Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 26
26 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Morgunblaðið/Heiddi Glatt á hjalla Jóhanna sýnir Þórunni hvernig skal handleika pípurnar. Mynd af Einari manni hennar er á borðinu. Jóhanna Pétursdóttir er 85 ára og hefur ekki lengur tök áað sjá um sín daglegu mál sjálf. Hún þiggur þjónustu fráSinnum heimaþjónustunni daglega. „Sami starfsmaður fer til hennar á hverjum morgni en þar að auki eru fjórir einstaklingar sem sjá um að fara til hennar á kvöldin og um helgar. Þeir fá allir upplýsingar sín á milli. Á morgnana aðstoðar starfsmaður frá okkur hana Jóhönnu við að fara á fætur og hjálpar henni við að taka lyfin á réttum tíma. Hún getur ekki farið ein út af heimilinu svo við förum með henni út í búð, verslum fyrir hana og sjáum til þess að það sé alltaf eitthvað til í ísskápnum sem henni finnst gott. Við eldum fyrir hana kvöldmat og berum hann á borð, spjöllum við hana og höldum utan um hversu mikinn vökva hún fær. Eins sjáum við um þrif á heimili hennar, þvottinn, að skipta um á rúmum og hverskonar viðvik sem falla til. Við förum til dæmis með hana í lagningu einu sinni í viku og fótsnyrtingu á nokkurra vikna fresti. Hún tekur þátt í félgsstarfi kirkjunnar og við aðstoðum hana við að fara þangað,“ segir Þórunn sem er ein af þeim sem sinna Jóhönnu. Gott að púa pípurnar „Ég lofa Guð á hverjum degi fyrir það að fá að vera heima hjá mér,“ segir Jóhanna sem er nokkuð hress miðað við aldur og púar pípu sér til gamans, en þær á hún nokkrar. „Ég reyki svo skarpt að pípan hitnar og þá skipti ég og fæ mér aðra. Þegar hún er orðin heit fæ ég mér enn aðra, þess vegna verð ég að eiga fleiri en eina og fleiri en tvær. Ég fór ekki að reykja fyrr en upp úr fimmtugu en Einar maðurinn minn heitinn reykti pípu.“ Jóhanna segist vera afskaplega ánægð með þjónustuna sem hún fær hjá Sinnum heimaþjónustu. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ef ég er ekki ánægð, nú þá kvarta ég bara beint við hana Þórunni,“ segir Jóhanna og hlær en hún hefur glimrandi skopskyn og segist njóta þess þegar Þórunn lítur til hennar á kvöldin „af því hún er svo gamansöm“. Hún kann líka að gera grín að sjálfri sér ekki síður en öðr- um. „Hún er svolítið að grínast enn kerlingin. Það er mikill kostur að hafa svolítið í kollinum,“ segir hún um sjálfa sig og er þakklát fyrir að hafa enn sjón til að sinna prjónaskap og gerir heilmikið af því að prjóna. „Ég er dugleg í öllu, alveg sama hvað það er,“ segir hún og skellihlær. Hún kveður okk- ur með hvatningu um að fara nú varlega í myrkrinu. Gott að fá að vera heima Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Fyrir fólk sem getur af einhverjumástæðum ekki hugsað um sig sjálfter mjög dýrmætt að búa heima.Sumum hentar vissulega best að búa á hjúkrunarheimili eða í öryggisíbúðum en markmið okkar er að bæta valfrelsi eldri borgara og sjúkra og auka þannig lífsgæði þess fólks. Þess vegna leggjum við mikið upp úr persónulegri og samþættri þjónustu. Við leggjum ríka áherslu á það við starfsfólk okk- ar að hafa það ævinlega í huga að þegar við förum inn á heimili erum við þar í boði þeirra sem búa þar. Heimili er ekki stofnun,“ segja þær Ásta Þórarinsdóttir og Þórunn Garðars- dóttir en þær eru burðarásarnir í fyrirtæki sem heitir Sinnum heimaþjónusta. Börn, ungt fólk og eldra fólk Fyrirtækið býður upp á margþætta þjón- ustu fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum þarf á hjálp að halda heima hjá sér við hvers- dagslegar athafnir. „Þetta eru ýmist eldri borgarar, fatlaðir, langveikir eða þeir sem eru sjúkir af ein- hverjum ástæðum. Þessir einstaklingar geta verið á öllum aldri, börn, ungt fólk og aldr- aðir. Skjólstæðingar okkar þurfa líka að fá hjálp við að gera margt utan heimilis, til dæmis að fara í allskonar læknismeðferðir, í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, talþjálfun og sinna ýmsum persónulegum erindum. Okkur finnst að heimaþjónusta eigi að vera þannig að þeg- ar starfsmaður kemur inn á heimili geti hann annast sem flest sem þarf að gera. Stundum dugar vissulega ekki einn starfsmaður en þá er mikilvægt að þeir sem sinna sömu mann- eskjunni séu í góðu sambandi sín á milli og þekki einstaklinginn og þarfir hans vel. Sú þjónusta sem við bjóðum upp á er val- kostur sem okkur finnst mikilvægt að sé fyrir hendi. Fólk vill hafa sjálft eitthvað um það að segja hver kemur heim til þess, hversu oft og hvernig það er gert. Þjónustan sem við veit- um er sem sagt á forsendum þjónustuþegans. Við teljum það hafa jákvæð áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Markmiðið er ævinlega að þjónustuþeginn sé ánægður,“ segja þær Ásta og Þórunn og bæta við að þær sjái meðal annars um að samþætta alla þá þjónustu sem viðkomandi einstaklingur þiggur. „Það er mikill kostur fyrir þjónustuþegann að hafa allt undir einum hatti. Og það er ekki síður gott fyrir aðstandendur að hafa aðeins þetta eina símanúmer okkar sem hægt er að hringja í ef eitthvað er að, hvort sem það tengist innliti, lyfjagjöf, aðhlynningu, þrifum eða einhverju öðru. Fatlaðir, sem oft þurfa mjög fjölbreytta aðstoð, kvarta mest yfir því að of margir aðilar komi inn á heimilið. Við vitum um dæmi þar sem fjörutíu ólíkir ein- staklingar komu inn á heimili fatlaðs manns á einni viku til að sinna þjónustu við hann. Úr þessu viljum við bæta.