Skólablaðið - 01.03.1984, Side 18
Hálfgerð svínastía, það er mín van-
máttuga skoðun á kaffistofu nemenda
Cösu. Það er helst ef maður er morgun-
hress og mæti svona kortér í átta að
hægt sé að njóta mjög svo dulinnar feg-
urðar hennar. Venjulega á maður í hálf-
gerðum vandræðum með að hrasa ekki
um tómar kókflöskur eða ávaxtahyrnur
sem, þegar líða tekur á morgnana, liggja
eins og hráviði út um öll gölf niðrí kjall-
ara Cösu.
Súr reykjarsvæla, glymjandi diskó-
tónlist, andfúlir þriðjubekkingar og aðr-
ir mátulega fúlir, og maður á í vand-
ræðum með að halda jafnvæginu á hálf-
ónýtum stólræflum sem hriktir ætíð i
er maður sest á þá. Þrengslin eru svo
ógnar geigvænleg að í löngu frímínút-
unum sitja raðir af nemendum á sitjand-
anum með skítugt gólfið undir ser og
þegar spurt er um öskubakka eða eitt-
hvað þvíumlíkt þá er svarið venjulega:
Notaðu bara þennan stóra, gráa.
Kakósalan athafnar sig í þröngum í-
iöngum „skáp“ og þegar um það bil 300
manns æða niður í sæluna í löngu frí-
mínútunum er venjan sú að flestir fá
ekki afgreiðslu fyrr en hringt er inn í
tíma litlu kortéri seinna. Og þeir
„heppnu“ sem ná að komast að gler-
búrinu geta síðan átt fuílt í fangi með að
halda jafnvægi með kaffibolla, rúnn-
stykki — eða eitthvað annað í höndun-
um þegar þeir reyna að troðast í gegn-
um þvöguna í leit að auðu sæti í básun-
um eða lausu plássi á gólfinu. Helst þarf
maður að vera hálærður í þjónaskól-
anum til að komast óskaddaður í gegn-
um nemendagerið. Annars skiptir litlu
máli þó kaffið hellist niður því að það
er svo óttalegt glundur að ég skil ekki að
nokkur maður geti drukkið það (en það
er víst fullt af emmerringum sem drekka
það). Að vísu er ónefndur kostur við
kakósöluna að vörurnar eru ódýrar og
auðvelt að fá lán fyrir þeim hjá vinum
og kunningjum.
Svo eru það nú salernin, hvað er nú
hægt að segja um þau. Að minnsta kosti
var þar umhorfs um daginn eins og hálf-
ur blindraskólinn hefði verið leiddur
þar inn og látinn sinna kalli náttúrunn-
ar á sinn sjónlausa hátt. Sumir eru nefni-
lega svo vanþróaðir að í stað þess að
míga ofan í hugvitsamlegar pissuskálan-
ar eða blessuð klósettin, þá þeyta þeir
þvagi sínu bara í þær grunlausu áttir
sem þeim líkar best. Nú, ég er hreinlát-
ur maður og kýs að þvo hendur mínar
eins oft á dag og ég get, þó lítið verði af
efndunum. En það furðulega er að síð-
an í haust þá hef ég ekki komist í tæri
við aðrar sápur en grænt, grjóthart
sápustykki sem liggur á einum vaskanna.
Endilega að versla nýja sápu áður en sú
gamla verður að steingervingi. (Ég hef
annars lúmskan grun um að ekki sé allt
með felldu hvað varðar sápukaup skól-
ans, en ætla þó ekki að fara út í þá vafa-
sömu og viðkvæmu sálma).
Forláta flygill, var ei lengur er, prýðir
Cösu og er hann brúkaður til margs.
Auk þess að spilaglaðir en misfingra-
fimir nemendur leiki sér stundum að
hvítu og svörtu nótunum með mjög svo
misjöfnum árangri, þá er hann notaður
sem legubekkur fyrir fjóra og sem einn
allsherjar öskubakki fyrir þá sem finnst
það röffaðra að svíða örlítið brúnan
viðinn í stað þess að halda sig við gömlu
aðferðina (að drepa i stubbunum á gólf-
inu).
En sú gyðingabúlla sem rekin er af
fimmta bekk fáeinum skrefum frá
kakósölunni er eitt það furðulegasta fyr-
irbæri sem fyrirfinnst að mínu mati
niðrí kjallara Cösu. Þar er gos og annað
sælgæti selt fátækum námsmönnum
eins og þeir hefðu nýframið rán uppí
Landsbanka. Lífsnauðsynjar eins og
sígarettur eru seldar fyrir offjár og það
mætti halda að hassolíu væri troðið í
þær. Helst reynir maður að draga at-
hygli bólugröfnu sjoppumæranna frá
sígarettunum sem er geymdar undir
„búðarborðinu“ og nappa síðan nokkr-
um þegar þær snúa bakinu í mann. Er
þær snúa sér síðan við og spyrja ger-
samlega empty headed hvað maður vilji
þá er þjófslundin orðin að kirkjulegu
sakleysi og maður biður varfærnislega
um einn grænan brjóstsykur.
18