Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 50

Morgunblaðið - 30.01.2010, Page 50
50 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010  Stutt er síðan einn heitasti söngvari landsins, Ingó í Veðurguð- unum, tilkynnti að hann hygðist draga úr tónlistinni í lífi sínu og leggja meiri áherslu á fótboltafer- ilinn með Selfossi. Nú hefur Ásgeir Börkur Ásgeirsson, söngvari þungarokkssveitarinnar Shogun, sigurvegara Músíktilrauna 2007, gengið skrefi lengra og ætlar að leggja tónlistina á hilluna fyrir fót- boltann. Hinir hljómsveitarmeðlimirnir halda þó ótrauðir áfram, líklega undir öðru nafni, og auglýsa eftir nýjum söngvara á Myspace. Lokatónleikar Shogun með Ás- geir í framlínunni verða á Grand Rokk í kvöld og hefjast kl. 22. Með Shogun spila Gordon Riots, We Made God og Endless Dark. Shogun með loka- tónleika í kvöld Fólk MARÍA Dalberg heitir ung leikkona sem starfar í London og mun fara með aðalkvenhlutverkið í leikritinu In Me- mory of Edgar Lutzen sem er byggt á dagbók sænska leikskáldsins August Strindberg. Aðalpersóna verksins, Edgar Lutzen, er byggð á Strindberg en María leikur persónu sem byggð er á eiginkonu Strindbergs, Harriet, en hún var ein virtasta leikkonan í Stokk- hólmi snemma á 20. öld. Leikritið er sýnt í Old Red Lion Theatre í miðborg London. Leikritið skrifaði bandaríska leik- skáldið David Hauptschein en verk hans hafa verið sýnd víða. Leikstjóri verksins, Julio Maria Martino, hefur leikstýrt fjölda leikrita í London og unnið til verðlauna en hann hefur unn- ið með Hauptschein að sjö leikritum. „Ég kynntist leikstjóranum Julio þeg- ar ég fór að sjá leikrit sem hann var að setja upp fyrir tveimur árum. Ég hitti hann eftir sýninguna og þá kom í ljós að við höfum mjög svipaðan smekk á leikhúsi og kvikmyndum. hafði hann samband við mig í sumar og bað mig um að koma í samlestur fyrir þetta nýja verk. Hann prufaði fullt af leik- urum og á endanum var hann kominn með hópinn sem hann vildi vinna með og þar með hófst mikil undir- búningsvinna. Julio er ólíkur öðrum leikstjórum sem ég hef unnið með því að hann vill heldur vinna lengi og ítarlega með leikurunum en hafa stutt æfingar- tímabil. Þessi mikla undirbúningsvinna skilar sér algjörlega núna þegar við erum að vinna stíft fram að frumsýningu 2. febr- úar,“ segir María. helgisnaer@mbl.is María Dalberg Fer með hlutverk Harriet.  Nýjasta kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, verður frumsýnd hinn 4. mars 2010 hér á landi. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto hinn 11. september í fyrra og vakti þar nokkra athygli, hún hefur fengið góða dóma víða og var m.a. tilnefnd til Norrænu kvikmyndaverðlaun- anna. Myndin hefur nú verið seld til tuttugu og tveggja landa og fengið dreifingu m.a. í Bandaríkjunum og Frakklandi. Með aðalhlutverkin í The Good Heart fara Hollywood-stjörnurnar Brian Cox og Paul Dano. Í henni segir frá heimilislausa drengnum Lucas sem kynnist Jaques, úrillum kráareiganda, sem tekur hann und- ir væng sinn með það fyrir augum að arfleiða hann að kránni. Allt gengur að óskum þar til drukkin flugfreyja kemur áætlunum Jaques í uppnám. The Good Heart frum- sýnd á Íslandi 4. mars  Sambíóin í Kringlunni munu sýna beint frá frumsýningu á leik- ritinu Nation í National Theatre í London í dag kl. 14. Þetta er í þriðja sinn sem Sambíóin bjóða upp á slíka útsendingu á bíótjaldi en hafa auk þess sýnt beint frá óperu- sýningum, óperuunnendum til mik- illar gleði. Nation er byggt á sögu eftir Terry Pratchett en Mark Ra- venhill sá um aðlögun á verkinu. Leiða má líkur að því að færri leikhúsunnendur komist til London á frumsýningar nú en fyrir kreppu og kann hér að vera komin lausnin á því. Miðinn kostar að vísu 2.200 kr., um tvöfalt meira en bíómiði. En það er samt ódýrara en flugmiði. Leikrit frumsýnt í Sam- bíóunum Kringlunni Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞETTA er svokallaður for-trailer, eins og ég geri stundum,“ segir kvik- myndagerðarmaðurinn Ólafur Jó- hannesson um stiklu sem finna má á vefnum Vimeo fyrir kvikmynd- ina Borgríkið. Stiklan er hin fagmannlegasta og má sjá marga kunna leikara í henni, m.a. Ágústu Evu Er- lendsdóttur, Ingvar E. Sig- urðsson og Björn Thors. En kvik- myndin verður líklega aldrei gerð og segir Ólafur ástæðuna niðurskurð á framlögum ríkisins til kvikmynda- gerðar og boðaðar sparnaðar- aðgerðir RÚV, að minnka verulega kaup á íslenskum kvikmyndum og heimildarmyndum. Stikluna fyrir Borgríkið gerði Ólafur sérstaklega til að fjármagna verkið en núna notar hann hana til að vekja athygli á niðurskurðinum öllum. Stiklan endar á texta sem rennur yfir skjáinn: „Nei, bíddu. Því miður er ekki hægt að gera þessa mynd. Katrín Jakobsdóttir er búin að skera niður Kvikmyndasjóð margfalt meira en aðrar listgreinar og Páll Magnússon hefur ekki áhuga á íslensku efni. Oh, jæja.