Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 46
46 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
5 3 6 7
1 3 5
4 8
5 3 6 7
6 3 5 9
8 4
8 9
1
7 5 4
2 1 7
9 5 1
4 3 8
9 5 2 3
9
7 5 4
7 2 9 5
5 3 4
8 1
2 7 9
6 3 5 8
3 2 5 1
1 6
3 6
5
2 7 8 5
1 6 2 8
9 1
5 6 8 3 9 7 4 2 1
2 7 4 5 1 6 8 3 9
3 1 9 4 8 2 6 5 7
4 8 2 7 5 3 9 1 6
6 5 1 8 4 9 3 7 2
7 9 3 2 6 1 5 8 4
9 3 7 6 2 5 1 4 8
8 2 6 1 3 4 7 9 5
1 4 5 9 7 8 2 6 3
7 9 3 4 5 6 8 2 1
5 8 1 3 2 7 4 6 9
2 4 6 8 1 9 5 3 7
8 5 9 2 6 3 7 1 4
3 7 4 1 9 5 6 8 2
1 6 2 7 8 4 3 9 5
9 3 7 6 4 1 2 5 8
6 2 5 9 7 8 1 4 3
4 1 8 5 3 2 9 7 6
2 4 8 9 5 7 3 1 6
7 9 5 6 3 1 2 4 8
3 1 6 2 4 8 9 5 7
4 8 9 1 2 6 5 7 3
5 6 7 3 8 4 1 9 2
1 2 3 5 7 9 6 8 4
6 7 1 8 9 2 4 3 5
9 3 4 7 6 5 8 2 1
8 5 2 4 1 3 7 6 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 30. janúar,
30. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú
trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir
eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“
(Jh. 20.)
Víkverji er farinn að ókyrrast íbiðinni eftir skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Það er mjög
slæmt að nefndin skuli hafa þurft að
fresta útgáfu skýrslunnar tvisvar.
Það elur á tortryggni. Nú eru farnar
að heyrast efasemdaraddir allt í
kringum Víkverja. Skýrslan verði
húmbúkk og dramatískar yfirlýs-
ingar nefndarmanna um innihald
hennar reynist innistæðulausar.
Þetta verði allt eitt yfirvarp þegar á
hólminn verði komið og þessir
nefndarmenn séu bara kjaftaskar.
x x x
Víkverji tekur ekki undir meðþessum röddum, heldur hefur
fulla trú á rannsóknarnefndinni. Þar
til skýrslan birtist er ekki annað
hægt en að taka þau orð nefnd-
armanna trúanleg, að hún verði kol-
svört og lestur hennar geri mann
hryggan, reiðan og stundum verði
maður gráti næst. Útskýringarnar á
töfunum hafa verið skiljanlegar. Það
var meiri skítur í haughúsinu en bú-
ist var við í upphafi. Það er ekki
flóknara en svo. Nefndin þarf þess
vegna ráðrúm til að ganga almenni-
lega frá sinni rannsókn. Annars er
allt unnið fyrir gýg.
x x x
Það er líka hjálplegt að rifja upphversu langt við erum komin í
uppgjörinu við hrunið. Fyrst stefndi
nefnilega í þess háttar sýndarrann-
sókn, sem fólk óttast að skýrsla
rannsóknarnefndarinnar verði.
Morgunblaðið kveikti fyrst fjölmiðla
á því að heiðursmaður í sæti dóms-
málaráðherra hefði skipað tvo ann-
álaða heiðursmenn til að hefja rann-
sókn á aðdraganda hrunsins, en þeir
væru báðir bullandi vanhæfir. Nú
virðist sem sonur annars þeirra sé
grunaður um lögbrot. Á þeim tíma
var hann ekki grunaður um neitt
slíkt. Hefði ekki verið bent á van-
hæfið væri hann ef til vill ekki held-
ur grunaður um neitt í dag.
Höfum trú á rannsóknarnefnd-
inni, þar til annað kemur í ljós, og
sjáum til þess í sameiningu að ekk-
ert atriði í skýrslunni fái að liggja í
þagnargildi eftir að hún kemur út.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 brimill, 8 ekki
gamlar, 9 duglegum, 10
greinir, 11 gerast oft, 13
híma, 15 byggingarnar,
18 ekki rétt, 21 erfðafé,
22 fisks, 23 reyfið, 24
óvarkárt.
