Morgunblaðið - 30.01.2010, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Hörmungar dynja yfir íbúa Haítí
Söfnunarsíminn er
904 1500
eða Leggðu inn á reikning:0342 - 26 - 12
kt. 530269-2649
www.raudikrossinn.is
Þú getur hjálpað!
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
FJÁRHAGSSTAÐA Álftaness get-
ur, að mati Páls Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, haft
áhrif á lánakjör annarra sveitarfé-
laga. „Þegar eitt íslenskt sveitarfé-
lag kemst í veruleg fjárhagsleg
vandræði, þá getur sú vitneskja eðli
málsins samkvæmt haft þau áhrif að
lánardrottnar annarra sveitarfélaga
endurmeta stöðuna gagnvart sínum
skuldunautum,“ segir Páll.
Þessum áhyggjum deilir Sam-
band íslenskra sveitarfélaga, en
stjórnarfundur var haldinn á vegum
sambandsins í gær og voru málefni
Álftaness m.a. tekin fyrir.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir sveitarfélögin vissulega hafa
áhyggjur, þó ekki sé fyllilega ljóst
hve mikil áhrif fjárhagsvandi 2.500
manna sveitarfélags geti haft á öll
hin. „Ég held að almennt séð hljóti
lánardrottnar að horfa á stöðu hvers
sveitarfélags fyrir sig.“
Vilji til að leysa málið
Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga hefur fundað í þessari
viku um tillögur bæjarstjórnar
Álftaness um það hvernig leysa
skuli fjárhagsörðugleikana. Sam-
band íslenskra sveitarfélaga fylgist
vel með þeirri vinnu. Nefndin mun
hittast að nýju fljótlega eftir helgi,
en gert er ráð fyrir að hún skili
sveitastjórnar- og samgöngu-
ráðherra tillögum sínum fyrir næstu
helgi.
Tillögur bæjarstjórnarinnar gera
ráð fyrir margvíslegum leiðum til að
leysa fjárhagsvandann – að hagrætt
verði í rekstri, skuldum breytt í
langtímalán og sveitarfélagið losni
við skuldbindingar vegna leigu-
samninga við Eignarhaldsfélagið
Fasteign, Ris og Búmenn. Þar vega
greiðslurnar til Fasteignar þyngst,
enda virðist ljóst að Álftanes stend-
ur engan veginn undir þeim, þó
veitt hafi verið tímabundin lækkun á
leigu íþróttahúss og sundlaugar.
Halldór segir áhrif vandans sem
fylgi leigusamningunum eiga eftir
að skýrast betur. „Það er verið að
takast á við þetta, en við vitum ekki
hvaða ákvörðun ráðherra tekur,“
segir hann og vísar þar til þess að
ráðherra geti skipað Álftanesi fjár-
hagsstjórn. „Okkar hlutverk nú er
að aðstoða ráðuneytið og Álftanes
eftir bestu föngum og reyna að
tryggja að allir kraftar sem mögu-
lega geta nýst í þessu verði nýttir.“
Öruggt megi þó telja að ríkið verði
að koma Álftanesi til aðstoðar, þó
ekki liggi fyrir hvort æskilegra sé
að aðstoðin verði í formi lántöku eða
eignaraðildar.
Hefðbundar innheimtuaðgerðir
Standi Álftanes ekki í skilum seg-
ir Bergur Hauksson, framkvæmda-
stjóri Fasteignar, það vissulega
hafa áhrif á félagið. Það muni þó
ekki valda gjaldþroti. „Það verður
einfaldlega farið í hefðbundnar inn-
heimtuaðgerðir,“ segir hann og
bendir á að Fasteign sé með veð í
eigninni.
Vilji allra sé þó að leysa málið
með öðrum hætti. „Þeir [bæjar-
stjórnin] hafa fundað með okkur,“
segir hann og staðfestir að uppkaup
á sundlaug og íþróttahúsi séu meðal
þeirra tillagna sem sveitarfélagið
hafi sett fram. Engar formlegar við-
ræður hafi þó farið fram um málið
og svo verði ekki fyrr en eftirlits-
nefnd um fjármál sveitarfélaga skili
ráðherra tillögum sínum. „Það verð-
ur bara að skoða þær lausnir sem
bestar reynast og ég held að það sé
vilji allra.“
Þörf á aðstoð ríkis
Líklegt talið að ríkið verði að koma að málum Álftaness
Erlendir lánardrottnar sveitarfélaga fylgjast með stöðunni
PÁLL Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu, bendir á að innlendir og erlendir lánardrottnar líti málin ekki
sömu augum. Ræða megi málin við þá innlendu, sem hafi bæði þekkingu og
skilning á aðstæðum, „en ég held að það sé ljóst að erlendir lánardrottnar
sjá Ísland í öðru ljósi,“ segir hann.
