Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Þetta helst ...
MIKLAR hrær-
ingar voru á
skuldabréfa-
markaðnum í vik-
unni. Það má
rekja til síðustu
verðbólgumæl-
ingar Hagstof-
unnar. Sam-
kvæmt henni
mældist verð-
bólga í janúar
6,6% á ársgrundvelli en flestir sér-
fræðingar höfðu spáð verðbólguskoti
við upphaf ársins sem myndi svo
vara fram á vor.
Viðbrögð fjárfesta fólust í því að
fara úr verðtryggðum íbúðabréfum
yfir í óverðtryggð ríkisbréf. Sam-
kvæmt skuldabréfavísitölu Gamma
lækkuðu verðtryggð bréf um 2,4% í
vikunni en vísitalan fyrir óverð-
tryggðu bréfin hækkaði um 1,3%.
Segja má að ekkert lát hafi verið á
þróuninni í gær en þá lækkaði vísi-
talan fyrir verðtryggðu bréfin um
0,8% á meðan hún hækkaði um 0,2
fyrir óverðtryggðu bréfin. Heildar-
veltan á skuldabréfamarkaði nam
tæpum níu milljörðum króna í gær.
Sviptingar í
skuldabréf-
unum
Fornt íslenskt rík-
iskuldabréf
TÆPLEGA sex
prósent hagvöxt-
ur var í Banda-
ríkjunum á síð-
asta fjórðungi í
fyrra. Hagvöxtur
hefur ekki mælst
meiri þar í landi í
sex ár. Er þetta
mikill aukning á
milli fjórðunga
en hagvöxtur
mældist 2,2% á ársgrundvelli mán-
uðina á undan. Samkvæmt Financial
Times þá höfðu sérfræðingar spáð
tæplega 5% hagvexti síðustu mánuði
ársins og eru því tölurnar talsvert
umfram væntingar. Þrátt fyrir þenn-
an mikla hagvöxt er talið að hann sé
fyrst og fremst tilkominn vegna
tímabundinna þátta og að hann
muni hægjast á ný á næstunni.
Ekki meiri
hagvöxtur í
sex ár
Bandarísk
eyðslukló
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
HUGSANLEGT er að hluti endur-
fjármögnunar sparisjóðanna fari
fram með þeim hætti að hluta skulda
sjóðanna við Seðlabankann verði
breytt í eigið fé eða víkjandi lán.
Stofnfé verði svo afskrifað að því
marki sem varasjóður viðkomandi
sparisjóðs er neikvæður. Kom þetta
fram í máli Tryggva Pálssonar,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs
Seðlabankans, á fundi efnahags- og
viðskiptaráðuneytis í gær.
Sagði hann að Seðlabankinn
myndi senda samdægurs, þ.e.a.s. í
gær, þeim sparisjóðum bréf, sem
sótt hafa um eiginfjárframlag frá
ríkinu, þar sem reifaðir væru skil-
málar um meðferð á kröfum Seðla-
bankans á hendur sjóðunum. Gangi
sjóðirnir að þessum skilmálum er
gert ráð fyrir því að þeir dragi til
baka umsóknir sínar um eiginfjár-
framlag.
Ekkert bréf borist
Gísli Jafetsson, starfsmaður Sam-
bands sparisjóða, segir hins vegar
ekkert bréf hafa borist til sparisjóða
í gær og að hann viti því ekki ná-
kvæmlega hvað felist í skilmálum
Seðlabankans. „Við fögnum því hins
vegar ef einhver lokalausn á vanda
sparisjóðanna er í sjónmáli.“
Við fall Sparisjóðabankans í mars í
fyrra fluttust innistæður sparisjóða
hjá honum til Seðlabankans. Til mót-
vægis voru kröfur Sparisjóðabank-
ans á hendur sparisjóðunum einnig
fluttar til Seðlabankans, og varð
hann því einn stærsti kröfuhafi
smærri sparisjóða. Hugmyndin er,
eins og áður segir, að breyta hluta
þessara krafna í eigið fé hjá spari-
sjóðunum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun þessi leið hins vegar
ekki duga til að bjarga stærri spari-
sjóðum eins og Byr eða Sparisjóði
Keflavíkur. Þá muni hún ekki fela í
sér neina niðurfellingu eða afskriftir
á skuldum sparisjóðanna.
