Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 42

Morgunblaðið - 30.01.2010, Síða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Minningar á mbl.is Benedikt Egilsson Höfundur: Guðrún Benedikts- dóttir. Hjördís Áskelsdóttir Höfundar: Bragi og Sigga. Indriði Rósenbergsson Höfundur: F.h. stjórnar knatt- spyrnudeildar Fylkis, Kjartan Daníelsson. Jakob Falur Kristinsson Höfundur: Víðir Kristjánsson. Þórbjörg J. Guðmundsdóttir Höfundar: Ásta Guðmunds- dóttir. Eva Björk Valdimarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar ✝ Kristján EldjárnÞorgeirsson fæddist á Hærings- stöðum í Stokkseyr- arhreppi 20. sept- ember 1922. Hann lést 20. janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Elín Kol- beinsdóttir, f. 12. ágúst 1894, d. 9. mars 1972, og Þorgeir Bjarnason, f. 26. júlí 1890, d. 27. janúar 1981. Systkini Krist- jáns Eldjárns eru Kol- beinn, f. 24. desember 1923, d. 11. febrúar 2007, Bjarni Kristinn, f. 4. maí 1926, Sigríður Ingibjörg, f. 29. júlí 1937, og Sólveig Antonía, f. 13. janúar 1940. Kristján Eldjárn kvæntist 28. október 1944 Guðnýju Magn- úsdóttur Öfjörð, f. 23. mars 1922, d. 20. febrúar 2001. Foreldrar hennar voru Þórdís Ragnheiður Þorkels- dóttir, f. 10. mars 1892, d. 15. apríl 1950, og Magnús Þórarinsson Öfjörð, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958. Börn Kristjáns Eldjárns og Birgisdóttur og eiga þau tvær dæt- ur og tvö barnabörn. Kristján Eldjárn gekk í farskóla í Stokkseyrarskólahverfi og lauk síð- ar gagnfræðaprófi frá Flensborg- arskóla 1940. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf á búi for- eldra sinna, en vann einnig í „Breta- vinnunni“ í Kaldaðarnesi á her- námsárunum og við ræktunarbúið á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann var kennari við farskólann í Stokkseyr- arskólahverfi frá 1941 til 1945, prófdómari við Barnaskólann í Gaulverjabæ í 28 ár og skólanefnd- armaður í Gaulverjabæjarhreppi í 42 ár. Vorið 1945 hófu Kristján Eldjárn og Guðný búskap á jörðinni Brands- húsum í Gaulverjabæjarhreppi, en 1948 keyptu þau jörðina Skógsnes af foreldrum Guðnýjar og bjó Krist- ján Eldjárn þar allt til þess að hann þurfti að vistast á sjúkrastofnun á sl. ári. Kristján Eldjárn hafði mikið yndi af alls konar fróðleik, var mjög vel að sér í fornsögunum og öðrum ís- lenskum bókmenntum. Hann var minnugur á landfræðileg heiti, bæði íslensk og erlend, afar veð- urglöggur og mundi veðurfar langt aftur í tímann. Útför Kristjáns Eldjárns fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju laug- ardaginn 30. janúar og hefst athöfn- in kl. 14. Guðnýjar eru: 1) Magnús, f. 1944, kvæntur Guðrúnu Arnarsdóttur. Þau eiga tvo syni. Magnús var áður kvæntur Þorbjörgu Hugrúnu Grímsdóttur og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. 2) Er- lingur, f. 1945, sam- býliskona Dóra Hlín Ingólfsdóttir. Hún á tvær dætur og tvö barnabörn. Erlingur var áður kvæntur Ing- unni Hjördísi Björnsdóttur og eiga þau fjögur börn og ellefu barna- börn. 3) Þórdís, f. 1946, gift Ingvari Jónssyni. Þau eiga þrjár dætur og fimm barnabörn. Ingvar átti eina dóttur fyrir, sem á þrjú börn. 4) Þóroddur, f. 1949, kvæntur Elínu Tómasdóttur. Þau eiga þrjá syni og fjögur barnabörn. 5) Þorgeir, f. 1952, kvæntur Sigríði Einarsdóttur. Þau eiga tvo syni. 6) Davíð, f. 1964, kvæntur Drífu Eysteinsdóttur. Hún á þrjú börn og fimm barnabörn. Davíð var áður kvæntur Ingibjörgu Nú er afi okkar fallinn frá á 88. aldursári. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugs- um um afa og sveitina. Í Skógsnes vorum við alltaf velkomnar sem og öll barnabörnin, enda vorum við dugleg að heimsækja hann og ömmu og áttum við það jafnvel til að hjóla þangað nokkur saman. Afi var sérvitur maður og var oft gert grín að honum og þoldi hann það al- veg ágætlega. Maður mátti t.d. helst ekki koma inn í fjós þegar verið var að mjólka, því þá gat mað- ur mögulega styggt kýrnar eða dottið í fjóshauginn, sem reyndar gerðist yfirleitt ef maður slapp inn í fjósið. Afi var einnig mjög íhalds- samur og gerði margt upp á gamla mátann, litlu mátti breyta því þá gæti margt farið úrskeiðis. Afi var mikill kvæðamaður, hann las mikið af ljóðum og við kaffi- borðið í Skógsnesi fór hann alltaf með eitthvað af vísum og kvæðum. Afi var vel að sér í landafræði þrátt fyrir að hafa ferðast alveg ótrúlega lítið og í rauninni nánast ekki neitt. Hann var mjög mannglöggur og mikill ættfræðingur. Hann fylgdist vel með ástamálum barnabarnanna og spurði þá oft t.d.: „Er einhver farinn að kveða við þig Guðný?“ Nokkrum dögum áður en hann dó spurði hann Guðnýju að því hvort hún væri enn með vélstjóranum svo hugsunin var greinilega enn skýr hjá þeim gamla þrátt fyrir að lík- aminn væri farinn að gefa sig. Afi vissi líka hvað öll nöfn þýddu og nöfnin á barnabörnunum og af- kvæmum þeirra skiptu hann miklu máli og lét hann skoðun sína á þeim óspart í ljós. Hann bar sum orð fram með sérstökum hreim sem við svo öpuðum eftir honum, hundurinn Hvatur var t.d. ávallt kallaður Hva- aaat, af því að þannig bar afi nafnið fram. Árið 2002 vorum við barnabörnin með okkar fyrstu Þverkeldu sem er lítið niðjamót, sem stendur yfir helgi og er þá tjaldað á túninu í Skógsnesi. Á Þverkeldunni förum við í leiki, grillum og höfum gaman og jafnvel hermum svolítið eftir hvert öðru. Þessi „hittingur“ var ekki síður gerður fyrir afa enda hafði hann mjög gaman af því að fylgjast með afkomendum sínum. Þessi viðburður hefur svo verið fastur liður sumarsins og munum við frændsystkinin svo sannarlega halda áfram að koma saman á ætt- arjörðinni. Guðný, Dagrún og Áslaug Ingvarsdætur. Við afi vorum nánir. Vorum al- nafnar og áttum sama afmælisdag. Tíu sumur var ég vinnumaður hjá afa og ömmu. Að því loknu var ég meira og minna í Skógsnesi í frítím- um mínum. Okkur afa kom alltaf vel saman og skildum við vel hvor ann- an. Við töluðum saman á eins konar mállýsku. Einnig hermdum við eftir ýmsum aðilum sem við þekktum. Ef ókunnugur aðili hefði heyrt til okk- ar hefði eflaust læðst að honum sá grunur að við værum skrýtnir. Afi var bóndi af gamla skólanum. Hann var með margar fornar bú- skaparaðferðir sem dugðu vel og fannst því engin ástæða vera til að tileinka sér nýjungar. Hann var sér- vitur og þrjóskur og lét engan segja sér hvernig hlutirnir ættu að vera. Afi var með kúabú til ársins 1999 og framleiddi alltaf fyrsta flokks mjólk, þrátt fyrir að aðstæðurnar væru ekki upp á marga fiska, þ.e. fjósið var hlaðið úr torfi og grjóti. Þá heyrði það til undantekninga ef það þurfti að kalla á dýralækni að Skógsnesi. Afi hafði gaman af öllum hús- dýrum, einna mest hrossum, og átti lengst af góða reiðhesta. Afi var samt ekki þessi sportreiðmaður sem fór á hestbak til þess að hreyfa klárana og fyrir sig til hressingar. Hans ánægja var að fara á hestbak og hafa erindi, eins og að gá að kindum eða að smala. Afi var góður reiðmaður og hestur fór ákaflega vel undir hjá honum; hann hafði þessa tignarlegu gömlu bænda- ásetu. Afi fór síðast á hestbak árið 2005. Afi var mjög fróður maður. Hann var stálminnugur og mundi dag- setningar og ártöl mjög vel og tengdi þetta gjarnan við atburði í sínu eigin