Enn sem komið er hafi fregnir af fjárhagsörðugleikum ekki haft áhrif á
lánakjörin. Páll kveðst þó hafa haft vitneskju um að erlendir lánadrottnar
fylgist með og hafi leitað frekari upplýsinga um hvað sé að gerast. „Og það
staðfestir þessa tilfinningu sem við fengum strax, að við verðum að horfa
blákalt framan í þá staðreynd að vandamál Álftaness enda ekkert við mörk
sveitarfélagsins.“
Vandinn út fyrir mörk sveitarfélagsins
Morgunblaðið/Golli
Í vanda Tillögur bæjarstjórnar Álftaness um það hvernig leysa megi fjárhagsvanda sveitarfélagsins, eru nú til um-
ræðu hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, enda verður vandi sveitarfélagsins að teljast ærinn.
Íslensk sveitarfélög hafa mörg
hver áhyggjur af að fjárhags-
vandi Álftaness hafi áhrif á lána-
kjör þeirra.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
NÝTA á betur kosti Schengen-sam-
starfsins, sem fylgja aðgangi að
gagnabönkum og alþjóðlegu sam-
starfi, til þess að styrkja stöðu lög-
reglu í baráttu við alþjóðlega glæpa-
starfsemi. Þetta er meðal tillagna
vinnuhóps sem Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra skipaði en hon-
um var ætlað að koma með tillögur
um aukið eftirlit með útlendingum til
að sporna við skipulögðum glæpum.
„Það er afar mikilvægt að litið sé til
afbrota útlendinga í heild sinni með
það að markmiði að gripið sé strax
inn í mál áður en erlendir brotamenn
ná að skjóta rótum hér á landi,“ segir
í skýrslunni. Samráðsnefnd lögreglu
og Útlendingastofnunar hefur nú
verið falið að fylgja tillögunum eftir.
173 vísað úr landi
Eftirlit með dvöl útlendinga hér á
landi er í höndum lögreglu. Hægt er
að vísa fólki frá landinu vegna ólög-
mætrar dvalar, brota á útlendinga-
lögum og slíks og í öðru lagi ef við-
komandi hefur afplánað refsingu
erlendis. Þá er hægt að vísa fólki úr
landi vegna öryggis ríkis eða al-
mannahagsmuna. Alls var 173 ein-
staklingum vísað frá Keflavíkurflug-
velli frá 2004 fram á þetta ár.
Starfshópur ráðherrans nefnir
fleira í skýrslu sinni. Má nefna til-
lögu um að komið verði á fót upplýs-
ingagrunni lögreglu og tollgæslu
vegna greiningar og vinnslu töl-
fræðiupplýsinga um afbrot útlend-
inga. Einnig er lagt til að frumkvæði
að brottvísun verði fært til lögreglu
sem undirbúi mál til ákvarðanatöku
hjá Útlendingastofnun. Þar verði
komið upp flýtimeðferð, sem miði að
því að ákvörðun um brottvísun sé
tekin tveimur sólarhringum eftir að
mál berst frá lögreglu.
Lögreglan sé bakhjarl
Að mati starfshópsins þarf að nýta
þvingunarúrræði útlendingalaga
gagnvart þeim sem hingað koma á
fölsuðum skilríkjum. Ef slíkt gerist
eigi að setja fólk í gæsluvarðhald uns
mál skýrist. Þá sé mikilvægt að sam-
félög útlendinga og lögregla starfi
saman svo löghlýðnir finni hver sé
bakhjarl.
Mikilvægt að
grípa strax inn
í glæpamál
Þarf að nýta þvingunarúrræði laga
Morgunblaðið/Eyþór
Lögregla Lagt er til að úrræði lög-
reglu í útlendingamálum verði bætt.
Í HNOTSKURN
» Komið verði á fót upplýs-ingagrunni lögreglu og
tollgæslu vegna greiningar og
vinnslu tölfræðiupplýsinga um
afbrot útlendinga hérlendis.
» Alls var 173 vísað fráKeflavíkurflugvelli frá
2004 fram á þetta ár.
Gagnabanki um glæpi og hraðari
afgreiðsla útlendingamála, er
meðal tillagna starfshóps dóms-
málaráðherra. Taka á mál er-
lendra glæpamanna föstum tök-
um, er tónninn sem er sleginn.
ÓLÖGLEG arðgreiðsla Ásbjörns
Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins, úr fjölskyldufyrirtæki
hans, útgerðarfélaginu Nesveri ehf.,
er til rannsóknar hjá efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra. Rannsókn-
in er samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins á frumstigi og hafa engar
ákvarðanir verið teknar í því máli.
Ekki náðist í Ásbjörn þegar leitað
var eftir því í gær, en í samtali við
Morgunblaðið segir Illugi Gunnars-
son, formaður þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins, að
Ásbjörn hafi gert
allt sem hann geti
til að upplýsa
málið og tryggja
frið um störf
þingmannanefnd-
ar sem fjalla á um
skýrslu rann-
sóknarnefndar
Alþingis. „Mér
finnst hann hafa tekið ábyrga af-
stöðu í málinu,“ segir Illugi.
Ólögleg arðgreiðsla
Ásbjörns rannsökuð
Ásbjörn Óttarsson