Skuldbreyting komi
í stað eiginfjárframlags
Morgunblaðið/Ómar
Sparisjóðir Eftir fall Sparisjóðabankans tók Seðlabankinn yfir innstæður
sparisjóðanna í bankanum og sömuleiðis kröfur hans á sjóðina.
Ný hugmynd kynnt
um lausn á vanda
sparisjóðanna
Skuldatryggingaálagið á íslensk rík-
isskuldabréf til fimm ára fór yfir 700
punkta í gær en endaði í 690 stigum.
Nam hækkunin um 40 punktum þeg-
ar verst lét. Þróunin var í takt við
það sem er að gerast á skuldabréfa-
mörkuðum þessa dagana en kastljós
fjárfesta beinist nú að hættunni á
mögulegu greiðslufalli einstakra
ríkja. Grikkland er efst á baugi í
þeim efnum en fjárfestar telja tví-
sýnt hvort stjórnvöldum þar í landi
takist að fjármagna hallarekstur rík-
isins á þessu ári. Ávöxtunarkrafa á
grískum ríkisskuldabréfum hefur
hækkað mikið í þessari viku og hefur
hún aldrei verið hærri borið saman
við þýsk ríkisskuldabréf – sem þykja
þau traustustu á evrusvæðinu – frá
því að Grikkir tóku upp evruna.
Grísk áhrif
á Íslandi
Skuldatryggingálagið
fór yfir 700 stig í gær
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofunnar
var vöruskiptajöfnuðurinn á síðasta ári hag-
stæður um 87 milljarða króna og hefur hann
aldrei verið meiri. Samtals voru fluttar út vörur
fyrir 497 milljarða í fyrra og nam verðmæti inn-
flutnings 410 milljörðum. Þessi hagstæði jöfn-
uður skýrist fyrst og fremst af algeru hruni í
innflutningi en miðað við fast verðlag dróst
verðmæti innfluttra vara saman í fyrra um 35%
frá því árið áður. Verðmæti útflutnings á föstu
verðlagi dróst þó mun minna saman eða um
20%.
Þetta þýðir með öðrum orðum að það er
mikill samdráttur í bæði einkaneyslu og fjár-
festingu hér á landi sem stendur undir hinum
mikla afgangi af vöruskiptum við útlönd. Eins
og fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar
dróst innflutningur saman í öllum flokkum.
Samdrátturinn var kringum 35% í hrá- og
rekstrarvörum, eldsneyti og fjárfest-
ingavörum. Samdráttur í innflutningi á bílum
og öðrum flutningstækjum nam um 50%.
Ljóst má vera að vöruskiptajöfnuðuiinn
hefði litið mun verr út ef verð á hrávörum og
sjávarfangi í erlendri mynt hefði ekki hækkað
umtalsvert frá því í vor. Heimsmarkaðsverð á
áli í dag er um 2200 dalir á tonnið og hefur það
hækkað úr því að vera á bilinu 1600-1800 dalir
á tonnið síðasta sumar. Þróunin á heimsmark-
aðsverði á áli hefur eðli málsins samkvæmt
haldist í hendur við verðþróun á öðrum hrá-
vörum sem hafa hækkað mikið frá því í mars í
fyrra. Til þess að viðskiptajöfnuðurinn haldist í
svipuðum hæðum á þessu ári er mikilvægt að
álverð haldist áfram hátt. Horfurnar á þróun
álverðs byggjast fyrst og fremst á þróunar eft-
irspurnar í hagkerfum heims. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn er til að mynda bjartsýnn á
hagvaxtarhorfurnar yfir heildina í ár en tekur
þó fram í greiningu sinni að hætturnar á því að
ólga á fjármálamörkuðum magnist upp á ný og
grafi þar með undan eftirspurn og hagvexti
séu enn þó nokkrar.