lífi. Afi hafði gaman af vel ortum vísum og einnig vísum sem voru sniðuglega gerðar. Hann lagði sig fram um að læra vísur sem hon- um þóttu góðar. Einnig var hann snjall að ráða myndagátur. Ég man eftir því að pabbi lét afa iðulega hafa jólamyndagátur Morgunblaðs- ins á Þorláksmessu. Afi horfði að- eins á þær og sá strax um hvað þær fjölluðu. Hann sagði oft sem svo að hann hefði verið lengi að finna út hvað ein mynd þýddi. Þegar við komum í hádegismat á jóladag þá var afi jafnan búinn að ráða mynda- gátunna að fullu. Afa var umhugað um sína stóru fjölskyldu og vildi að allir hefðu það gott og að öllum liði vel. Hann hvatti alla í sinni fjölskyldu til að mennta sig. Hann sagði menntun geta nýst á einn eða annan hátt, sama hversu lítil og ómerkileg menntunin var. Honum fannst t.d. búfræðimenntunin mín mjög góð og sagði að þeir sem menntaðir væru sem búfræðingar væru eftirsóttir í vinnu. Hann kallaði mig alltaf Kristján búfræðing, eftir að ég lauk námi á Hvanneyri, og fannst mikið til þess koma að ég væri með þessa menntun. Þegar ég tók meirapróf þá fannst honum það líka merkileg menntun. Þegar ég hóf nám í raf- iðnum var ég orðinn mest menntaða barnabarnið í hans augum. Það skýrði hann þannig að ég væri nú að bæta við mig þriðju menntun- inni, ég hlyti því að vera mest lærð- ur af barnabörnunum. Ég gæti skrifað endalaust um afa en læt staðar numið. Hann var ein af mínum helstu fyrirmyndum. Hann var traustur og góður vinur sem hægt var að leita til með öll mál. Takk kærlega fyrir allt elsku afi. Kristján Eldjárn Þorgeirsson. Elsku afi. Minningarnar um þig eru margar og erfitt að reyna að koma þeim öllum í eina minning- argrein. Þú og amma hafið alltaf verið og verðið mér alltaf mjög kær og munuð alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Þið tókuð mér alltaf opnum örm- um og Skógsnes stóð okkur afkom- endum ykkar alltaf opið. Ég var svo heppin að eiga Skógs- nes sem mitt annað heimili þegar ég var yngri. Til 16 ára aldurs var ég þar á sumrin og fékk að kynnast „gamla tímanum“ en þið amma hélduð upp á gömlu gildin. Afi var mjög vinnusamur og sá til þess að allir hefðu einhver verkefni og hver hefði sitt hlutverk. (Afi hafði sérstakt auga fyrir því að allir voru bestir í einhverju, líka börnin hans.) Magnús: Sá um að hlúa að garð- inum. Erlingur: Viðhald fasteigna. Dísa: Þrif, handavinna, matargerð. Þóroddur: Allra handa og ef þurfti sérstaka útsjónarsemi. Geiri: Við- hald og viðgerðir véla. Davíð: Smurning á heyvagni, rúning með rafmagnsklippum og kveikja í ára- mótabrennunni. Svo hlupum við barnabörnin inn í þar sem á vantaði. Afi var hraustur alla sína tíð en gerði þó engar líkamsæfingar nema þær „þjónuðu einhverjum tilgangi“ líkt og bera bagga eða teyma hrút- inn. Hann var mjög nýtinn og engu var hent í Skógsnesi nema að vel athuguðu máli, oft á tíðum þótti manni það út í hött en í dag geyma margir þessir hlutir minningar sem gott er að ylja sér við. Skógsnesorðabókin hefur ekki enn verið gefin út en hún hefði oft verið brýnasta þarfaþing fyrir gest- komandi til að skilja um hvað var rætt við kaffiborðið. Afi notaði ýmis orð og setningar eins og „hann er farinn að kveða“ þ.e. karlmaður far- inn að gera sig til við konu eða „hún er farin að leita honum lúsa“ þ.e. kona farin að gera sig til við mann, „hann er orðinn eymdarlegur“ þ.e. tilvonandi faðir. Afa þótti gaman að því að skera sig úr og hafði húmor fyrir sjálfum sér, og hafði hann lúmskt gaman af því ef hann gat hneykslað fólk með sérvisku sinni. Hvíldu í friði elsku afi minn. Nú eruð þið amma sameinuð á