Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1984, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.03.1984, Qupperneq 12
Um leið og lögreglumaðurinn steig upp í efsta þrepið var hurðinni hrundið upp og inn æddi amma mín með miklu off- orsi. „Hvað gengur hér eiginlega á? Hver gaf ykkur herramönnunum leyfi til þess að flandra upp um alla veggi?“, sagði hún og hvessti augun á lögregluþjónana, „þið getið þarasta farið í ykkar apaleiki annars staðar, herrar mínir, og þar með punktur og þasta.“ Félagarnir svart- hvítu urðu fremur kindarlegir á svip, en létu þó ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Það bendir allt tii þess að hann hafi framið ránið“, sagði annar þeirra og benti á mig. „Ránsfengurinn og byssan eru að öllum líkindum hérna uppi á loftinu.“ „Ja, hver asskotinn“, skellti amma upp úr, „lengi hef ég heyrt að lögreglan stigi ekki í vitið, en að þið væruð svona, já, helvíti heimskir hefði aldrei nokkru sinni hvarflað að mér. Það er sem ég segi, lögreglan er ekkert nema úníformið, án þess eruði eins og reyttar hænur.“ „Hvað eigið þér við frú?“ spurði sá eldri og féll bersýnilega illa að vera kurteis. Amma tók upp gömlu og máðu neftóbaksdósina og fékk sér vænan slurk í nefið. Síðan renndi hún dósinni aftur í vasann án þess að hafa boðið lögregluþjónunum upp á stakt korn. „Þú getur geymt þetta frúarsnakk til betri tíma, piltur minn“, sagði amma, en var þó heldur hlýlegri í fasi. Aldur manna var dálítið teygjan- legur í huga ömmu minnar og lögreglu- maðurinn varð eilítið hvumsa við að hún skyldi hafa kallað hann pilt; hann var fjörtíu ára gamall á að giska. „Það sem ég átti við, maður minn, var nú einungis það, að það þarf nú engan há- menntaðan mann til þess að sjá að hann dóttursonur minn er ekki alveg með fulle fem. í hvert einasta djöfuls skipti, þið afsakið orðalagið, herrar mínir, en ég er fyrir lifandis löngu búin að fá mig fullsadda á honum, já í hvert einasta skipti þegar eitthvurt rán er framið í þessum bæ, ímyndar hann sér að hann hafi framið það. Já þetta er heilagur sannleikur. Og svo tilkynnir hann öll- um að hann hafi framið ránið. Sálfræð- ingurinn kallar þetta, æi, ég man það ekki þessa stundina, en það var að minnsta kosti eitthvurt fínt, útlenskt orð, endaði á -ismi eða einhverju soleiðis. Mér er barasta skapi næst að halda að hann Gutti hefði verið skárri en hann þessi“, sagði amma mín og benti á mig. Ég skáskaut augunum á hana í undrun. Aldrei áður hafði ég heyrt hana ljúga svona blákalt. Vonarneisti kviknaði í brjósti mér. Kannski gæti hún fengið lögregluþjónana ofan af fyrirætlun þeirra. Eldri lögreglumaðurinn, sá sem amma kallaði pilt, tvísteig vandræða- lega. En jafnskjótt og stígvélin hans hófu að marra á nýjan leik virtist sjálfs- traust hans aukast. „En frú mín góð,“ sagði hann eftir dágott marr, „þér verð- ið að skilja að við höfum skyldum að gegna, ekki satt? Og allur er varinn góð- ur segir máltækið. Mér þykir það afar leitt, frú mín, en við verðum að krefjast þess að fá að leita hérna á !oftinu.“ Von- arneistinn í brjósti mínu kulnaði við orð hans og ég vissi að nú væri fokið í flest skjól fyrir mér. Ég horfði bænar- augum á ömmu og vonaði að hún myndi reka þessar mannfýlur á dyr. En því var ekki að heilsa. „Þið eruð nú meiri kálf- arnir, nú jæja, fyrst þið endilega viljið. Lögreglan er alltént lögreglan, eða svo segja þeir“, sagði hún og hristi höfuðið. Lögreglan klöngraðist með erfiðismun- um upp á háaloftið. Ég hristi höfuðið í vonleysi, það var allt búið. Mín beið ekkert annað en fangelsi. Lögreglan staulaðist stuttu síðar aftur niður með brambolti. Ég hafði ekki fyrir því að líta upp, ég sá allt í móðu. „Hananú funduði einhvurn faldan fjársjóð þarna í rykinu uppi, herrar mínir?“, sagði amma og snýtti sér síðan hraustlega svo að undir tók í öllu húsinu. Eldri lög- regluþjónninn ansaði og það var ekki laust við að rödd hans titraði lítið eitt: „Við biðjumst að sjálfsögðu afsökunar, auðvitað var ekki nokkur skapaður hlut- ur uppi á loftinu, það var rangt af okk- ur að efa orð yðar, frú. En þér skiljið að við höfum okkar skyldum að gegna, ekki satt?“ Og með það voru þeir farnir, marrlaust. Ég ligg á hinum volga, fíngerða sandi og horfi með samankipruð augu upp í himininn. Aldrei fyrr hef ég séð jafn heiðan og tæran himin. Og aldrei áður hefur sólin, sem ætíð faldi sig eins og feiminn krakki heima á íslandi, verið eins ófeimin við að sýna sig. Það er undursamlega hlýtt og svitinn perlar á sólbrúnum líkama mínum. Líkami minn, sem eitt sinn var aðeins guggnað hold, falið af lopapeysuræfli, myndi nú sæma grísku goði. Ég hef eignast nýjan lík- ama, líkama sem getur horft upplits- 12

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.