Skólablaðið - 01.03.1984, Page 29
Af hverju var lesandinn svona reiður
ut í Adam, kann einhver að spyrja.
Bowie aðdáandi, sem les meðfylgjandi
grein mun áreiðanlega skilja af hverju.
Hn ég vil taka það fram, til að verða ekki
slátrað af trylltum aðdáendum að ég
kann vel við David. Plötur á borð við
^iggy Stardust, Diamond Dogs og Scary
Monsters eru einfaldlega gull. En hvers
Vegna er ég þá að birta soraskrif um
tnanninn? — Til að fylla upp í þetta
auma skólablað, galar einhver. — Ekki
svo fjarri lagi, eitthvað verðið þið að
lesa, úr því þið nennið ekki að senda
mn greinar, letihaugar!
En aðalástæðan er samt sú að mér
finnst Adam of skemmtilegur til þess
að fólk viti ekki hver hann er. Það er
aðeins eitt sem mér fellur illa við í hin-
um útbreiddu Bowie-trúarbrögðum. En
það er þegar svohljóðandi kveðja heyr-
'st í útvarpinu: „Allir Kiss, Bucks Fizz
°g David Bowie aðdáendur fá kveðju
með laginu Lick it up með Kiss“. Þá fæ
ég illt í magann og hendi útvarpinu
rnínu út um gluggann.
P.S. Og hvað hafa lesendur svo lært
við lestur þessa formála? — Því er auð-
svarað: — Gerið ekki það glappaskot
að lána mér nýja, fína útvarpið ykkar!!!
Wilhelm Emiisson.
DAVIH
bowie
ROCK’N
’ROLL
SIICIDF.
Plötudómur eftir Adam Sweeting
David Bowie. Eruði ekk’orðin hund-
leiðá’onum???? Ziggy Stardust — The
Motion Picture. Hvers konar nafn er
það eiginlega á hljómleikaplötu?? Þetta
er hljóðritun frá tónleikum, sem haldn-
ir voru í Hammersmith Odeon hljóm-
leikahöllinni þann 3. júlí 1973. En þá
sagði David endanlega skilið við Ziggy
Stardust ímyndina. Auk Bowie kom
fram hljómsveit hans, The Spiders from
Marz, blásarar og píanistinn Mike Gar-
son. Þrátt fyrir að Bowie hafi hljómað
vel þetta kvöld þá virðist þessi hljóð-
ritun sanna það að The Spiders voru
varla færir um að spila undir hjá nokkr-
um manni. Þó getur þetta að miklu leyti
stafað af hryllilega lélegri hljóðupptöku,
sem nær engan veginn að koma bassa-
hluta tónsviðsins til skila, og þrátt fyrir
að dálítið heyrðist í áhorfendum þá er
það allt saman mjög dempað. Við spil-
un plötunnar er hlustandanum bókstaf-
lega drekkt í gítarleik Mick Ronsons.
Einnig heyrist nóg til radda, simbala og
sneriltrommu. En bassinn og bassa-
tromman renna saman í hræðilegan,
drynjandi graut, sem er laus við allt sem
kallast vídd eða tærleiki. Blásturshljóð-
færin og píanóið hljómar mjög óskýrt,
eins og úr fjarska, þ.e.a.s. þegar eitthvað
heyrist í þeim á annað borð. Þess vegna
kemur lagið My death eftir Jacques Brel
29