Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 15

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 15
Á sóttarsæng þráir Jóhann fegurð vorsins og biður þess að fá að njóta hennar einu sinni enn. í kvæðinu Vor- kveðja segir hann: III. Því er þannig farið um listamenn eins °g annað fólk að skoðanir þeirra og hugsanir mótast af því umhverfi og þeim högum er þeir eiga við að búa. Jóhann Gunnar Sigurðsson var ekki gæfumað- ur heldur einkenndist líf hans af sífelld- um vonbrigðum og draumum sem ekki rættust. Þetta sýna kvæði hans. Þau eru aldrei gáskafull. Stundum má þó í æsku- iíóðum Jóhanns finna gleði yfir fegurð náttúrunnar og sælu ástarinnar en sú gleði er sjaldnast tregalaus. Heilsuleysi hans, fátækt og sorg vegna föðurmiss- is eru aldrei langt undan. Þegar Jóhann Gunnar var í öðrum bekk í Latínuskólanum orti hann svo um sælu sumarsins: Blíða sól og sumar sœlan fylla dal. Fjallalœkir Ijúfir Ijúflings mœla hjal. Á skólaárum sínum varð Jóhann ást- fanginn af ungri stúlku. Nú urðu ljóð hans að eldheitum ástaróðum. Þessi orð helgar hann unnustu sinni: Þér á ég að þakka þessar fögru vonir, alla ástarsælu og unaðsríka drauma. En sæla Jóhanns Gunnars varð skammvinn. Stúlkan, sem sá fram á ó- trygga framtíð með fátækum berkla- sjúklingi, sleit trúlofuninni og stuttu síðar giftist hún öðrum manni. Nú fyll- ast Ijóð Jóhanns trega. Hann er bitur gagnvart almættinu sem honum finnst hafa brugðist sér og spyr: Hvort hefur guð hinn góði gaman afheitum tárum, er hann okkur vakti ást, er veldur harmi? í kjölfar ástarsorgarinnar hrakar heilsu Jóhanns. Honum verður ljóst að hann á ekki langt eftir ólifað og fyllist örvæntingu og kvíða eins og fram kem- ur í kvæðinu Óyndi: Lifi ég Ijóðvana, lifi ég hugstola, hrœrist varla hjartað. Ástlaus, vonlaus og óskalaus bíð ég svefns og bana. Um stund róast Jóhann Gunnar og' lítur yfir farinn veg. Honum verður hugsað til foreldra sinna og yrkir til þeirra stöku: Ættgöfgi mín var aldrei stór, og ekki er ég þar um fróður. En getinn var ég af góðum dreng, og guðhrœdda átti ég móður. Ég veit þú ert komin, vorsól. Vertu ekki að fela þig. Gœgstu nú inn um gluggann. ÍGuðs bœnum kysstu mig. En síðan verður Jóhanni Gunnari ljóst að hann muni ekki framar fá not- ið geisla vorsólarinnar. Því biður hann draumgyðjuna að færa sig burt úr þess- um heimi yfir í annan fegurri heim. Kvöldbæn hans er þannig: Gyðja sœlla drauma, gœttu að barni þínu. Lokaðu, andvaka, auganu mínu. Að lokum eru skáldinu þrotnir kraft- ar og hann kveður með þessum bitru orðum: Ég elskaði lífið og Ijósið ogylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar en sumar feigar. Seltjarnarnesi, 26. febrúar 1984, Einar Heimisson. Heimildir: Jóhann Gunnar Sigurðsson: Kvæði og sögur. Helgi Sæmundsson annaðist útgáfuna. Reykjavík 1943. Hannes Pétursson: Fjögur Ijóskáld. Reykjavík 1957. Þorsteinn Thorarensen: Eldur í æðum, 8. - 25. bls. Reykjavík 1967. Um skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson 15

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.