Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 9

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 9
óvopnuðum ránum Dag einn eftir skóla nörruðu nokkrir bekkjarfélagar mínir mig til þess að hnupla frostpinnum frá Vidda kaup- manni. Mér tókst að stela nokkrum Pinnum og skundaði síðan hróðugur heim á leið, sleikjandi frostpinna. En þegar ég nálgaðist heimili mitt var skyndi- lega gripið harkalega um öxl mér. Það var amma. Ég átti sjaldnast aura og hana grunaði strax hvernig í öllu lá. .,Hvað ertu nú búinn að gera af þér ormurinn þinn? Gengurðu um stelandi ófétið þitt a tarna?“ En þótt amma hefði hvassa tungu, þá var augnaráð henn- ar mun hvassara og mér var lífsins ó- mögulegt að ljúga, þegar augnaráð hennar hvíldi á mér. Sannleikurinn kom fljótt í ljós og amma dró mig með sér til Vidda kaupmanns. Þegar þangað var komið, varð ég að játa verknaðinn og skila því sem var óétið af ránsfengnum. Viddi varð samt sem áður ekki hýr á brá, þegar ég afhenti honum þýfið, vegna þess að frostpinnarnir höfðu heldur lát- ið á sjá eftir dvölina í úlpuvasa mínum. Hann hysjaði upp um sig buxurnar, alla leið upp á miðja ýstru, með miklum virðuleika og krafðist þess að amma endurgreiddi honum pinnana. Síðan rykkti hann buxunum aftur upp um sig; þær leituðust nefnilega sífellt við að renna niður brattann. En amma þurfti svo sannarlega enga ýstru máli sínu tii stuðnings, enda hafði hún líka munninn fyrir neðan nefið. Hið eina sem gat sleg- ið hana út af laginu í orðarimmum, var þegar fölsku tennurnar losnuðu uppi í henni, en það kom stundum fyrir, þeg- ar hart var deilt. „Það er mest um vert að þjófnaðurinn skuii vera upplýstur“, sagði hún við kaupmanninn, „og ég ska! svo sannarlega sjá til þess að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur. En við skulum nú ekki vera að fárast yfir pinnaræflunum, þeir eru hvort eð er soddan sykursull og ekki viltu gera tann- læknahelvítin ríkari en þau eru, Viddi minn?“ Viddi kaupmaður hafði þekkt ömmu um langt árabil og kinkaði þess vegna kolli til samþykkis. Amma seild- ist þá ofan í kápuvasa sinn og dró fram neftóbaksdós og bauð Vidda í nefið. Síðan hellti hún ríflegum skammti á handarbak sitt, tóbakið myndaði lítið fjall, sem því næst sogaðist upp í nasa- holur ömmu minnar. Árin liðu hvert á fætur öðru. Ég tók landsprófið og kolféll. Þar með var skólaganga mín á enda. Ég hóf vinnu, því ekki gátum við amma lifað lengur á ellistyrknum hennar. Amma var mál- kunnug manni nokkrum, sem var verk- stjóri í öskunni, og sá útvegaði mér vinnu sem öskukarl. Ég vann og vann. Tíminn leið hratt, hann æddi áfram, ónotaður, því að hugsun þess er um- gengst rusl allan liðlangan daginn, dofn- ar smám saman og verður að lokum samdauna ruslinu. Ég glímdi við rusla- tunnurnar sérhvern dag, með frostbitið andlit á nöprum vetrardögum, með nið- urrignt hár í votviðrum. Enda þótt hugsun mín væri einna líkust manni í hjólastól, þá gerði ég mér samt grein fyrir óréttlætinu sem bitnaði svo hart á mér og ömmu. Kjör okkar voru alltaf jafn slæm, samt virtust aðrir hafa allt til alls. Og árin liðu, en ekkert breyttist. Ég var eins og hamstur sem hamast dag eftir dag í hlaupahjóli sínu, en það er sama hversu hart hann leggur að sér, hann er stöðugt á sama stað. Og þegar hvasst var og vindurinn slóst framan í mig, líkt og guð vildi löðrunga mig, sór ég þess eið að einhvern tíma skyldi ég rífa mig lausan úr þessari ánauð. Með hverri ruslatunnu, sem ég tæmdi, jókst hatrið í brjósti mínu, það settist þar að og gróf um sig. Mest hataði ég þá menn sem sáu um að viðhalda þessu óréttláta kerfi, mennina sem komu fram í sjón- varpinu á kvöldin og tönnluðust á sparn- aði. Samt voru þeir í fötum sem kostuðu jafn mikið og ég fékk í laun á mánuði. En eftir því sem tíminn leið breyttist hatur mitt í örvæntingu, því að allt benti til þess að ég yrði fátækt öskukarlshró það sem eftir væri ævinnar. Og örvænt- ingin neyðir menn oft til þess að grípa til örþrifaráða. Ég varð að komast upp úr þeim forarpytti, sem þjóðfélagið hafði fleygt mér í. En þar sem ég kunni ekki hið lögboðna sund, varð ég að hafa önnur ráð með að koma mér á þurrt, eða drukkna að öðrum kosti. 9

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.