Verðhækkanir á sjávarafurðum
í erlendri mynt
Það sama gildir um sjávarafurðir en afurða-
verð á þeim í erlendri mynt hækkaði umtals-
vert á síðari helmingi ársins í fyrra. Sam-
kvæmt útreikningum greiningarfyrirtækisins
IFS hækkaði afurðaverð sjávarafurða í er-
lendri mynt um 7% frá því í mars í fyrra. Síð-
ustu þrjá mánuði ársins hækkaði verð sjáv-
arafurða um 5,4% og samkvæmt IFS stendur
verðþróun á sjófrystum botnfiskafurðum undir
hækkunum að undanförnu og njóta því útgerð-
ir frystitogara þess. Verð á fiskimjöli er einnig
í sögulegu hámarki þannig að það er mikið í
húfi fyrir útgerðir uppsjávarskipa að loðna
finnist í veiðanlegu magni nú á vetrarvertíðinni
og að gæftir verði góðar þegar kemur að mak-
ríl- og kolmunnaveiðum.
Það ætti jafnframt að bæta horfurnar með
vöruskiptajöfnuðinn á þessu ári að verð á sjáv-
arfangi í erlendri mynt er býsna hátt í sögu-
legu samhengi á sama tíma og vetrarvertíðin
er að bresta á með fullum þunga. Afurðaverðið
í erlendri mynt er nú sambærilegt við það sem
gerðist árið 2006 en á þeim tíma hafði það ekki
verið hærra í tæp fimm ár.
Viðskiptajöfnuðurinn aldrei meiri
Hrun á innflutningi útskýrir hagstæðan viðskiptajöfnuð. Heildarverðmæti útflutnings miðað við fast
verðlag dróst saman um fimmtung í fyrra. Verðmæti sjávarafurða í erlendri mynt fer hækkandi.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
TAP Nýherja á síðasta ári nam alls
686 milljónum króna, en tekjur dróg-
ust saman um fjögur prósent á árinu
og námu um 14,3 milljörðum króna.
Forstjóri fyrirtækisins segir
reksturinn hafa verið afar erfiðan í
fyrra, en aðstæður á íslenskum
markaði hafi einkennst af miklum
samdrætti í eftirspurn. „Tugir millj-
arða króna hafa verið afskrifaðir af
skuldum helstu keppinauta félagsins
og fyrirtækin endurreist í eigu rík-
isbanka. Þessar aðgerðir raska
samkeppnisaðstæðum og afkomu
annarra fyrirtækja á upplýsinga-
tæknimarkaði.“
Eignir drógust saman um 5,3 pró-
sent á árinu og námu í árslok 9,6
milljörðum króna. Langtímaskuldir
hafa minnkað um rúman milljarð og
eru 1,5 milljarður króna, en skamm-
tímaskuldir hafa hins vegar aukist
um 1,3 milljarða og eru 6,8 milljarð-
ar. Alls jukust vaxtaberandi skuldir
fyrirtækisins um rúman hálfan millj-
arð króna og nema nú 5,5 milljörðum
króna.
Segir í tilkynningu að breyttum
aðstæðum hafi verið mætt með ýms-
um aðhaldsaðgerðum, þar á meðal
hafi starfsmenn tekið á sig 10 pró-
senta launalækkun, en einnig hefur
starfsmönnum Nýherja og dóttur-
félögum þess hérlendis fækkað um
nær eitt hundrað.
Tryggingagjaldið þungbært
Þá segir að óvissan um efna-
hagsþróun hér á landi, dráttur á al-
mennum ráðstöfunum gagnvart at-
vinnufyrirtækjum og skortur á
framtíðarsýn um úrlausn stærri
þjóðfélagsmála valdi því að ekki hafi
enn myndast eðlilegt rekstrarum-
hverfi né viðspyrna hjá fyrirtækjum.
Þá séu skattahækkanir á fyrirtæki
og starfsmenn mjög íþyngjandi.
Hækkun tryggingagjalds um 62 pró-
sent á árinu sé byrði fyrir rekstur
þekkingarfyrirtækja, sem hafa á að
skipa hundruðum sérfræðinga. Segir
í tilkynningunni að hækkunin á
tryggingagjaldi þýði á annað hundr-
að milljóna króna í árlega kostnaðar-
hækkunu fyrir Nýherjasamstæðuna.
Heildartap Nýherja í fyrra nam tæpum 690 milljónum króna
Segir rekstrarumhverfi
enn ekki eðlilegt
Morgunblaðið/Sverrir