“ Sumir vilja láta baða sig oftar Þær segjast vinna mikið fyrir sveitar- félögin sem kaupi í mörgum tilvikum þjón- ustu frá Sinnum heimaþjónustu fyrir sína skjólstæðinga en þar að auki vilji sumir ein- staklingar meiri þjónustu en þeir eiga rétt á frá sveitarfélaginu, og þá geta þeir keypt sér viðbótarþjónustu. „Til dæmis finnst sumum ekki nóg að fá böðun einu sinni í viku. Aðrir vilja kannski meiri og annarskonar þrif en þau sem í boði eru hjá hinu opinbera. Þá hefur fólk val um að kaupa viðbótarþjónustu beint af okkur. Við hlaupum líka í skarðið tímabundið, til dæmis þegar börn aldraðra fara í sumarfrí eða þegar foreldrar ungra barna slasast og vantar hjálp á heimilið á meðan viðkomandi er að jafna sig. Þessi áhersla okkar á að geta brugðist við með litlum fyrirvara, hefur líka nýst vel fyrir sveitarfélögin, þeim finnst gott að hafa okkur til að grípa til þegar eitthvað kemur upp á. Við fáum líka sum af erfiðustu málunum sem kerfið hefur gefist upp á, en margir skjólstæðinga okkar kljást við minnis- glöp og geðraskanir.“ Sparnaður fyrir samfélagið Hægt er að borga fyrir einstaka tíma en einnig eru gerðir þjónustusamningar yfir lengri tíma, allt eftir eðli hvers máls. „Í mörgum tilvikum er það hagkvæm þjón- usta að hlúa að fólki heima frekar en á stofn- un. Þetta er klárlega sparnaður fyrir sam- félagið. Í mörgum tilvikum dugar minniháttar aðstoð til að fólk geti áfram búið heima og stundum er kostnaður vegna þess ekki nema 30-40 þúsund á mánuði, en fyrir fólk sem þarf mjög mikla heimaþjónustu og jafnvel nokkr- um sinnum á dag þá greiðir sveitarfélagið oft- ast á bilinu 100-200 þúsund á mánuði en þá er oft um hjón að ræða. Til samanburðar má nefna að í einhverjum tilvikum kostar hjúkr- unarrýmið á vegum hins opinbera rúmlega 30 þúsund á dag fyrir eina manneskju.“ Við förum ekki fram úr okkur Ásta og Þórunn segja að starf þeirra hjá Sinnum heimaþjónustu sé mjög gefandi og þakklátt en fyrirtækið veitir aðstoð á á annað hundrað heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Þær segja eftirspurnina vera mikla en þær passi sig að fara ekki fram úr sér. „Við erum kannski dæmigert kvennafyrirtæki að því leyti að við förum varlega. Við höfum bætt við okkur u.þ.b. einum starfsmanni mán- aðarlega síðastliðna átján mánuði. Við erum enn að bæta við okkur fólki og nú erum við með yfir 20 faglærða og almenna starfsmenn á okkar vegum,“ segir Ásta sem stofnaði fyr- irtækið fyrir tveimur árum ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttir en Þórunn bættist í hópinn í fyrrasumar og gegnir nú stöðu forstöðu- manns. Í snertingu við fólkið Ásta er hagfræðingur en Þórunn er hjúkr- unarfræðingur. Þær skipta með sér verkum þannig að Þórunn sér um faglega starfið en Ásta helgar sig rekstrinum. Auk þess að vera forstöðumaður sér Þórunn líka um að fara heim til skjólstæðinga þeirra og sinna því sem þar þarf að gera. „Þó að ég hafi auk hjúkrunarinnar menntað mig í stjórnun, þá finnst mér alltaf skemmtilegast að vera í snertingu við fólkið. Ég vil vera viðræðuhæf þegar eitthvað kemur upp á eða þarf að bæta,“ segir Þórunn sem hefur mikilvæga reynslu í umönnun einstaklinga með minnis- glöp en hún starfaði í mörg ár í Sviss þar sem hún sérhæfði sig á því sviði. „Ég byggði upp deild fyrir fólk með minnisglöp og var deild- arstjóri þar. Ég hef mikinn áhuga á þessu sviði og býð upp á fyrirlestra og fræðslu fyrir aðstandendur, en það er mjög mikilvægt að benda á ýmsa þætti sem geta auðveldað sam- skipti þeirra nánustu við þann sem er með minnisglöp. Fólk þarf til dæmis að halda sín- um hlutverkum og virðingu, börn eiga til dæmis ekki að þurfa að vera í foreldra- hlutverki fyrir foreldra sína.“ Viljum bæta lífsgæði þeirra Flestir vilja búa heima hjá sér sem lengst þó að aldur eða sjúk- dómar komi í veg fyrir að það sé hægt án hjálpar. Vinkonurnar í Sinnum heimaþjónustu vilja að fólk hafi val. Morgunblaðið/Heiddi Metnaðarfullar Þórunni og Ástu finnst starfið hjá Sinnum bæði gefandi og þakklátt. www.sinnum.is s: 770-2221 Á Facebook: Sinnum heimaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.