Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 30

Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 ÍMYNDUM okkur að fréttamaðurinn sé ábúðarmikill á skjánum og segi að þingmaður hafi vanrækt að til- kynna breytingu á sam- þykktum einkahluta- félags þegar félagið flutti heimili sitt úr Kópavogi til Reykjavík- ur. Þetta sé refsivert brot á lögum um einka- hlutafélög. Fréttin er endurtekin dag eftir dag … Ofan í kaupið er þingmaðurinn ekki á þeim sérkjörum sem samfylking- armönnum einum og vinum þeirra bjóðast á fréttastofunum. – En það hefur enga þýðingu að skýra refsi- ákvæði laga um einkahlutafélög fyrir mönnum á borð við Helga Seljan, t.d. að refsiákvæði um arð séu sett til verndar lán- ardrottnum félaganna. Umfjöllun hans öll er í þoku eins og alkunna er, umfram þá þoku sem leggur frá Hall- veigarstígnum og grúfir yfir útvarpshúsinu. Það varðar sem sé sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum einkahlutafélags eða öðru, er það varðar, í opinberri auglýsingu eða tilkynningu, skýrslum, ársreikningi eða yfirlýs- ingum til hluthafafundar eða forráða- manna félags eða tilkynningum til hlutafélagaskrár og að brjóta vísvit- andi ákvæði laga þessara um greiðslu hlutafjár, hlutaskrá, eigin hluti, skyldu formanns varðandi boðun til stjórnarfunda, tillög í varasjóð, út- hlutun arðs, endurgreiðslu á hluta- fjárframlögum, lán eða tryggingu til handa hluthöfum o.fl. og tilkynningu um stofnun útibús og upphaf starf- semi þess o.s.frv. Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði sam- kvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða fé- lagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. Sá sem van- rækir tilkynningar til hluta- félagaskrár samkvæmt lögunum skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þingmaður af Snæfellsnesi fékk greiddan arð umfram heimildir laga á árinu 2007. Ef greiðsla til hluthafa hefur farið fram andstætt ákvæðum laga skal hann endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum er séu jafnháir hæstu vöxtum á almenn- um sparisjóðsreikningum. Þetta gild- ir þó ekki um úthlutun arðs ef hlut- hafinn hvorki vissi né mátti vita að greiðslan var ólögmæt. Svona er reglan. Löggjafinn hefur bætt um betur í skattalögum og skattleggur slíkar arðgreiðslur mjög þunglega. Nú er illskiljanlegt, ef þingmað- urinn hefur svona einbeittan brota- vilja eins og fréttastofan lætur liggja að, af hverju þingmaðurinn hrærði ekki upp froðu eftir forskrift í for- orðningu frá Evrópusambandinu sem Alþingi lögleiddi hér árið 2006. Þá hefði hann getað búið til almennilegt eigið fé og greitt sér almennilegan arð og skilið kröfuhafana eftir á köld- um klaka og ekki lent í stórfelldum skattgreiðslum fyrir mistökin sem skatturinn uppgötvar alltaf. Nú verð- ur hann að búa við útleggingar frétta- stofunnar. Ef hann maldar í móinn má hann búast við að lögspekingar fréttastofunnar, þeir Stefán Ólafsson eða jafnvel Þórólfur Matthíasson sjálfur verði leiddir til að kveða upp úr um rétt og rangt í málinu. – Orðið vísvitandi á ekki eftir að vefjast fyrir Þórólfi, svo mikið er víst. Spörfuglaveiðar með fallbyssum – hvar nema á fréttastofunum Eftir Einar S. Hálfdánarson » Ímyndum okkur að fréttamaðurinn sé ábúðarmikill á skjánum og segi að þingmaður hafi vanrækt að til- kynna breytingu á sam- þykktum einkahluta- félags. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. ENN hefur hvíta- björn gengið á land öllum að óvörum. Greinarstúfur þessi er ritaður til að minna enn á að bráðnauðsyn- legt er að fylgjast eins og kostur er með gisna ísnum norður af land- inu þegar hafísbreiðu í Grænlandssundi hefur borið af leið inn á strandsvæði hér við land. Breiðan flosnar upp og gisnar og stakir jakar eða jakaflákar halda áfram að sigla með strandstraumum austur á bóg- inn meðfram norðurströndinni. Þeg- ar svo er komið er eina ráðið að kanna hafsvæðið úr flugvél. Ísinn er þá orðinn alltof gisinn til að uppgötv- ast auðveldlega með fjarkönnun úr gervihnöttum. Landhelgisgæslan hefur um dag- ana unnið aðdáunarvert starf við könnun á hafís. Óteljandi eru þær flugferðir sem áhöfn og