Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 33

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Í UPPHAFI var hugmyndin. Alveg frá því að hrunið mikla varð haustið 2008 hefur verið mikið um það tal- að að nauðsynlegt sé fyrir okkur Íslendinga að hugsa allt upp á nýtt, skapa nýtt Ísland á grundvelli nýrrar hugsunar, nýrra hug- mynda. Þá fyrst verði von til þess að nýtt Ísland geti risið úr rústum þess gamla. Og allt þetta hefur verið sagt undir þeirri ógn sem stafar frá hruninu mikla í lífi okkar allra. Í kvikmyndinni „Shining“ eftir Stanley Kubrick er sonur á flótta undan föður sínum í völundarhúsi um vetur. Faðirinn heldur á exi og hyggst drepa son sinn. Það er nýfall- in mjöll. Smám saman rennur upp fyrir syninum að það er engin und- ankomuleið, sporin vísa föðurnum á bráð sína. En skyndilega verður son- urinn fyrir opinberun. Með því að ganga afturábak ofan í eigin fótspor, jafnvel þótt það þýddi að mjaka sér í átt að ógnvaldinum, þá gæti hann hoppað út af sporinu. Fullkomlega viss í sinni sök hljóp faðirinn framhjá staðnum þar sem sonur hans hafði hoppað út af sporinu og sá svo skömmu síðar og sér til hrellingar að slóðin hafði gufað upp. Syninum var borgið en faðirinn fraus inni í völ- undarhúsinu með morðvopnið í fangi sér. Gæti þetta verið dæmisaga um að- stæður íslensku þjóð- arinnar í dag, aðstæður okkar kvikmyndagerð- armanna? Faðirinn með exina táknmynd fyrir syndir feðranna sem afkomendurnir þurfa að losna undan og lausnin að hoppa út af sporinu í völundarhúsinu mikla. Íslendingar eiga í stríði við um- heiminn. Þeir þurfa að sigrast á van- þekkingu á aðstæðum sínum, þeir þurfa að endurheimta traust, end- urskapa myndina af sjálfum sér, búa til ímynd sem þeir geta samsamað sig og sýnt umheiminum kinn- roðalaust. Sagan kennir okkur að í stríði er kvikmyndin sem miðill eitt af þeim vopnum sem skipt geta sköpum. Hlutverk fréttamynda og heimildarmynda eins og Listen to Britain eða The Battle of Britain að ógleymdum Sigri viljans og Ólymp- íuleikunum 1936 eru til vitnis um þessa ófrávíkjanlegu staðreynd um mátt kvikmyndanna. Kvikmyndir voru gríðarlega sterkt vopn í heims- styrjöldinni síðari og aðdraganda hennar. Meira að segja lagði leikna gamanmyndin sitt af mörkum í Ein- ræðisherra Charlie Chaplins. Og þannig er kvikmyndin á öllum tím- um. Hún skapar samúð okkar með hrjáðum Haítibúum og löndum okk- ar hvenær sem þeir verða fyrir nátt- úruhamförum og hún eflir jákvæða tilfinningu okkar fyrir landsbyggð- inni eins og í sjónvarpsmyndaflokkn- um Hamrinum og jafnvel norskum eyjarskeggjum í Himinbláma. Íslandi hefur gengið illa í áróð- ursstríðinu erlendis á sama tíma og það heyrist í fréttum frá Hollandi og Bretlandi að fólk vill fá upplýsingar, öðlast tilfinningu fyrir því hvað sé að gerast á Íslandi. Við sem vinnum við kvikmyndagerð þurfum að fá stjórn- völd til að koma auga á mikilvægi kvikmynda í þessu sambandi, leiða þeim fyrir sjónir að þau hafi aðgang að vopnabúri sem er íslensk kvik- myndagerð. Og af þeim sökum sé mikilvægara að hlúa að þessu búri en að kveikja í því með fyrirhug- uðum niðurskurði. Því ef við tökum á honum stóra okkar getur kvik- myndagerðin nýst með marg- víslegum hætti í þessu stríði sem við eigum í núna og um leið stappað stál- inu í okkur sjálf. Og þó að það sé nú ekki vinsælt svona almennt séð ef takamarka á frelsi kvikmyndagerð- armanna frekar en annarra lista- manna þá mætti hugsa sér að það þyrfti ekki að verða nein sérstök frelsissvipting þótt við sammælt- umst um það með stjórnvöldum að hafa stef hrunsins innanborðs í kvik- myndagerðinni t.d. næstu fjögur ár- in. Það væri okkar tilboð á móti 35% niðurskurði. Það þyrfti ekki að hefta okkur neitt þótt stefin í kvikmynd- um okkar yrðu ofmetnaður og hrun, græðgi og hófsemd, guð og mamm- on, ríkidæmi og fátækt, staðfesta, því efniviðurinn utan um þessi stef er óþrjótandi. Og allt eru þetta