Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2010 Heitast 0 °C | Kaldast 10 °C  Norðan 8-13 m/s og él með A-ströndinni og NA-til, annars mun hægara og bjart. Frost 0 til 10 stig, kalt í innsveitum NA-lands. » 10                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-+ *./,01 ))1,/) *-,2+- *),3.* )+,-0 )*),)3 ),0)) )1+,2) )++,+0  456  4 *1" 7 8 5 *.). )*+,3+ *./,11 ))1,23 *-,10- *),333 )+,-1) )*),/ ),0)/) )12,0 )+2,*0 *--,*3-) %  9: )*+,1+ *.3,01 )*.,*) *0,.)- *),+- )+,00* )*),20 ),0)1* )12,11 )+2,+0 FÓLK Í FRÉTTUM» FÓLK» Doherty yfirheyrður vegna andláts. »54 Rennslið er fum- laust, engin laga- smíðanna er ódýr, hljómur er góður og „feitur“, segir m.a. um plötuna 8. »55 TÓNLIST» Hljómur „feitur“ TÓNLIST» Fyrsta sólóplata Jónsa kemur út 5. apríl. »54 KVIKMYNDIR» Tilda Swinton er sátt við Sundance. »57 Horaðar kvenfyrir- sætur þykja slæmar fyrirmyndir enda vegur meðalfyrir- sæta um 23% minna en venjuleg kona. »56 Grindhor- aðar á palli AF TÍSKU» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Íslendingar léku með sorgarbönd 2. Meint gjaldeyrissvik í rannsókn 3. Allra augu á Íslandi 4. Hollendingar gefa sig ekki  Íslenska krónan styrktist um 0,58%  Framsóknar- maðurinn Magnús Stefánsson, fyrr- verandi félags- málaráðherra, tek- ur sæti í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. í stað Auðar Finnbogadóttur. Kosið var í stjórn RÚV við upphaf þingfundar í dag. Ekki urðu aðrar breytingar á skipan aðalmanna í stjórn Ríkis- útvarpsins. Svanhildur Kaaber, Margrét Frímannsdóttir, Kristín Edwald og Ari Skúlason voru öll endurkjörin í stjórn RÚV. FJÖLMIÐLAR Magnús Stefánsson nýr í stjórn Ríkisútvarpsins  Þossi (Þor- steinn Hregg- viðsson), sá er gerði garðinn frægan á X-inu á gullaldarárum þess snýr nú aftur í út- varpið með þáttinn Gogoyoko, sem verður á Rás 2 eftir miðnæturfréttir á mánudögum til kl. 1. Þátturinn er beintengdur við sam- nefnt tónlistarsamfélag á netinu en á meðal þess sem verður tekið fyrir eru hljómsveitir sem eru að gera það gott á viðlíka síðum, ofurtónlistar- bloggarar og auk þess verður vin- sældalisti Gogoyoko kynntur. ÚTVARP Þossi byrjar með þáttinn Gogoyoko á Rás 2  ANNAR tveggja umsjónarmanna stefnumótaþátt- arins Djúpa laugin, sem hefur göngu sína á ný á Skjá einum 12. febrúar nk., Ragnhildur Magnúsdóttir, segir mikla stemn- ingu fyrir þættinum og að 200 um- sóknir hafi borist á nokkrum dögum frá fólki sem vilji taka þátt. „Það er okkar markmið að koma fólki út – sem og á óvart með vissum nýj- ungum,“ segir Ragnhildur en hinn umsjónarmaðurinn er Þorbjörg Marinósdóttir. SJÓNVARP 200 umsóknir og „mark- miðið að koma fólki út“ „LEIKRITIÐ fjallar um Edgar sem er virtasti listmálari Stokkhólms. Hann tekur þá ákvörðun að hætta að mála og snúa sér að gullgerðarlist. Mannorð hans er í rúst og einnig hjónabandið. Hann er smátt og smátt að missa tökin á lífi sínu og missa vitið. Að öðru leyti er leikritið skáldskapur. Við erum fimm leikarar í sýningunni, allir Bretar en ég er eini Skandinavinn svo að ég kem með svona skandinavísk áhrif á uppfærsluna,“ segir María Dalberg leikkona sem fer með aðalkvenhlutverkið í leikritinu In Memory of Edgar Lutzen sem frumsýnt verður í Old Red Lion Theatre í miðborg Lundúna, 2. febrúar nk. Verkið skrifaði David Hauptschein en leik- stjóri þess er Julio Maria Martino. María segist hafa kynnst leikstjóranum og í kjölfarið hafi hann boðið henni að mæta í prufu fyrir