Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 47

Morgunblaðið - 30.01.2010, Side 47
Dagbók 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Stjórnarandstaðan klúðraði Icesave- málinu BÚSÁHALDABYLT- INGIN svokallaða rak ríkisstjórn Samfylk- ingar og sjálfstæð- ismanna frá völdum vegna alvarlegra mis- taka sem leiddu til þess að bankarnir skuld- settu þjóðina, nánast í þrot. Síðan kaus þjóðin nýja stjórn, Samfylk- ingar og vinstri grænna. Þeim var falið að leysa efnahagsvand- ann og þar með Icesave-málið. Eðli- legast hefði verið að stjórn og stjórn- arandstaða legðust á eitt um að leysa Icesave, án pólitískra deilna, ekki síst vegna þess að vandamálið var af- leiðing mistaka stjórnarand- stöðuflokkanna, en þeir kusu að veit- ast af hörku að ríkisstjórninni og sökuðu hana um efnahagsklúður sem þeir töldu vinnubrögðin stefna þjóðinni í og drógu þannig athyglina frá aðalþætti málsins, efnahags- hruninu. Þessi áróður, ásamt út- hrópun sjónvarpsstöðva á meintu klúðri ríkisstjórnar, varð til þess að þjóðin snerist gegn sinni eigin stjórn og krafðist þess að forsetinn skrifaði ekki undir Icesave-lögin. Sem hann og gerði. Þetta sýnir hvernig póli- tískur loddaraháttur getur dregið þjóðina á asnaeyrunum, í hring, eins og hvolp sem eltir á sér rófuna. Eftir að forsetinn hafði sent Ice- save-lögin til þjóðarinnar upphófst mikil taugspenna hjá stjórnarand- stöðu og fréttamönnum sjónvarps, þar sem ljóst var að þeir höfðu dreg- ið þjóðina aftur út í óvissu sem hæg- lega gæti kostað hana enn meira fjárhagslegt tjón og umfjöllunin miðaðist eingöngu við það að draga athyglina frá stjórnarandstöðunni og úthrópa viðbrögð ríkisstjórn- arinnar sem einhverskonar koll- steypu á skoðun máls- ins erlendis. En erlendar fréttastofur voru aðeins að bregð- ast við með sama hætti og innlendar, að búa til góða æsifrétt sem vekti áhuga áheyrenda. Þá skiptir sannleikurinn eða áreiðanleikinn engu máli, hvorki hjá innlendum né erlend- um fjölmiðlum. Ég hef í 65 ár fylgst með pólitík og oft haft ánægju af því að hlusta á orðfima ræðumenn á þingi, en ég held að aldrei hafi stjórnarandstaða verið jafn illa þjáð af skynsemisskorti og nú, því það hefði átt að vera hverjum manni ljóst að Icesave-málið krafðist viðskiptalegrar lausnar og hafði ekk- ert með pólitíska flokkabaráttu að gera, en stjórnarandstaðan lagði allt kapp á það að veikja pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar í staðinn fyrir að einbeita sér að lausn Icesave- málsins og stundaði endalaust orða- gjálfur. Mér finnst að þjóðin eigi að refsa mönnum fyrir svona vinnu- brögð á þingi. Skoðanakannanir er auðvelt að nota sem skilaboð til forystumanna flokkanna um það hvort þeir séu að vinna fyrir heildina eða ekki. Þessar kannanir þurfa ekki að sýna styrk- leika flokkanna nema í kosningabar- áttu eða í sérstökum auglýstum styrkleikakönnunum. Þingmenn þurfa auðsjáanlega meira aðhald frá þjóðinni en þeir hafa fengið hingað til. En þá þurfa kjósendur að taka sjálfstæðar ákvarðanir hver og einn, en ekki sem spiladósir tungulipurra pólitíkusa. Guðvarður Jónsson, Valshólum 2, Reykjavík. Ást er… … kampavín frá Frakk- landi, súkkulaði frá Belgíu og ást frá honum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Baldur Garðssonar keypti umdaginn litla kilju, „100 Best- Loved Poems“, sem inniheldur 100 valin kvæði heimsbókmenntanna á ensku, og hann skrifar: „Í bókinni er kvæði eftir Edgar Allan Poe (sem lést sárafátækur langt um ald- ur fram), sem fjallar um öfundina og hvernig hún getur eyðilagt líf fólks, kvæðið Annabel Lee. Kvæðið endar svipað og kvæði Steins Steinars, Tíminn og vatnið, þ.e. að skáldið sættist við orðinn hlut með þeim hætti að minningin lifir. „...og fjarlægð þín hvíldi í faðmi mínum, í fyrsta sinn,“ orti Steinn.“ Baldur hefur rekist á fjórar þýð- ingar á kvæðinu og safnað loka- erindunum saman til samanburðar. Fyrst má nefna þýðingu eftir Ágúst H. Bjarnason frá árinu 1917, en þar er nafn sögupersónunnar íslenskað Annabel Lí: Í tunglsljóssins öldum mér andlit þitt skín, mín Annabel, Annabel Lí, svo afmálar stjarna hver augnaljós þín, mín Annabel, Annabel Lí, við hlið þér um nætur í draumi ég dvel, mín dýrmæta brúður í lífi og hel, í gröf þinni græði við, hinn gnauðandi sævarnið. Næst er það þýðing Sigurjóns Friðjónssonar frá Sandi, sem útgef- in var árið 1967, en hann fækkar línum í erindum: Í sérhverjum draumi dag og nótt, ertu draumkona, Annabel Lí, og leiftur stjarnanna um ljósakvöld, eru leiftur þín Annabel Lí, þú líf mitt og hamingja í hljóðlátri gröf, hjá fellur sjór með gný. Þá er það þýðing eftir Guðmund Arnfinnsson: Við mánans lín þegar dagsljósið dvín, dreymir mig Annabel Lí, í stjörnubjarma með bros um hvarm, birtist mér Annabel Lí, hverja einustu nótt þegar allt er hljótt, hjá ást minni og brúði hvíli ég rótt, við sædjúpin sæng hennar í, við sædjúpin gröf hennar í. Loks er það þýðing Þorsteins frá Hamri úr Nýjum ljóðum frá árinu 1985, en þar nefnist sögupersónan Inga Ló, eins og í bíómyndinni: Því ei skín svo máni að mér ekki lánist að minnast við Ingu Ló; ei blikar svo stjarna að bros’ ekki þarna mín blessaða Inga Ló; og svo kemur nóttin í sínu skrúði; ég sef hjá ást minni, lífi og brúði í svartri kistu við sjó – í gröf við gnýinn frá sjó. Að lokum veltir Baldur því fyrir sér hvort fólk kannist við fleiri þýð- ingar „á þessu magnaða kvæði um Annabel Lí, sem N.B. var svo fögur og flekklaus, að æðri máttarvöld sáu ekki annan kost í stöðunni en að drekkja henni, sakir öfundar.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Kvæðið um Annabel Lee AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.