Lóðrétt | 2 skynfærið, 3
nemur, 4 vafinn, 5 elsk-
aðir, 6 ljósker, 7 formóð-
ir, 12 flýtir, 14 klafa, 15
fák, 16 mjó ísræma, 17
bátaskýli, 18 ódrukkin,
19 styrk, 20 nálægð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kamar, 4 fersk, 7 tekin, 8 ólyst, 9 dár, 11 núll,
13 átta, 14 ágætt, 15 þjór, 17 taða, 20 ris, 22 keyra, 23
orgel, 24 ræddi, 25 gærur.
Lóðrétt: 1 kotin, 2 mikil, 3 rönd, 4 flór, 5 reynt, 6 kytra,
10 áræði, 12 lár, 13 átt, 15 þokar, 16 ómynd, 18 angur,
19 allar, 20 rati, 21 sorg.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
g6 5. c4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Rc3 0-0 8.
Be2 b6 9. Rc2 Bb7 10. 0-0 Re8 11.
Dd2 Rd6 12. f3 f5 13. c5 bxc5 14.
Bxc5 Rf7 15. exf5 gxf5 16. f4 d6 17.
Be3 e6 18. Had1 a5 19. Bh5 d5 20.
Bxf7+ Hxf7 21. Rd4 Df6 22. Df2 Hc8
23. Hfe1 Ba6 24. Rxc6 Hxc6 25. Bd4
Dg6 26. He3 Bxd4 27. Hxd4 Df6 28.
He5 Hb7 29. h3 Hc4 30. Hxc4 Bxc4
31. b3 Bd3 32. Dd4 Ba6
Staðan kom upp á Kornax-mótinu,
Skákþingi Reykjavíkur 2010, sem fór
fram í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur og lauk í gær, föstudag-
inn 29. janúar. Ingvar Þór Jóhann-
esson (2.330) hafði hvítt gegn Eiríki
K. Björnssyni (2.025). 33. Rxd5! exd5
34. He8+ Kg7 35. Hg8+! og svartur
gafst upp enda drottningin að falla í
valinn.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Óþægileg tvíræðni.
Norður
♠D962
♥KG109
♦K92
♣93
Vestur Austur
♠8 ♠4
♥7653 ♥842
♦G105 ♦ÁD764
♣KG1085 ♣ÁD62
Suður
♠ÁKG10753
♥ÁD
♦83
♣74
Suður spilar 4♠.
„Ofan af röð og hærra með tvíspil.“
Út um allan hinn siðmenntaða brids-
heim eru þetta reglur sem spilarar
hafa í heiðri. Enda hafa þær dugað
vel. Nema reyndar í einni stöðu –
þegar það orkar tvímælis hvort út-
spilið sé „ofan af röð“ eða „hærra frá
tvíspili“.
Bridshátíð hófst á Hótel Loftleiðum
á miðvikudaginn með upphitunarmóti,
svokölluðu Stjörnustríði. Þar spilaði
allur salurinn 4♠, yfirleitt með ♦G út.
Það reyndist víða erfitt að hirða strax
varnarslagina fjóra. Ef sagnhafi setur
upp ♦K, drepur austur og tekur ♦D.
En hvar er tían? Það veit austur ekki.
Hann gæti reynt að afla sér upplýs-
inga með ♣Á, en vestur er varla í að-
stöðu til að leysa málið. Vestur á
vissulega ♣K, en líka ♦10. Hann veit
ekki hvað hann vill.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Eyddu ekki tíma þínum eða orku
í að sannfæra aðra um að þú sért að gera
rétt, þú ert viss, annað skiptir ekki máli.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Láttu það ekki draga úr þér kjark
þótt einhver þér eldri og reyndari reyni
að fá þig ofan af því sem þú ætlar þér.
Farðu varlega í umferðinni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er fleira um að hugsa en
veraldleg verðmæti. Vinur er í þeirri
stöðu að geta tekið skref fram á við í
sambandi sem skiptir hann máli.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það sem var einskis nýtt í gær er
verðmætt í dag. Minnimáttar fá upp-
reisn æru. Útivistin hefur setið á hak-
anum of lengi. Skelltu þér í gönguskóna,
úlpu og húfu og leggðu af stað.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Vinur gæti rétt þér hjálparhönd við
flutninga. Sýndu kjark og prófaðu þig
áfram, öðruvísi kemstu ekki að niður-
stöðu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Oft var þörf en nú er nauðsyn að
þú gerir ráðstafanir varðandi framtíðina.
