Skólablaðið - 01.03.1984, Side 13
djarfur framan í heiminn og þarf ekki
að mæna út um göt á íslenskri ullar-
Peysu rétt eins og einhver holdsveikur
aumingi. Golan fer um mig mjúkum
höndum, kitlar mig létt og ég finn lífið
ólga í hverri taug. Ég er loksins orðinn
lifandi, ruslið sat eftir á íslandi. Við
búum hér við amma í þessu indælis húsi.
Það er umkringt af pálmatrjám, sem
bjóða upp á þægilega forsælu þegar
hitinn er sem mestur. Amma er orðin
sólbrún og sælleg og best gæti ég trúað
að hún ætti eftir að lifa lengi enn. Það
var fyrst í gær, sem hún sagði mér alla
sólarsöguna:
„Ég sá það strax á þér að þú hafðir
framið ránið, þó ég ætti helvíti erfitt
með að kyngja því. En ég skreiddist samt
þetta upp á loftið, því að mig rámaði í
að þú hefðir komið þaðan nóttina sem
ég greip þig á næturrjátlinu. Og svei
mér þá, ég fann byssuna og peningana.
Ég ákvað samstundis að tilkynna lög-
reglunni þetta. Nú þú varst heima og
ég neyddist því til að hökta þetta á mín-
um tveimur jafnseinum, því ekki gat
ég hringt með þig vappandi um í íbúð-
inni. En fyrst kom ég byssunni og pen-
ingunum fyrir á öruggum stað, það held
ég nú. Ég vildi ekki að þú gerðir meira
af þér, gemsi, nóg var komið af svo
góðu. Þegar ég var að skröltast þetta
niðrá stöð, ekur þessi sallafíni jeppi
framhjá mér, já og rakleiðis oní poll,
þannig að gusurnar gengu yfir mig. Ég
rétt sá glitta í andlitið á kálfinum sem
ók svona eins og bévítans bandítt. Það
var hann Hermannsson, Steingrímur
heitir hann álfurinn sá. Hann var á þess-
um stórglæsilega jeppa. Og þá rann upp
fyrir mér ljós. Þú varst barasta að gera
það sama og aðrir á þessu guðsvolaða
skeri, það held ég nú.“ Og svo fékk hún
sér ríflegan skammt í nefið.
Teikning: Gréta V. Guðmundsdóttir. — Að skjóta nafni vors ástsæla for-
sætisráðherra inn í sögu þessa var gert
í vinsemd, enda maðurinn sanngjarn
og þjóðinni til sóma. Nafnbirtingin var
engu að síður gegn vilja ábyrgðarmanns
skólablaðsins og segja má að hann hafi
verið svikinn. Af ofangreindu má sjá
að birtingin er því á ábyrgð höfundar.
A.G.Ó.
13