Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 20

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Sóknarfæri Íslands Eftir Helga Bjarnason og Bjarna Ólafsson M jög er horft til nýsköpunar í at- vinnulífinu og sprotafyrirtækja sem upp úr þeim jarðvegi spretta við nýja atvinnuuppbyggingu. Ný- sköpunarstarf tekur hins vegar langan tíma og erfitt er að meta árangur fyrr en að mörg- um árum liðnum, þegar afdrif sprotanna hafa ráðist. Þörfin er mikil fyrir nýjar tekjur þjóðar- innar og atvinnu fyrir landsmenn. Þannig vekur Jón Steindór Valdimarsson, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs, athygli á að skapa þurfi 2.000 störf á ári fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn. Á næstu tíu árum þarf því 20 þúsund ný störf og að auki 15 til 17 þús- und störf fyrir þá sem nú þegar eru án vinnu. „Nýsköpun er undirstaða hagvaxtar og tækniframfara,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru meðal mikilvægustu drifkrafta atvinnu- uppbyggingar.“ Hún bætir því við að sagan sýni að nýsköp- un blómstri oftast í kreppu. Betra sé að fá hæft fólk til að vinna við nýsköpun nú en þegar meiri samkeppni var um mannauðinn og ofurlaun voru í boði hjá fjármálafyr- irtækjum. Þá segir hún að innlendir fjár- festar hafi meiri áhuga á fjárfestingum í sprotafyrirtækjum en áður. Svigrúm til endurbóta Kerfið sem byggt hefur verið til að stuðla að rannsóknum, nýsköpun og þróun í at- vinnulífinu er nokkuð umfangsmikið og er á höndum margra. Þannig er Nýsköpunarmiðstöð Íslands með fjölda frumkvöðlasetra og tæknigarða um allt land, ein eða í samvinnu við háskóla og fyrir- tæki. Háskólarnir eru með sín frum- kvöðlasetur og tæknigarða. Margvíslegir sjóðir koma að fjármögnun með styrkjum, hlutafjárkaupum og lánveitingum á ýmsum stigum. Þá vinna Byggðastofnun og fjöldi at- vinnuþróunarfélaga að þessum málefnum, auk einstakra sveitarfélaga, svo helstu leik- endurnir séu nefndir. Jón Steindór Valdimarsson telur að veru- legt svigrúm sé til endurbóta á stoðkerfi ný- sköpunarstarfsins í heild, allt frá skólum til framleiðslu. Bendir hann á að kerfið hafi að hluta til verið byggt upp fyrir atvinnugreinar sem ekki muni standa undir fjölgun starfa á næstu árum. „Við þurfum að sveigja stoðkerfi okkar til að styðja við vaxtargreinar sem geta skapað sem flest vel launuð störf og hjálpa okkur að fá tekjur erlendis frá af fjölbreyttri framleiðslu og þjónustu,“ segir Jón Steindór. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar, vísar til niðurstöðu ráðgjaf- arhóps sem benti á að Íslendingar næðu ekki að gera nógu mikið úr góðum rannsóknum vísindamanna sinna. Vill hann umskapa Ný- sköpunarmiðstöð og stofnanir sem vinna á sama sviði og breyta í tækniyfirfærslu- miðstöð með þessi nýju markmið í öndvegi. Kristján Freyr Kristjánsson hjá frum- kvöðlasetrinu Innovit segir stuðning við sprotafyrirtæki vissulega ágætan, en að sumu leyti sé hann meiri í orði en á borði. „Styrkja- kerfið mætti vera skilvirkara og taka meira mið af viðskiptamöguleikum í stað þess að einblína á nýnæmi viðskiptahugmyndarinnar. Vel er hægt að byggja blómlegt fyrirtæki á hugmynd, sem ef til vill er ekki glæný. Eins og staðan er þurfa sprotafyrirtæki hins vegar að rembast við að vera með eitthvað nýtt, sem er ef til vill ekki nauðsynlegt.“ Bætir hann því við að styrkjakerfið núna einkennist af mörgum litlum styrkjum. „At- huga má hvort heppilegra væri að þeir væru færri en stærri, svo styrkþegar hefðu rýmra svigrúm til þess að þróa hugmyndir sínar og koma undir sig fótunum.“ Nýsköpunargjáin Nýsköpunargjáin hefur lengi verið umtöl- uð, það er að segja skortur á fjármagni til að þróa viðskiptahugmynd þangað til fjárfestar eru til í að taka við henni. Ýmislegt hefur verið gert til að brúa gjána en viðmælendur eru sammála um að betur megi gera ef duga skal. Jón Steindór Valdimarsson segir að sam- keppni sé um styrkina. Hann óttast að þegar skorið er niður í ríkisrekstrinum sæki stofn- anir af meiri þunga á samkeppnissjóði. Það megi ekki verða á kostnað fyrirtækjanna. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar, segir að þörf sé á auknu fjármagni. Mörg sprotafyrirtæki þurfi ekki mikið til að komast af stað og hann telur að fjármagnið sé til. Hann er með hugmyndir um að stofna sjóð þar sem fjárfestum gefist kostur á að leggja til lágar fjárhæðir til fjár- festinga í nýsköpunarfyrirtækjum. Þekkingin nýtist áfram Erfitt er að fá svör um árangur nýsköp- unarstarfsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er rúmlega tveggja ára gömul stofnun sem þó byggist á gömlum grunni. Sigríður Ingv- arsdóttir segir að yfir áttatíu fyrirtæki séu í frumkvöðlasetrum á vegum Nýsköpunar- miðstöðvar, með á þriðja hundrað starfs- menn. Hún segir að vissulega geti verið áhætta fólgin í því að stofna sprotafyrirtæki en tekur fram að ekki eitt einasta fyrirtæki sem hafi vaxið úr grasi í frumkvöðlastarfinu á Keldnaholti hafi orðið gjaldþrota. Sigríður segir að Nýsköpunarmiðstöð leggi mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og með stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki sé verið að lág- marka þessa áhættu. Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) tekur þátt í verkefni í vísindaáætlun Evrópusam- bandsins um mat á árangri rannsóknaverk- efna. Sigurður Björnsson, fagstjóri nýsköp- unar og tækniþróunar, segir að verkefnin taki fimm til tíu ár og verkefni í líftækni enn lengri tíma. Síðan þurfi að fylgjast með fyrir- tækjunum, sjá hvernig þau komist áfram í líf- inu, hvort þau bæti við sig starfsfólki og auki veltu. Því sé erfitt í dag að mæla árangur sjóðs sem tók til starfa 2004. Þó segir hann hægt að benda á nokkur fyrirtæki sem verið hafi með frá byrjun og séu nú að springa út. Þá segir Sigurður að meta þurfi þjóðhags- legan ávinning. Bendir hann á að ekki nái all- ir sprotar vexti sem sáð er til. „Jafnvel þótt fyrirtæki hætti situr eftir ákveðin þekking hjá starfsfólki sem nýtist áfram, í öðru fyrir- tæki,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Heiddi Nýsköpun Fjöldi fyrirtækja hefur aðstöðu á frumkvöðlasetrum. Sérfræðingar hjá Nox Medical hafa aðstöðu á Kím - frumkvöðlasetri í heilsutækni til að þróa tæki til svefnrannsókna. Sumir sprotar ná grósku  Skapa þarf tugi þúsunda starfa á næstu árum  Nýsköpunarstarf getur hjálpað til  Frjór jarðvegur í kreppunni Svigrúm talið til endurbóta á fyrirkomulaginu  Sprotarnir þurfa stuðning í langan tíma  Árangurinn kemur ekki í ljós fyrr en afdrif fyrirtækisins eru ráðin  Þótt fyrirtækið misheppnist getur þekkingin nýst áfram Gulleggið er frumkvöðlakeppni Innovit, en keppnin er óvenjuleg að því leyti að hún fer fram í nokkrum stigum. Kristján Freyr Krist- jánsson, sem sér um framkvæmd keppninnar fyrir Innovit, segir hugsunina á bak við hana vera þá að leita ekki aðeins að góðum hug- myndum, heldur hjálpa fólki að koma þeim í verk. „Í fyrstu umferð skilar fólk stuttri lýsingu á hugmyndunum til okkar og við förum yfir þær. Við sendum svo ábendingar um hvernig þróa megi viðskiptaáætlun byggða á viðkom- andi hugmynd. Svo tekur við sex vikna ferli, þar sem hugmyndasmiðirnir geta sótt nám- skeið í hverri viku, þar sem fólk í atvinnulíf- inu fer yfir ýmsa þætti sem varða stofnun fyrirtækja og framkvæmd hugmynda.“ Að þessum sex vikum loknum skila þátt- takendur inn fullmótaðri viðskiptaáætlun, sem lögð er fyrir rýnihóp sérfræðinga. „Tíu bestu áætlanirnar, að mati hópsins, eru valdar og fá frumkvöðlarnir þá hver sinn stuðningsaðila, sem hjálpar þeim að leggja lokahönd á áætlunina og búa til kynningu fyrir dómnefnd.“ Þátttaka hefur aukist ár frá ári. Í fyrstu keppninni voru þátttakendur um 100 talsins, en í ár eru þeir 295. „Við gerðum könnun á því hvernig fólki úr fyrstu tveimur keppn- unum hefur vegnað og starfa nú tuttugu ný fyrirtæki með tæplega 100 manns í vinnu og með um þrjú hundruð milljóna króna veltu samtals. Við erum því mjög ánægð með ár- angurinn,“ segir Kristján. Skiptir öllu að framkvæma hugmyndirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.