Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÓRIR Íslendingar voru yfir- heyrðir í gær af efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra grunaðir um stórfelld brot gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti. Mennirnir eru taldir hafa stjórnað sænsku fyrirtæki, Aserta AB, sem hafi tekið við er- lendum gjaldeyri og haft milli- göngu um kaup á íslenskum krón- um á aflandsmarkaði fyrir um 100 einstaklinga og fyrirtæki. Eru þeir grunaðir um að hafa farið framhjá gjaldeyrishöftunum með málamyndagerningum af ýmsu tagi. Hin meintu ólöglegu viðskipti nema 13 milljörðum króna, en þar sem gengi krónunnar var 15-40% lægra á aflandsmarkaði en hér á landi eru þeir taldir hafa hagnast verulega á viðskiptunum. Einnig er til skoðunar hugsanlegt pen- ingaþvætti, skattalagabrot og fleira. Lækkar gengi krónunnar Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, bendir á að ef rétt reynist séu viðskiptin það umfangsmikil að líklegt sé að þau hafi unnið gegn tilraunum stjórnvalda og Seðlabankans til að halda uppi genginu. Undir það tekur Ingibjörg Guð- bjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, sem ásamt þeim Helga og Gunn- ari Andersen, forstjóra Fjármála- eftirlitsins, sagði frá málinu á blaðamannafundi í gær. Hinir meintu brotamenn eru Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Ólafur Sigmundsson og Markús Máni Michaelsson. Þeir eru allir búsettir í Bretlandi og höfðu starfað áður við fjármál. Þrír þeirra unnu saman hjá Straumi fjárfestingarbanka, en í tilkynningu frá bankanum er bent á að ekkert bendi til þess að þeir hafi brotið af sér á meðan þeir voru starfsmenn hans. Fyrir félaginu Aserta eru skráðir tveir útlendingar, annar frá Guernsey og hinn franskur. Þeir starfa hjá félagi sem er skráð í Genf í Sviss. Fjórmenn- ingarnir eru hins vegar taldir vera raunverulegir stjórnendur Aserta. Líklega ekki í gæsluvarðhald Yfirheyrslur stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær, og sagðist Helgi Magnús gera ráð fyrir að þær stæðu fram yfir miðnætti. Unnið yrði áfram í málinu næstu daga, og fjórmenn- ingarnir svo aftur teknir til yfir- heyrslu. Hann sagði ólíklegt að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Húsleitir voru gerðar á fjórum heimilum og einni starfsstöð í gær. Í þeim tóku þátt um 30 starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, Seðlabank- ans, Fjármálaeftirlitsins, lögreglu höfuðborgarsvæðisins o.fl. Á blaðamannafundinum kom fram að íslensk stjórnvöld hefðu notið aðstoðar sænskra yfirvalda við rannsókn málsins. Hundruð milljóna kyrrsett Heildarveltan á reikningum Aserta AB og tengdra félaga var 48 milljarðar á því tímabili sem rannsóknin nær til, frá lokum nóvember 2008 og fram í byrjun október 2009, en meint brot snú- ast eins og áður sagði um við- skipti sem nema 13 milljörðum. Það eru tæp 7% af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði á þessum tíma. Stærstu einstöku viðskiptin eru í kringum einn milljarð. Helgi Magnús sagði að unnið hefði verið að upptöku ávinnings af þessum brotum með kyrrsetn- ingum hér og erlendis í samvinnu við sænsk lögregluyfirvöld. Búið væri að kyrrsetja einhver hundr- uð milljóna króna. Á blaðamannafundinum kom fram að málið væri eitt af 26 sem Seðlabankinn hefði þegar tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um, og eitt af átta málum sem kærð hefðu verið til lögreglunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málið kynnt Fram kom að málið sé eitt af 26 sem Seðlabankinn hafi þegar tilkynnt Fjármálaeftirlitinu og eitt af átta málum sem hafa verið kærð. Taldir hafa veikt gengið  Fjórir karlmenn eru grunaðir um stórfelld brot gegn lögum um gjaldeyris- viðskipti  Grunaðir um að hafa keypt gjaldeyri fyrir um 100 einstaklinga Gj al de yr ish öf t Leggja inn gjaldeyri hjá Aserta AB2 Aserta AB í Svíþjóð kaupir aflands- krónur á 15-40% lægra gengi en gildir hér 3 Aserta