Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1984, Page 20

Skólablaðið - 01.03.1984, Page 20
Frásögn Guðmundar í Odda, af Kaldranasveitarkynstofninum sem hann bjó með að vetrarlagi árið 1938 Við lentum við strendur Nóregs um haustið. Höfðum við þá siglt allt það sumar og veturinn áður og vórum við orðnir úrkula vonar um að ná Nóregs- ströndum. Vistir vóru litlar sem öngvar og nærðumst við einungis á fiskum. Það varð okkur því mikil gleði er við náðum landi. Við höfðum lent nyrst við Nóreg því að þarna var landið óbyggt og skógi oxið. Við veiddum þarna fugl lengi dags og huggðumst við ýta úr vörr þá um kveldið. En þar sem ég er hamrammur mjög við veiðar, rann á mig slikur ham- óður að ég gleymdi mér og náði ekki skipi. Ég ráfaði nú um skóginn og reyndi að finna mér náttból þar sem ég væri óhultur fyrir villidýrum Nóregs, en af þeim hafði ég heyrt miklar sagnir. Það var þá sem ég hitti Hermóð, en hann var af þeim kynstófni sem ég síðar kaus að nefna eftir sveitinni sem þeir byggðu, og ég átti eftir að búa með þennan vetur. Hann leiddi mig til búða þeirra og gaf mér mat og drykk svó eigi var skorið við nögl. Mennirnir þarna vóru allir rýrir mjög svó af bar, en konurnar stórar og holdmiklar. Þótti mér sem þeim þætti fengur nokkur í að fá til sín mann einn stóran sem ég er. Leið nú kveld þetta í glaumi miklum og sagði ég þeim ferða- sögu mína og ýmsar sagnir frá íslandi sem þeir hlógu að dátt. Er vetur gekk í garð kólnaði mikið og skildi ég þá að sveitin bar nafn með rentu. Mátti maður hafa sig allan við til að forkalast ekki á síðkveldum. Allir sváfu í einni kös, jafnt konur sem menn, enda hefði maður vart haldið á sér hita heila nótt öðruvísi. Byggingar þeirra hafa alltaf verið mér spurnarefni. Þeir byggðu hús sín í brattri hlíð og þau virtust að hruni komin, svó var halli þeirra mikill. Mikið var um skemmtanir á síðkveldum þar. Var þá spiluð mússíkk, drukkinn súr mjöður og dansaðir fjörmiklir samkvæmis- dansar. Þetta var mjög opinskátt og skemmtilegt fólk sem var þó svó ein- angrað að ekki kom gestur þar allan þann vetur. Þeir vissu ekkert af umheim- inum og er ég sagði þeim sögur af ófriði þá hlógu þeir dátt og mikið. Fólkið lifði af fisk og villidýrum ýms- um sem bændurnir skutu í skóginum. Vekur það nú furðu mína hve fljótt þeir tóku mig sem einn af þeim og hve vel- vild þeirra í minn garð var mikil. Ég komst burt frá Nóregi um vorið og út til íslands með knörr einum stór- um sem sigldi frá Trommsjá. Síðan hef ég mörgum íslendingum sagt sögur af vinum mínum í Nóregi sem ég sakna svó heitt, og jafnan heillast fólk af lifnaðar- háttum og góðvild þessa fátæka og ó- upplýsta fólks sem byggir kaldasta hluta Nóregs. Samdi ég nokkra kveðlinga um kynstofn þennan og ætla ég að ljúka frá- sögn minni með þeim. Vona ég þeir er lesi hafi eitthvurt gaman af og heillist af þessu góða fólki. Þeir drógu fram lífið í dapurri sult, og dóu þó margir úr hor. Þeir hlógu að þvíhve heimskan fór dult, þeir hrœrast víst enn meðal vor. Þeir kváðu öll kynstrin af knáligum Ijóðum, og klipptu þau út í tré. Með illa til höfðum hálsa hljóðum, þeir hljóðuðu jé, jé, jé. Þeir spiluðu mússíkk með tilbúnum tólum og trölluðu ’ í dálítil kör. Og börðu svó taktinn með beltum og ólum og blístruðu ofan í rör. Og þeir fóru til veiða á fúnum knörr, en fönguðu lítið og rýrt. Þá bœndurnir bjuggu til boga með örr, og bergjuðu ölið vel sýrt. Já Kaldranasveitarkynstofninn, var kúnstigur á tíðum. Þeir byggðu litla bæinn sinn, í bröttum Nóregs hlíðum. Odda, veturinn 1846, Guðmundur Hreinreksson. Ferð mín til Noregs 20

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.