Væntanlegar breytingar í einkalífinu
taka á en þú jafnar þig fljótt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú hefur haft svo mikið á þinni
könnu að undanförnu að þú hefur verið
við það að kikna, haltu þér á jákvæðu
nótunum, þá kemstu í gegnum þetta.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú býrð yfir óvenjumiklum
styrk þessa dagana. Vertu sátt/ur við
sjálfa/n þig – þú ert farin/n að sjá fyrir
endann á verkefni sem þú glímir við.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þótt það sé freistandi að
halda friðinn og verða við kröfum ann-
arra er það ekki rétta lausnin til fram-
búðar. Líttu á björtu hliðarnar og vertu
jákvæð/ur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það skiptir öllu í samstarfi að
menn virði skoðanir hver annars og nái
samkomulagi um það sem máli skiptir.
Oft skilur fólk ekki fyrr en það hefur
misst heilsuna að hún skiptir öllu máli.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Minniháttar árekstur getur
leitt til margskonar erfiðleika ef þú tek-
ur ekki strax af skarið og leysir málið.
Að vera sparsamur er dyggð.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þegar einhver nálgast þig í mikilli
neyð reynirðu af öllu afli að bregðast við
á réttan hátt. Fylgdu sannfæringu þinni
fyrst og fremst í viðkvæmu máli.
Stjörnuspá
30. janúar 1971
Frost mældist 19,7 stig í
Reykjavík, hið mesta síðan
1918. Þennan sama dag var
frostið 25,7 stig á Hólmi,
skammt fyrir utan bæinn.
30. janúar 1988
Listasafn Íslands var opnað í
nýjum húsakynnum við Frí-
kirkjuveg í Reykjavík. Safnið
var stofnað árið 1884 og hafði
verið í húsi Þjóðminjasafnsins
frá 1951.
30. janúar 2003
Jón Kristjánsson, settur um-
hverfisráðherra, birti úrskurð
sinn um miðlunarlón á Norð-
lingaöldu sem fól í sér að frið-
lýst svæði við Þjórsárver var
óskert. „Umtalsverður sigur
fyrir málstað náttúruverndar-
sinna,“ sagði Morgunblaðið.
30. janúar 2007
Tilkynnt var að hagnaður
Glitnis, Kaupþings, Lands-
bankans og Straums-Burðar-
áss árið áður hefði numið 209
milljörðum króna, sem var
met. Þetta samsvaraði 686 þús-
und krónum á hvern Íslending.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Teitur Jónas-
son, forstjóri
Teits hóp-
ferðabíla ehf.,
verður áttræður
á morgun, 31.
janúar. Hann og
eiginkona hans,
Ástbjörg Hall-
dórsdóttir, verða
að heiman á afmælisdaginn.
80 ára
AFMÆLISBARN dagsins, Guðmunda Kristín Elí-
asdóttir, ætlar að hafa það náðugt heima hjá sér í
faðmi fjölskyldunnar, en hún fyllir fjórða tuginn í
dag. „Við ætlum að taka því rólega heima, en svo
ætlum við út að borða um kvöldið með börnunum,“
segir hún.
Guðmunda segir fjölskylduna ekki mjög fast-
heldna á hefðir og siði á afmælisdögum, það sé
spilað eftir eyranu hverju sinni eftir aðstæðum og
staðsetningu fjölskyldufólksins. Sjálf hafi hún
ekki haldið ærlega upp á afmælið síðan hún varð
tuttugu og fimm ára.
Guðmunda er sem stendur í barneignarleyfi, en hún og eiginmaður
hennar, Friðrik Óttar Friðriksson arkitekt, eiga þrjú börn. Nýjasti
fjölskyldumeðlimurinn er drengur sem verður eins árs gamall á þessu
ári en fyrir eiga þau hjónin tvær dætur, þá eldri tólf ára og þá yngri
sjö ára gamla.
Með vorinu stefnir Guðmunda á að ljúka námi í rekstrar- og við-
skiptafræði frá Endurmenntun HÍ, en fyrir er hún með BA-gráðu í fé-
lagsfræði frá Háskóla Íslands. Eftir útskriftina tekur svo atvinnuleit-
in við. onundur@mbl.is
Guðmunda Elíasdóttir er fertug í dag
Rólegur fjölskyldudagur
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Ísafjörður Sonur Jóhönnu
Fylkisdóttur og Samúels
Orra Stefánssonar fædd-
ist 4. janúar kl. 7.14. Hann
vó 3.640 g og var 51 cm
langur.
Halldór Krist-
jánsson, bóndi
Stíflisdal í Þing-
vallasveit, er sex-
tugur á morgun,
31. janúar. Hann
bjó og starfaði á
Reynivöllum í
Kjós til 1977 er
hann fluttist í
Stíflisdal ásamt konu sinni Guðrúnu
Kristinsdóttur. Halldór er mikill
áhugamaður um sauðfjárrækt.
60 ára