“ Ólafur bendir á að mikið hafi verið að gerast í fyrra í kvikmyndabrans- anum. Þegar hann hafi verið í tökum á væntanlegri kvikmynd sinni Kurt- eisu fólki hafi einnig staðið yfir tökur á Roklandi, Bjarnfreðarsyni, Sum- arlandinu t.d. „Með því að taka sjóð- inn niður um 250-60 milljónir verður margföldunarskaðinn svo mikill, það hefur aldrei verið svona mikið flæði síðan við byrjuðum á kvikmynda- gerð,“ segir hann um skert framlög til kvikmyndagerðar. Menn taka síður áhættu „Það sem Katrín er að gera þarna er eitthvað sem enginn skilur, af hverju hún gengur svona hart fram í því að skera kvikmyndagerð niður margfalt meira en aðrar listgreinar. Síðan er mjög mikilvægur punktur í þessu að við erum ekki að tala um að taka peninga af barnaspítölum eða jarðgöngum, það er bara verið að biðja um skýringar á því af hverju hún gengur svona hart gegn kvik- myndagerð. Ekki einasta þýðir þetta að í staðinn fyrir sex til átta myndir á ári séu þetta þrjár til fjórar heldur einnig að í fjársveltinu taka kvikmyndagerðarmenn minni sénsa og það kemur niður á fjölbreytni.“ Ólafur segir rök Katrínar m.a. þau að sjóðurinn til kvikmyndagerðar hafi hækkað hlutfallslega mest mið- að við aðra styrktarsjóði listgreina seinustu ár en hún gleymi því að sjóðurinn hafi áður hækkað minnst hlutfallslega miðað við aðra sjóði. Tærnar af „Það er rosalega sárt að búið sé að þjálfa upp heila kynslóð af kvik- myndagerðarmönnum og nú er bara verið að skera tærnar af,“ segir Ólafur. Nú muni kvikmyndagerð- armenn líklega fara til útlanda í von um að geta starfað í faginu. „Þetta er bara hvatning til þess að fara að taka upp á ensku,“ segir Ólafur. Hann vorkenni þó ekki sjálfum sér að þurfa að gera kvikmyndir fyrir lítinn pening en það sé engu að síður slæmt, upp á fjármögnun kvik- myndar, að geta ekki sagt að Rík- isútvarpið muni kaupa hana til sýn- inga, upphæð sem svari til um 1-2% heildarframleiðslukostnaðar. „Ef RÚV væri með í spilinu, fyrir 1-2% af framleiðslukostnaði myndi það í rauninni sexfalda möguleika mína á því að geta fengið fjármagn erlend- is,“ segir Ólafur. Svo virðist sem Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi ekki hugmynd um þetta. „Og kannski skiljanlega þar sem menn hafa ekki verið neitt sérstaklega forvitnir um hvernig íslenskt efni er framleitt þarna upp frá,“ segir Ólafur og á þar við Útvarpshúsið. Ólafur Darri sem Spider-Man? – Heldurðu að menn fari í meira mæli að reyna að gera kvikmyndir sem eru líklegar til að ganga vel er- lendis? „Þannig verður það bara því fólk reynir að lifa af, eðlilega. Ég vona bara að menn detti ekki í það að setja Ólaf Darra eða einhvern í Spi- der-Man-búning,“ segir Ólafur. Kvikmynd Ólafs, Kurteist fólk, verð- ur frumsýnd á árinu en hann veit ekki hvað tekur við eftir það. „Nú hefst mikil barátta fyrir þessu Borg- ríki,“ segir Ólafur. Og kvikmynda- gerðarmenn muni berjast áfram. – Um hvað er Borgríkið, kvik- myndin sem líklega verður aldrei gerð? „Í stuttu máli fjallar hún um eitur- lyfjakóng á Íslandi sem verður fyrir því að það kemur serbnesk mafía, ætlar að taka markaðinn yfir og allt fólkið sem lendir á milli.“ – Þetta virðist hafa alþjóðlega skírskotun. „Já (hlær) en það er af því að þessi alþjóðlegi veruleiki er kominn til Ís- lands sem sannaðist í þessu man- salsmáli um daginn.“ – Þú getur kannski selt endur- gerðina strax til Hollywood, sleppt því bara að gera kvikmyndina? „Já, hey! Þetta er fín hugmynd. Ég ætla að hringja til Hollywood.“ „Ekki hægt að gera þessa mynd“  Ólafur Jóhannesson segir ríkið og RÚV skera tærnar af heilli kynslóð kvik- myndagerðarmanna  Segir hæpið að fá fé til framleiðslu á Borgríkinu Í fjárlögum ársins 2010 var sam- þykkt að lækka framlög til Kvik- myndasjóðs niður í 450 milljónir. Haft var eftir menntamála- ráðherra í Morgunblaðinu 24. des. sl, að ástæða þess að meira væri skorið niður í framlögum til kvik- myndageirans en annarra list- greina væri sú að geirinn hefði fengið umtalsverða hækkun um- fram aðra á framlögum 2005- 2007. „Það var vitað að fjárlögin 2010 og 2011 yrðu erfið, en þetta er ekki eilíft ástand,“ sagði Katrín. „Vitað að fjárlögin 2010 og 2011 yrðu erfið“ Ólafur Jóhannesson Ljósmynd/Pjetur Geir Úr stiklu fyrir Borgríkið Leik- konan Luna Ósk- arsson farðar sig. Vefsíða Ólafs: poppoli.com Stikla fyrir Borgríkið: www.vi- meo.com/9020156 Verk sem byggist á dagbók Strindbergs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.