Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 21

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 21
Sagan hans Chaplins Charlie Chaplin er án efa einn allra merkilegasti maður þessarar aldar. Hin- ar ódauðlegu kvikmyndir hans eiga allt- af jafn mikið erindi við fólk. Allir þekkja kvikmyndagerðarmanninn Chaplin, en það eru eflaust færri sem vita að hann fékkst einnig við ritstörf. Til að kynna þessa hlið hans birtist hér smásaga eftir rithöfundinn Charlie Chaplin. W.E. H L J r O Ð F A L Smásaga skráð á tímum spönsku borgarastyrjaldarinnar Aðeins dögunin hrærðist í ró litla spánska fangelsisgarðsins — dögunin, undanfari dauðans — meðan ungi stjórn- arsinninn stóð andspænis aftökuflokkn- um. Formsatriðunum var lokið. Em- bættismannahópurinn hafði vikið til annarrar hliðar til að fylgjast með af- tökunni, og sviðið var nú umlukið sárri þögn. Allt frá upphafi höfðu uppreisnar- mennirnir vonað að herráðsforinginn myndi senda náðun. Sá dauðadæmdi var andstæðingur þeirra, en hann hafði verið vinsæll á Spáni. Hann var snjall skophöfundur og rit hans höfðu fært hjörtum samborgaranna mikla gleði. Foringinn sem stjórnaði aftökuflokkn- um þekkti hann persónulega. Þeir höfðu verið vinir fyrir borgarastyrjöldina. Þeir höfðu tekið próf saman við háskólann í Madrid. Þeir höfðu barist saman til að steypa af stóli einveldinu og valdi kirkj- unnar. Þeir höfðu drukkið saman glas af víni, eytt nóttum sínum við borð á veitingastofu, hlegið, gert að gamni sínu og fórnað heilum kvöldum í heimspeki- legar umræður. Stundum höfðu þeir deilt um mismunandi þjóðskipulag. Skoðanamunur þeirra var þá vingjarn- legur, en hann hafði að lokum valdið ógæfu og klofningi Spánar. Hann hafði flutt vin hans fram fyrir aftökuflokkinn. En hvað stoðaði að rifja upp það liðna? Hvaða hald var í röksemdum? Hvert gagn gerðu röksemdir eftir að borgarastyrjöldin var hafin? í þögn fangelsisgarðsins sóttu allar þessar spurningar ofsalega að huga herfor- ingjans. Nei. Það varð að afmá fortíð- ina. Það var aðeins framtíðin sem máli skipti. Framtíðin? Heimurinn þar sem margir gamlir vinir væru horfnir. Einmitt þennan morgun höfðu þeir hist í fyrsta sinn eftir að styrjöldin hófst. Þeir höfðu ekki sagt neitt. Þeir höfðu aðeins skipst á brosi þegar þeir voru að búa sig undir að ganga út í fangelsis- garðinn. Harmþrungin dögun málaði rauða og silfraða geisla á fangelsismúrinn og allt andaði ró, hvíld sem með hljóðfalli sínu féll saman við kyrrðina í garðinum, hljóðfalli þöguls æðasláttar líkt og hjarta berðist. í þessa þögn bergmálaði rödd foringjans sem stjórnaði aftöku- sveitinni frá fangelsismúrnum: „Viðbúnir!" Við þessa skipun gripu sex undirmenn byssur sínar og stirðnuðu, á eftir hinum samræmdu hreyfingum þeirra kom þögn, og nú átti næsta skipun að hljóma. En í þessu hléi hafði eitthvað gerst, eitthvað sem rauf hljóðfallið. Sá dauða- dæmdi hóstaði, ræskti sig. Þessi trufl- un ruglaði atburðarásina. Foringinn sneri sér að fanganum. Hann beið eftir því að heyra hann segja eitthvað. En það kom ekkert orð. Hann sneri sér aftur að mönnum sínum og bjó sig undir næstu skipun. En óvænt upp- reisn greip huga hans fanginn, sálrænt minnisleysi sem tæmdi huga hans. Hann stóð ruglaður og þögull fyrir framan menn sína. Hvað var að gerast? Það sem fyrir augun bar í fangelsisgarðinum hafði enga merkingu. Hann sá í raun- inni ekkert annað en mann með bakið upp að vegg andspænis sex öðrum mönnum. Og þessir að sínu leyti, en hvað þeir voru bjálfalegir á svipinn, al- veg eins og úr sem allt í einu höfðu hætt að tifa. Enginn hreyfðist. Ekkert hafði neina merkingu. Það var eitthvað fár- ánlegt að gerast. Allt þetta var ekkert annað en draumur, og foringinn varð að losna undan honum. Óljóst öðlaðist hann minnið að nýju. Hvað hafði hann verið þarna lengi? Ó já! Hann hafði skipað fyrir. En hvernig var næsta fyrirskipun? Á eftir „Við- búnir!“ kom „Axlið vopnin!“, síðan „Tilbúnir!“, síðan að lokum „Skjótið!“. Hann hafði óljósa hugmynd um þetta í undirvitund sinni. En orðin sem hann átti að bera fram virtust fjarlæg, óljós og utan hans. í vandræðum sínum kallaði hann upp á sundurlausan hátt ruglingslegt orðababl sem enga merkingu hafði. En honum létti þegar hann sá menn sína axla vopnin. Hljóðfallið í hreyfingum þeirra lífgaði aftur hljóðfallið í heila hans. Enn hrópaði hann. Mennirnir miðuðu byssunum. En í hléinu á eftir heyrðust hröð skref í fangelsisgarðinum. Foringinn vissi þegar hvað um var að vera. Þetta var náðunin. Hann rankaði þegar í stað við sér. „Stansið!“ hrópaði hann ofsalega til aftökusveitarinnar. Sex menn héldu á byssum. Sex menn höfðu verið þjálfaðir með hljóðfalli. Sex menn heyrðu hrópað: „Stansið!“ og skutu. 21

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.