skipherrar Gæslunnar hafa farið um hafið vest- ur og norður af landinu og kortlagt ísinn, dreif- ingu hans, og fylgst með þróuninni. Þannig hefur hún stuðlað að ör- yggi á fiskimiðum og í siglingum umhverfis landið. Hér er mik- ilvægt að fylgjast nán- ast með hverjum ísmola á sveimi til að koma í veg fyrir að skip laskist. Það er því mikilvægt að slappa ekki af þótt mik- ið beri á fréttum af minnkandi hafís á norðurhveli. Við komu hvítabjarnanna í Skaga- firði sumarið 2008 var strax fullyrt að þeir hefðu synt tugi mílna. Ég hélt því fram að stakir jakar hefðu farið framhjá mönnum – óséðir. Að vísu vitnaðist að börn mundu hafa séð til jaka nokkru áður – og að eigin sögn – hvítabjarnar á jakanum úti á firði (Gunnstein Ólafsson í samtali við mig og síðan í bréfi til mín). Svipaða sögu er að segja af hún- inum sem var felldur í gær (27. jan- úar) í Þistilfirði. Það er strax fullyrt að hann hafi synt vikum saman frá hafísjaðri. Línur þessar eru ritaðar til að biðja menn að vera ekki svona vissir í sinni sök. Það er nauðsynlegt fyrir skipaflota landsmanna að ís- könnunarferðir séu tíðar. Nú má segja að það sé lífsnauðsynlegt – vegna berskjaldaðra vegfarenda á þurru landi – er þessi óheppnu rán- dýr hefur borið af leið langt frá heimahögum. Þetta kostar peninga en þeim yrði vel varið. Nánast daglegt samráð verður að vera með Landhelgisgæslunni og Veðurstofu Íslands og einnig Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands (Ingibjörgu Jónsdóttur) um hvort fljúga ætti og hvert. Lúmskur er hafísinn Eftir Þór Jakobsson Þór Jakobsson » Landhelgisgæsla Íslands hefur um dagana unnið aðdá- unarvert starf við könnun á hafís. Höfundur er veðurfræðingur og var deildarstjóri hafísrannsóknadeildar Veðurstofu Íslands. OKKUR sem þekkj- um eitthvað til heima- slóða hvítabjarna og lífshátta þeirra og höf- um verið viðstödd hvítabjarnaveiðar rennur til rifja örlög dýra er hingað villast. Vissulega hafa við- brögðin hér ekki verið röng í aðalatriðum seinustu árin miðað við hvað til ráða var með nánast engum fyrirvara. Svo er enn sem komið er. Björgun hvítabjarna krefst bæði sérstaks undirbúnings og töluverðra fjárhæða. Ýmsir hafa spáð fleiri komum hvítabjarna til landsins er var á síðustu áratugum 20. aldar, m.a. vegna breyttra að- stæðna í náttúrunni. Þessi dýrastofn telur líklega 25.000 til 30.000 dýr á öllu norð- urhvelinu og er ekki á válista en var friðaður á 7. áratug aldarinnar. Kvótum er úthlutað til byggða og þar fella heimamenn leyfðan fjölda eða selja útlendingum veiðileyfi. Deilt er um hvort veiðarnar geti tal- ist sjálfbærar (eftir að tekið er tillit til náttúrulegs dauða) en þó sýnist svo vera til fremur skamms tíma. Úti í heimi hafa menn víða áhyggjur af vegferð dýranna og hver björn sem hér ber beinin ratar í fréttir, oft með miður góðum formerkjum. Ýmsar ástæður eru til þess að breyta um aðferð við að losna við flækingana og finna leið til að bjarga þeim. Til þess að svo megi verða þarf nokkurn undirbúning og pen- inga. Augljóst er hvað gera þarf: Banna að fella hvítabirni nema í nauðvörn, útbúa nokkur dýralækna- og lögregluembætti með sérstakar deyfibyssur, hafa 2-3 búr tiltæk á jafnmörgum stöðum, leigja stutt- brautarflugvél til að flytja bangsa til Scoresbysunds eða Kulusuk á aust- urströnd Grænlands, leigja þar þyrlu (sem fyrir eru á Constable Po- int og í Tasiilaq) og flytja svæft dýr- ið í sérstökum poka nógu langt frá byggðum til að því megi sleppa. Við svona aðgerð þarf bæði dýralækni og aðstoðarmenn. Kostnaður við byssu- og búravæðingu er ekki hár en bjögunarkostnaður við hvern björn, einkum þá vegna flutnings- ins, gæti hlaupið á fáeinum millj- ónum króna. Sanngjarnt og eðlilegt væri að dreifa þessum björg- unarkostnaði á aðila innan og utan Íslands með samningum, m.a. við samtök eins og World Wildlife Fund. Þau eru mjög líkleg til að taka þessu vel, vitandi að hvíta- bjarnastofninn er náttúruarfleifð alls mannkyns. Þannig gætu allir vel við unað, ekki bara hvítabjörninn. Þetta er sett hér fram í fullri alvöru. Vinsæl andmæli um mikinn kostnað eru sannarlega álitamál, komi nátt- úruverndarsamtök til með að greiða megnið af honum og orð um að með björgun sé bara verið að koma bangsa í skotfæri einhvers í Græn- landi falla um sjálf sig vegna veiði- kvótanna. Svo má muna að hvert dýr sem nær aldri á mikilvæg af- kvæmi þegar um er að ræða friðaða tegund þannig að krónur velmeg- unarsamfélaga gera margt verra en að varðveita auðgi náttúrunnar sem við öll erum háð og auk þess hluti af. Ísbjarnarblús Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Ýmsar ástæður eru til þess að breyta um aðferð við að losna við hvítabjarnarflækinga og finna leið til að bjarga þeim. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um málefni norðurslóða. Nú eru skatta- hækkanir ríkisstjórn- arinnar farnar að bíta almenning. Þegar hafa nauðsynjavörur hækkað og um mán- aðamótin munu lands- menn enn frekar finna fyrir aukinni skattpíningu. Við- brögðin munu ekki láta á sér standa í minni neyslu og vax- andi óöryggi fyrirtækja og heim- ila. Það er ótrúlegt að rík- isstjórnin skuli feta þessa braut á sama tíma og bent hefur verið á leiðir sem hefðu mildað allar hug- myndir um aukna skattbyrði á samfélagið og eflt atvinnustig með jákvæðum áhrifum á skatt- stofna. Á áhugaverðri ráðstefnu SA um hvert stefni í fjármálum ríkisins kom fram að skattheimta rík- isstjórnarinnar væri komin á ystu nöf. Fullyrt var að stjórnvöld hefðu gengið lengra í skatta- heimtu sinni en gert hefði verið ráð fyrir í stöðugleikasáttmál- anum. Að því leyti er stöð- ugleikasáttmálinn í uppnámi. Í ný- legri yfirlýsingu ASÍ segir m.a.: „Það eru mikil vonbrigði og í raun grafalvarlegt hvað ríkisstjórnin hefur sýnt lítinn áhuga á að nýta vilja aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna til samstarfs um að ýta verklegum framkvæmdum úr vör eins og rætt var um strax sl. sumar.“ Það virðist sem þessari rík- isstjórn sé það kappsmál að koma atvinnulífinu í uppnám með að- gerðum sínum. Þar er ekki aðeins um að ræða þær skattahækkanir sem á hafa dunið heldur einnig neikvæð skilaboð gagnvart orku- frekum iðnaði, að ógleymdum áformum sem munu kollvarpa ís- lenskum sjávarútvegi. Sársaukafull aðlög- un að breyttum að- stæðum hefur þegar átt sér stað hjá einka- fyrirtækjum, en ekki í rekstri hins opinbera. Samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum atvinnulífsins er áætl- að að störfum hjá einkafyrirtækjum hafi fækkað um 15.000 á undanförnum mán- uðum. Á ráðstefnunni kom fram gagnrýni á lítið samráð við forstöðumenn rík- isstofnana um framtíðarsýn og að t.d. kynning á hinni undarlegu „20/20 sóknaráætlun“ ríkisstjórn- arinnar hefði hlotið litla umræðu meðal forstöðumanna ríkisstofn- ana. Bent var á að niðurskurður í rekstri stofnananna gerðist ekki eingöngu á skrifborðum ráðuneyt- anna, samráð við stofnanirnar væri nauðsynlegt til að ná raun- hæfum árangri. Það er ljóst að mikið verk er framundan hjá fjármálaráðherra við að koma skikki á rekstur rík- issjóðs. Skattahækkanir eru komnar fram af ystu nöf og mikill niðurskurður eftir. Á ráðstefnunni var áhersla lögð á að aðilar gengju í takt, það væri í raun eina leiðin til að ná árangri. Í því samhengi er fleyg hótun fjármálaráðherra, þegar hann sagði „You aint seen nothing yet“, þegar hann á nýlegri ráðstefnu um skattamál fjallaði um aukna skattbyrði almennings. Ekki er hægt að skilja ummæli ráðherrans á annan veg en þann að óttast megi frekari íþyngjandi aðgerðir af hans hálfu í skattlagn- ingu. Héldu þó flestir að nóg væri að gert. Það er því miður ekki hægt að sjá að hann og rík- isstjórnin gangi í takt við aðra í þessu landi, fyrirtækin og heim- ilin. Þröngsýnir gamlir komm- únistar ráða för í fjármálaráðu- neytinu með úrelt viðhorf í grundvallarmálum og hafa í hót- unum við almenning og fyrirtæki. Ríkisstjórnin er forystulaus og áttavillt og veit ekkert hvert á að stefna. Hún virðist ráðalaus þegar kemur að þessum mikilvægasta málaflokki samfélagsins. Að óbreyttu er ástæða til að kvíða framtíðinni. Haft í hótunum Eftir Jón Gunnarsson » Það virðist sem þess- ari ríkisstjórn sé það kappsmál að koma at- vinnulífinu í uppnám með aðgerðum sínum. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.