hlutverk Harriet. | 50 „Skandinavísk áhrif á uppfærsluna“ EIÐUR Smári Guðjohnsen mætti á sína fyrstu æfingu hjá Tottenham Hotspur í gær. Haft var eftir fram- kvæmdastjóranum Harry Red- knapp að of snemmt væri að setja Eið Smára beint inn í aðalliðið og leikur hann því ekki með liðinu í dag í ensku úrvalsdeildinni gegn Birmingham. Ætlar Redknapp að gefa íslenska landsliðsfyrirliðanum viku til að æfa með liðinu og kom- ast betur inn í málin áður en hann leikur fyrsta leikinn. Óánægja er í herbúðum West Ham með ákvörð- un Eiðs Smára. | Íþróttir Á fyrstu æfingu í gær Morgunblaðið/Ómar Eiður Smári Kominn til liðs við Tottenham Hotspur á Englandi. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is „ÉG er orðinn leiður á að vera at- vinnulaus,“ segir Auðunn Sigurðs- son. Hann vann í Járnblendiverk- smiðjunni, en það starf hvarf í niðurskurði. Þessa dagana er hann á þriggja vikna námskeiði, sem heitir Frumkvöðlasmiðjan, er haldið á Akranesi og byggist á því að hjálpa ungu fólki að hjálpa sér sjálft. Hann er kominn með viðskiptahugmynd. „Ekkert er verra fyrir samfélagið en að fyrsta reynsla ungs fólks, 17 til 24 ára, á vinnumarkaði sé at- vinnuleysi, að það fái höfnun frá samfélaginu,“ segir G. Ágúst Pét- ursson, stjórnandi Frumkvöðla- smiðjunnar: „Þess vegna þurfum við að finna leið til að þau fari af stað full af sjálfstrausti og leiti sér ann- aðhvort að vinnu, fari í skóla eða hreinlega taki málin í sínar hendur og stofni til einhvers konar rekstr- ar.“ Inga Dóra Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi, sem stendur að námskeiðinu ásamt Vinnumálastofnun á Vesturlandi og SSV – ráðgjöf og þróun. „Við búum við nýjar aðstæður,“ segir hún. „At- vinnuleysi hefur aldrei verið jafn mikið í landshlutanum og við erum að bregðast við því.“ Guðrún Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi, þekkir ástandið á Vesturlandi vel og það er verst á Akranesi og í ná- grenni. Hún segir að mikil breyting hafi orðið eftir kreppu: „Í desember árið 2007 voru 57 atvinnuleitendur á Vesturlandi og 36 á Akranesi. Til samanburðar voru í desember 2009 570 atvinnuleitendur á öllu Vestur- landi, þar af 340 á Akranesi. Þetta eru miklar sviptingar.“ Í Frumkvöðlasmiðjunni leggur Auðunn Sigurðsson drög að nýrri viðskiptahugmynd ásamt þremur öðrum. Ætlunin er að stofna þjón- ustufyrirtæki, sem selur fæðubót- arefni og veitir ráðgjöf um notkun þeirra. Auðunn verður tvítugur í dag og hefur stundað líkamsrækt frá því að hann var 14. Hann veit því um hvað hann er að tala og nú gæti áhugamálið orðið að atvinnu hans. Fjallað er um Frumkvöðlasmiðj- una og rætt við aðstandendur henn- ar og þátttakendur í Sunnudags- mogganum, sem fylgir Morgun- blaðinu í dag. Morgunblaðið/RAX Viðskiptahugmynd Ívar Karl Sigurðarson kynnir hugmynd sína og Magnúsar Óskars Stardal um raftónlistarnámskeið í Frumkvöðlasmiðjunni á Akranesi. Frumkvöðlasmiðjan er þriggja vikna námskeið, sem nú stendur yfir, og er markmiðið að halda fleiri slík námskeið á Vesturlandi á næstunni. Opna augu ungs fólks Í Frumkvöðlasmiðjunni á að efla sjálfs- traust og auka bjartsýni í kreppunni Í HNOTSKURN »Frumkvöðlasmiðjunni erætlað að hjálpa ungu fólki að finna persónulegan styrk- leika sinn og möguleika. »Ætlunin er að ná til þeirra,sem skráðir eru atvinnu- lausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði og efla með þeim bjartsýni og jákvæðni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.