AB millifærir krónur á íslenska reikninga4 Einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi afla gjaldeyris, ýmist með sölu á vörum eða gjaldeyris- yfirfærslu (oft á fölskum forsendum) 1 EUR ISK Frá lokum nóv. 2008 til byrjunar okt. 2009 er talið að um 13 milljarðar króna hafi verið lagðir inn á um 100 fyrirtæki og einstaklinga hérlendis eftir slík viðskipti Gjaldeyrishöft sniðgengin FUNDAÐ var í heilbrigðisráðu- neytinu í gær um niðurskurðarkröfu á Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja (HSS). „Við fengum skýringar á ýmsum atriðum, en það voru nokk- ur atriði sem útaf stóðu og á að skoða betur,“ segir Oddný G. Harðardóttir, einn þing- mannanna sem sátu fundinn. Farið verður yfir þessi atriði og fundað aftur í lok febrúar. Á meðan verður beðið með uppsagnir hjá HSS, segir Oddný, en fréttir hafa verið fluttar af því að 14 starfsmönnum verði sagt upp hjá stofnuninni til að bregðast við 86,5 milljóna króna hag- ræðingarkröfu á árinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suðurkjördæmi lýsa í tilkynningu yf- ir furðu yfir því að hafa ekki verið boðið til fundarins, líkt og stjórnar- þingmönnum í kjördæminu, enda hljóti „að vera árangursríkara að allir þingmenn kjördæmisins komi að mál- inu“. hlynurorri@mbl.is Beðið með uppsagnir á HSS Farið yfir forsendur sparnaðarkröfunnar Oddný Guðbjörg Harðardóttir ALLS 22 daga þíðukafla lauk í fyrrinótt þegar frost fór niður í tvær gráður. Þá hafði ekki fryst í Reykjavík frá 7. janúar sl. Að sögn Einars Svein- björnssonar veð- urfræðings stefn- ir meðalhiti í Reykjavík í það að verða á bilinu +2,6 til 2,7°C en niðurstaðan ræðst af því hvernig viðrar þá daga mán- aðarins sem enn lifa. Spáin er þó al- mennt góð. Hlýrri janúarmánuðir, það er hitastig yfir 2,7 gráður, voru 1947, 1950, 1964, 1972, 1973 og 1987. Þeg- ar hlýjast varð, 1964 frysti af og til í mánuðinum. Helst að 1987 standist þeim í ár snúning, þá gerði sam- felldan leysingakafla frá byrjun jan- úar til loka, þótt einu sinni frysi. „Þetta er mjög sérstakt og út um land eru vegir færir sem á haustdegi sé,“ segir Einar. sbs@mbl.is Löngum og góðum þíðu- kafla er lokið Einar Sveinbjörnsson EKKI fékkst niðurstaða í máli flóttamanna frá Haítí á fundi flóttamannanefndar í gær eins og vonast hafði ver- ið eftir. Nefndin vinnur að beiðni ríkisstjórnarinnar um- sögn um hvort skilyrði séu fyrir hendi til að beita í fyrsta skipti ákvæði í útlendingalögum um hópflótta til að auð- velda móttöku fólks frá Haítí. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir í svari við fyrirspurn flóttamannanefndar yfir efasemdum um að við hæfi sé að beita ákvæðinu, en fyrr í vikunni óskaði nefndin, í samræmi við greinargerð með frumvarpi til laganna sem um ræðir, eftir áliti stofnunarinnar. Mörður Árnason, formaður flóttamannanefndar, ítrek- ar þó að íslensk stjórnvöld, ekki Flóttamannastofnunin, taki ákvörðun í málinu. Hann bendir á að ákvæðinu hafi aldrei verið beitt og því séu engin fordæmi til. Verið sé að fara yfir það með íslenskum fræðimönnum hvort við hæfi sé að beita ákvæðinu, eða verða með öðrum hætti við ósk- um um landvistarleyfi fyrir flóttamenn frá Haítí. Dóms- málaráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir um landvist- arleyfi fyrir fleiri tugi Haítíbúa. Neyðin á Haítí er mikil eftir jarðskjálfta í byrjun árs og leggur Mörður því áherslu á að málið verði afgreitt eins fljótt og hægt er. Vonast hann til að geta skilað rík- isstjórninni niðurstöðu í næstu viku. hlynurorri@mbl.is Óvissa um flóttafólk  Vonast er eftir niðurstöðu í næstu viku í máli flóttamanna frá Haítí.  SÞ telja ekki við hæfi að beita ákvæði um hópflótta. Reuters Eyðilegging Margir eru heimilislausir eftir skjálftana. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14 Næsta listmunauppboð 8. febrúar Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 865-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.