og fremst að horfa á stofnun sem á að reka og hann ber ábyrgð á því að halda henni innan ramma fjárlaga og þá verðum við að horfa á þá þætti sem eru dýrir í framleiðslu. Og fyrst og síðast er hann að reyna að komast hjá upp- sögnum á þessum erfiðu tímum. Og þá hlýtur það að bitna á öðrum liðum og það var vitað og það var kynnt. Þessi niðurstaða var kynnt um leið og við sáum frumvarp til fjárlaga og síðar samþykkt fjárlög. Við fórum vel yfir hvaða leiðir væru færar vegna þess að við vorum búin að skera svo mikið niður áður. Síðan voru þær ráðstafanir sem við sáum að við þurftum að grípa til kynntar mjög vel fyrir ráðherrum, alþingismönnum, menntamála- og fjárlaganefnd. Þannig að þegar þingmenn tóku endanlega afstöðu vissu þeir vel í hvað stefndi. Ég tel að við þær aðstæður sem RÚV býr við í dag hafi stjórnendur RÚV brugðist vel og rétt við.“ „Verulegur viðsnúningur“  Varaformaður útvarpsráðs telur gagnrýni á afstöðu útvarpsstjóra til menning- armála byggða á vanþekkingu  Sársaukafullur niðurskurður óhjákvæmilegur Morgunblaðið/Heiddi Aðalfundur Svanhildur Kaaber, formaður útvarpsráðs, Páll Magnússon útvarpsstjóri ásamt fundarritara á aðalfundinum í Efstaleitinu í gær. „SALA gæti orðið treg og eigendur þurft að slá talsvert af verði ef fjöldi stærri eigna kemur á markað í einu,“ segir Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali hjá Fast- eignamarkaðnum ehf. Í fyrradag var skrifað undir samning um kaup félags í eigu dvalarheimilisins Grundar á þrem- ur íbúðablokkum í Mörkinni í Reykjavík af Landsbankanum. Í blokkunum eru 78 lúxusíbúðir. Fyr- ir 80 fermetra íbúð er greitt 7,9 milljóna króna íbúðaréttargjald, sem verður endurgreitt við lok samnings, auk 116 þúsund króna leigu á mánuði. Ætla má að þeir sem vilja flytja sig í Mörkina séu fólk sem býr til dæmis í einbýlis- eða raðhúsum en sala á slíkum eignum hefur verið fremur hæg undanfarið „Fólk sem fer þarna inn gæti þurft að selja sínar eignir með einhverjum afföll- um. Fasteignaverð hefur lækkað og hefur ekki enn náð botni. Þetta á ekki síst við um stærri eignir. Markaðurinn hefur dregist veru- lega saman og langt er í að hann taki við sér að nýju. Ungt fólk á erf- iðara en áður með að fjármagna kaup á fyrstu íbúð. Það gengur upp markaðinn og veldur tregari sölu stærri eigna,“ segir Jón. sbs@mbl.is Grundarblokkin getur valdið verðfalli Í Mörkinni Fjölbýlishúsin við Suð- urlandsbraut sem elliheimilið Grund hefur fest kaup á. TALSMENN íslenskra ferðaskrif- stofa segja að þeir hefðu vel getað sent tvær til þrjár fullar vélar til Vínarborgar vegna undanúrslita- leikja EM í dag og úrslitanna á morgun, en erfiðlega gekk að út- vega miða á leikina og því gátu að- eins um 200 manns keypt pakka- ferð að þessu sinni. Úrval-Útsýn varð að hætta við sölu á miðum, þar sem ekki fengust nógu margir frá Vín. Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ÍT ferða, segir að þetta sé grátlegt, því mikill áhugi hafi verið á tilboðinu og yfir 200 manns hafi verið á biðlista. Björn Guðmundsson hjá Vita og Þorsteinn Guðjónsson hjá ÚÚ tóku í sama streng. steinthor@mbl.is Færri komast en vilja til Vínar Páll Magnússon útvarpsstjóri segir hagræðingu hafa skilað sér. „Fyrir um ári, um áramótin næst- síðustu, beint í kjölfar hrunsins, gripum við til mjög umfangsmikilla hagræðingaraðgerða upp á samtals 700 milljónir á ári. Það voru um 16% af rekstrarkostnaði sem við spöruðum. Þetta þýddi að þegar þessar hagræðingaraðgerðir voru komnar til framkvæmda, sem var á vormánuðum 2009, tókst okkur að snúa tapi í hagnað.“ Að sögn Páls var afkoman á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins frá september 2008 til september 2009 365 milljónir í tap en á seinni hluta ársins tókst að koma þessari tölu í hagnað upp á 94 milljónir þannig að endanlegt tap hljóðaði upp á 271 milljón. „Afkomubatinn á milli ára er mik- ill. Rekstrarárið 2007 til 2008 var afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði neikvæð um 69 milljónir, en hún var jákvæð fyrir fjármagnsliði fyrir síð- asta rekstrarár upp á 628 milljónir, það er hagnaðurinn fyrir fjár- magnsliði. Þetta er bati upp á 700 milljónir króna á milli ára.“ 700 milljóna króna bati á milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.