grundvallarstef sem verið hafa við- fangsefni mannsins frá örófi alda og eiga því fullt erindi við heiminn í dag í formi leikinna mynda, heimild- armynda og stuttmynda. Ef farin yrði þessi leið samstöðu þá fæli hún í sér nýja hugsun sem nú er kallað eftir. Hún gæti jafngilt hoppinu út af sporinu í vetrarvölund- arhúsinu í kvikmynd Stanley Ku- bricks. Spurningin sem eftir stendur er þá þessi: Getur íslensk kvik- myndagerð staðið undir þeim vænt- ingum sem þessari hugmynd fylgir? Bráðabirgðasvar: Já, því ef kvik- myndagerðarmenn og stjórnvöld ákvæðu í sameiningu að gera þessa tilraun um að taka kvikmyndina í brúk sem vopn í stríði, útávið jafnt sem innávið, þá er viðbúið að mikil orka losni úr læðingi í greininni. Og þegar kvikmyndagerðarfólk finnur að það eru not fyrir það, að hætt hef- ur verið við 35% niðurskurðinn og framlag ríkisins jafnvel hækkað á næstu árum þá fyrst verður gaman að vera til og þegar gamanið tekur við af leiðindum og tilvistarógn verð- ur allt mögulegt og útkoman góð. Jafnvel gætum við látið okkur dreyma um að það næðust ekki að- eins mikilvæg markmið í áróð- ursstríði þjóðarinnar heldur gæti hér orðið til stefna í kvikmyndagerð eða „skóli“, sem markaði spor í kvik- myndasöguna. Eftir Erlend Sveinsson » Ef kvikmyndagerð- armenn og stjórn- völd ákvæðu í samein- ingu að gera þessa tilraun um að taka kvikmyndina í brúk sem vopn í stríði ... þá er viðbúið að mikil orka losni úr læðingi...Erlendur Sveinsson Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. Kvikmyndir í hruni Í UMRÆÐUM og blaðaskrifum um und- anfarin ár hefur því oft verið haldið fram að almenningur greiði niður raforkuverð til stóriðju. Myndin sem hér fylgir með og fengin er frá Sam- orku, samtökum orkufyrirtækja á Ís- landi, gefur ótvírætt svar við þeirri spurningu. Rauða línan á myndinni sýnir þróun raf- orkuverðs til heimila í Reykjavík á tímabilinu 1996-2008, reiknað á föstu verðlagi. Verðið er sett 100 árið 1996. Árið 2008 var það 66, sem þýðir að það hefur lækkað um 34%, reiknað á föstu verðlagi, á þessum 12 árum. Súlurnar á myndinni sýna raf- orkusölu á sama árabili í gígawatt- stundum á ári (GWh/a). Ljósi hlut- inn af súlunum sýnir sölu til almennra nota en dekkri hlutinn sölu til stóriðju. Salan til al- mennra nota hefur vaxið á þessu tímabili úr um 2.400 í 4.000 GWh/a, eða um nálega 67%, en til stóriðjunnar úr um 2.000 í um 12.200 GWh/a, eða um 510%. Ef sú kenning er rétt að almenningur standi, a.m.k að hluta, undir raforkusölunni til stóriðju hvernig getur þá raforkuverðið til almennings lækkað um 34% samtímis því að standa að hluta til undir sex sinnum meiri raforkusölu til stóriðju en áður? Svarið er auðvitað að kenningin getur með engu móti verið rétt. Þvert á móti. Eftir því sem stórar og hag- kvæmar virkjanir, sem stóriðjan skapar markaðsforsendur fyrir að reisa, eru smám saman greiddar upp skapast færi á að lækka raforkuverðið til almennings. Eins og myndin sýnir hefur það verið gert. Þess má geta í þessu samhengi að verð á raforku til heimilisnota er nánast hið sama í Reykjavík og í Helsinki. Í öðrum höfuðborgum Norðurlanda er það mun hærra. Greiðir almenning- ur niður raforku- verð til stóriðju? Eftir Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. Jakob Björnsson »… kenningin get- ur með engu móti verið rétt. FRAMMISTAÐA íslenska landsliðsins virðist koma mörgum mjög á óvart en þegar litið er til ferils þeirra sem spila fyrir lands- liðið er þetta kannski engin tilviljun. Í liðinu eru flestir leikmenn einfaldlega fæddir sig- urvegarar og hafa unn- ið flestalla titla í gegn- um tíðina. Byrjum á markinu: Björgvin Páll Gústavsson er 24 ára og uppalinn í HK. Björgvin var alltaf mjög skapstór í yngri flokkum og var erfitt að stjórna honum, hann var mjög tapsár og staðráðinn í að ná langt. Strax 16 ára gamall var hann byrjaður að spila með meistaraflokki og þótti eitt mesta efni sem hafði komið fram á Íslandi. Hann varð Evrópumeistari með U19 ára lands- liði Íslands í árganginum ’84/’85 og varði 24 skot í úrslitaleiknum við Svía. Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru einnig í þessu landsliði Íslands og voru að- alstjörnur liðsins sem náði þessum frábæra árangri. Þeir hófu líka ungir að spila með meistaraflokki sinna fé- laga en til að mynda voru Ásgeir Örn og Andri Stefán aðalmennirnir í liði Hauka sem voru mjög sigursælir og unnu flestallt sem hægt var að vinna. Ólafur Stefánsson er fæddur meistari, það er nánast ekkert sem hann hefur ekki unnið, hann hefur unnið meistaradeild Evrópu, verið Spánarmeistari, Þýskalandsmeist- ari, Íslandsmeistari og bikarmeistari auk þess að leiða lið Íslands til silf- urverðlauna á Ólympíuleikunum. Þá var hann í U21 árs landsliði Íslands sem varð heimsmeistari eða í 2. sæti á HM U21 árs landsliða 1992 eða 1994. Ungu strákarnir í liðinu, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmunds- son, eru uppaldir í ósigrandi FH-liði sem tapaði vart leik í yngri flokk- unum. Þá unnu þeir til að mynda Partille Cup í Svíþjóð með FH- liðinu. Þessir strákar kunna varla að tapa og kemur því ekkert á óvart að þeir skuli smellpassa inn í íslenska landsliðið. Logi Geirsson var Aroni alltaf innan handar og var Logi hans fyrirmynd, enda Logi mesta efni sem hafði komið fram hjá FH. FH hafði verið í mikilli lægð og stóð í skugganum af Haukum þar til Logi Geirsson kom til sögunnar. Logi varð þar að auki Evr- ópumeistari með Lemgo þar sem hann átti stóran þátt í sigri liðsins. Guðjón Valur Sig- urðsson sló í gegn þeg- ar hann fór frá Gróttu til KA og leiddi lið KA í úrslit Íslandsmótsins. Hann var eini ljósi punktur Íslands á ann- ars slæmu Evrópumóti 2001 þar sem Ísland náði ekki að vinna leik. Hann hefur verið fasta- maður í landsliðinu síðan og þeim fé- lagsliðum í Þýskalandi sem hann hefur spilað fyrir. Róbert Gunnarsson var einn efni- legasti markvörður sem Ísland átti í knattspyrnu, enda einkar liðugur og fljótur að kasta sér niður. Hann vakti mikla athygli þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í sama leiknum með KVA (Knattspyrnufélag Vals og Austra), nú Fjarðarbyggð. Að lokum valdi hann handbolta og sér líklega ekki eftir því. Hann var öfl- ugasti maðurinn í dönsku deildinni og markahæstur þar áður en hann fór til Þýskalands. Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson voru lykilmenn í ÍR- liðinu ásamt Einari Hólmgeirssyni, liðið var mjög sterkt og gáfust þeir aldrei upp frekar en nú. Alexander Petersson er uppalinn í Lettlandi en kom ungur til Íslands og lék með Gróttu/KR. Hann lék sem skytta, sló strax í gegn og sér líklega ekki eftir að hafa komið til Ís- lands og gerst ríkisborgari. Með alla þessa sigurvegara í liðinu ætti ekki að vera erfitt að smita hina sem eftir eru. Sverre Jakobsson leiddi lið Fram til Íslandsmeist- aratitils og var valinn besti varn- armaðurinn eftir að hafa verið hætt- ur handboltaiðkun. Vignir Svavarsson var í sterku Haukaliði sem varð Íslandsmeistari og hefur því sína þekkingu af sigrum. Snorri Steinn var auðvitað lykilmaður í liði Vals og hjálpaði liðinu að verða Ís- landsmeistari og var aðalmaðurinn ásamt Markúsi Mána Michaelssyni. Það skal því engan undra að ár- angur Íslands sé þetta góður, með leiðtoga sem allt hefur unnið með sínum félagsliðum auk leikmanna sem eru virkilega tilbúnir að fórna sér fyrir land sitt. Það er hrein unun að sjá hversu stoltir strákarnir eru af að vera Íslendingar og fórna gjör- samlega öllu fyrir land og þjóð. Áfram Ísland. Fæddir sigurvegarar Eftir Magnús Val Böðvarsson » Árangur Íslands á EM hefur komið mörgum á óvart en þeg- ar litið er á fyrri reynslu leikmanna má sjá að ís- lensku leikmennirnir eru fæddir sigurveg- arar. Magnús Valur Böðvarsson Höfundur starfar í verslun. Móttaka aðsendra greina MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.