Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Hægt og sígandi hefur Ámóti sól orðið ein helstamektarsveit íslenskspopps; sigld sveit líkt og Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól á sínum tíma og fleiri sveitir sem allar eiga það sam- eiginlegt að hafa keyrt langan feril sem einkennist af reglubundinni ball- spilamennsku en um leið reglubundinni útgáfu á frum- sömdu efni. Á móti sól er að vísu ekki sambærileg við kóngana, þ.e. Sálina, en sveitin hefur ávallt haldið dampi í þau fimmtán ár sem hún hefur starfað, neglir út slögurum við og við og býr yfir þeirri gæfu að eiga sjarmerandi forsöngvara í líki Magna Ásgeirssonar sem er andlit sveitarinnar út á við og það hefur ekki gert lítið fyrir vegferð hennar. Útgáfusaga sveitarinnar er giska athyglisverð og segja má að þar hafi skipst á skin og skúrir. Fyrstu plöt- urnar tvær, Gumpurinn (1997) og 1999 (1999), hálfgert drasl en sú fyrsta með Magna, ÁMS (2001), al- gjör poppperla. Aftur sló í harð- bakkann með Fiðrildi (2003) og Topplagaplöturnar (2004, 2005) voru sannarlega vafasamar. Platan 8 er sjöunda hljóðversp- lata sveitarinnar (2006 kom út safn- plata) og hún gæti mögulega verið besta plata sveitarinnar til þessa. Af henni stafar afslappað öryggi þeirra sem þurfa ekki að sanna sig fyrir neinum lengur. Platan opnar með þekkilegu lagi í millitakti og slær það tóninn fyrir blæbrigði plötunnar í heild. „Verst að ég er viss“ er stór- góð ballaða eftir Heimi Eyvindar- son hljómborðsleikara og í „Riddari götunnar“ bregður sveitin fyrir sig jaðarrokkstöktum og skilar þeim með glans. Magni, sem syngur frá- bærlega út í gegn, á svo ofurballöð- una „Til þín“ sem gengur að sama skapi fullkomlega upp. Og svo má telja. Rennslið er því fumlaust; engin af þeim lagasmíðum sem hér hljóma er ódýr; hljómur er góður og „feitur“, fullkomlega í takt við efnið, og það er vandað til verka í alla staði. Þetta er fullorðins, en hvorki þreytt né gelt. Hér er á ferðinni eðalpopp, al- íslenskt, og mikið var að sveitin gaf út plötu með frumsömdu efni. Það er vonandi að fríið sem sveitin tók sér um áramótin verði ekki of langt. Geisladiskur Á móti sól – 8 bbbbn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Fullorðins „Af henni stafar afslappað öryggi þeirra sem þurfa ekki að sanna sig fyrir neinum lengur,“ segir rýnir m.a. um plötu Á móti sólar. Lukku- talan 8 ÞAÐ RIGNIR MAT! HHH „Steikt, frumleg og sprenghlægileg.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Fráskilin... með fríðindum HHH „...hefur sama sjarma til að bera og forverinn“ -S.V., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE Fráskilin... með fríðindum Alvin og Íkornarnir kl. 1(600kr) - 3:50 LEYFÐ Avatar 3D kl. 1(950kr) - 4:40 - 8 B.i.10 ára Did you hear about the Morgans kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum 3D kl. 1(950kr) - 3:30 - 5:40 LEYFÐ It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i. 12 ára Skýjað með kjötbollum á köflum 2D kl. 1(600kr) - 3:30 - 5:40 LEYFÐ It‘s Complicated kl. 2* - 5:25 - 8 - 10:35 Lúxus Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 2 og 4 Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 STÓRKOSTLEG MYND SEM SLEGIÐ HEFUR RÆKILEGA Í GEGN Sýnd kl. 2(550kr) og 4 SÝND MEÐENSKU TALI ÍREGNBOGANUM ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 2(900kr) og 3:50Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 Skemmtilegasta teiknimynd ársins! TVÆR VIKUR Á TO PPNUM Í USA 100.000 MANNS Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE HHH -T.V., Kvikmyndir.is TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA TILNEFND TIL 3 GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA HHH -T.V., Kvikmyndir.is *Sýningartími eingöngu á sunnudag Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐUmeð Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.