ný. Þín sonardóttir, Margrét Birgitta Davíðsdóttir. Elsku afi. Þú varst mér mjög kær. Alltaf var gott að koma í sveitina til þín og fá að taka þátt í búskapn- um með þér. Þú hafðir gaman af skáldskap og last mikið. Ég lærði snemma að drekka kaffi eða um sjö ára aldurinn í Skógsnesi. Það var drukkið svart, sötrað af undirskál og moli með, alveg eins og afi! Þú notaðir mörg skringileg orð sem aðeins þeir sem þekktu þig vel skildu. Takk fyrir mig afi minn. Þín sonardóttir, Guðný Kristrún Davíðsdóttir. Mig langar að minnast afa míns í Skógsnesi í nokkrum orðum. Hann hóf búskap í Skógsnesi árið 1948 eða sama ár og Ísraelsríki var stofnað, eins og hann hafði oft á orði. Hann var giftur Guðnýju Magnúsdóttur sem lést fyrir nokkr- um árum og eignuðust þau sex myndarbörn, og eru barna- og barnabarnabörn að nálgast 70. Afi var frekar sérvitur maður en með árunum lærði maður á þessa sér- visku og fór að hafa gaman af henni. Hann hafði til dæmis meiningar um hver gerði hvað í Skógsnesi. Davíð átti t.d. að brýna hnífa og fjárklippur. Einhvern tímann próf- aði ég sjálfur að brýna fjárklipp- urnar en var áminntur: „Ja, Davíð sér nú um þetta.“ Geiri var í raf- magninu en Þóroddi treysti hann í flest verk. Erlingur smíðaði, Magn- ús sá um garðinn, Dísa var í eldhús- inu, Kristján Eldjárn yngri og Börkur voru smalarnir, en ég var aftur á móti fenginn til að bakka vélunum inn í skemmu á haustin. Sjálfur sá hann um fjósið og fengu fáir að koma þar inn á mjaltatíma. Ýmislegt lærði ég af afa mínum þau ár sem ég var þar kaupamaður og á ég þaðan margar af mínum bestu æskuminningum. Ég er ekki viss um að afi hefði endilega átt að vera bóndi, það hefði sennilega átt betur við hann að vera fræðimaður, hann var víð- lesinn og fróður, þekkti staðhætti og gat lýst stöðum af mikilli ná- kvæmni þó að aldrei hefði hann komið þar. Ferðalög stundaði hann lítið og fannst mikil tímasóun að „liggja og klóra sér á sólarströnd“ en þó hafð- ist að fá hann til að fara til Græn- lands þegar hann varð áttræður. Fjölskyldan sló saman í dagsferð þangað og fékk ég þann heiður að fara með honum. Þetta var skemmtileg ferð og afi hefði hæglega getað verið leiðsögu- maður í ferðinni, svo vel lesinn var hann um Grænland. Held ég að leiðsögumaðurinn í ferðinni hafi verið mun fróðari um landið eftir samtal við afa. Ég spurði afa síðar hvort hann hefði ekki áhuga á að fara aftur til útlanda „Nei, ég er búinn að fara, fór til Grænlands og Ameríku því Grænland tilheyrði Ameríku hér áð- ur fyrr og það dugar mér.“ Afi var mikill veðuráhugamaður og held ég að hann hafi ekki misst úr einn einasta veðurfréttatíma á Rás 1 síðan 1948. Hann endaði oft sögur af liðnum atburðum með því að skjóta fram hökunni, kippa hausnum aðeins til og segja: „Ég man meira að segja hvernig veðrið var!“ Hann hefði sennilega haft gaman af veðrinu daginn sem hann skildi við en þá voru þrumur og eld- ingar! Við fjölskyldan kveðjum afa með virðingu, söknuði og þakklæti fyrir allt og geri ég hans orð að mínum þegar ég minnist dánardags hans, skýt hökunni fram og segi: „Ég man meira að segja hvernig veðrið var.“ Kristján Eldjárn Magnússon og fjölskylda. Kristján Eldjárn Þorgeirsson Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minning- ar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefn- um. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ SIGURLAUG ODDSDÓTTIR ljósmóðir, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 28. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður A. Pálmadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.