Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 30

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 30
betur út en annað á plötunni vegna ein- faldleika síns (rödd, kassagítar og hljóm- borð). En þegar á heildina er litið þá hljóma The Spiders eins og illa gerð ó- lögleg upptaka af hálf-æfðu heavy-metal bandi á slæmu kvöldi. Lesendur hafa kannski heyrt litlu plötuna, sem þegar hefur verið gefin út af „þessu“ — lag Lou Reeds, White Light/White Heat? Sú útsetning ber öll vörumerki þess mis- heppnaða lagasafns: Vælandi og vit- laust stilltur gítar Mick Ronsons, gaul- andi bakraddir, sem trúlega hafa verið leiddar inn frá næstu krá (kannski þess- ari hinum megin við veginn undir járn- brautarbrúnni) og hin fávitalega „Rock- Boogie“ tónlist, sem forðum daga flæddi út úr þúsundum bílskúra. Þegar þessum hryllingi er lokið til- kynnir David móður og másandi: „Þetta er ekki bara seinasti konsertinn á þessu hljómleikaferðalagi, heldur sá síðasti, sem við munum nokkru sinni haida“. Síðan veita þeir áhorfendum náðar- skotið (þ.e. lokalagið—þýð.) en það er uppspennt útgáfa af — hverju öðru en „Rock’n’Roll Suicide“, sem þeir leika alla vega með örlitlum votti af tilfinn- ingu. Það er ekki laust við að hinn mis- jafni flutningur laganna komi manni dá- lítið á óvart. Tvisvar sinnum er kraft- urinn klaufaskapnum yfirsterkari (lög- in „Cracked Actor“ og ,,Time“) en sama hlið endar samt með subbulegum flutn- ingi á „Width Of A Circle“. Hér er lag- ið klaufalegt, hryssingslegt og falskt (hvað annað?) og algerlega laust við þá vídd og kraft sem það hafði á plötunni „The Man Who Sold The World“. The Spiders standa sig einna verst þegar þeir reyna að rokka lögin, en það gerist næstum því alltaf. „Suffragette City“, „Hang On To Yourself“ og „Ziggy Star- dust“ klúðrast áfram eins og tveir Sumo glímukappar — á slæmu sýrutrippi — baksandi við að komast út úr kústaskáp. Trommuleikur Woody Woodmanseys líkist einna helst því sem heyrist þegar fólk dettur niður stiga. „Moonage Day- dream“ er hrottaleg afskræming með bakröddum og tilviljanakenndum berg- málseffektum. Þeirri stemmningu sem hægt hefði verið að ná út úr „Space Oddity“ er rústað skemmtilega með til- raunum Ronsons til að taka gítarsóló (boxhanskastíllinn). Útsetningin á Stones laginu „Let’s Spend The Night Together" stenst fyllilega samanburð við sumar af bestu hljómsveitum rokk- sögunnar, eins og t.d. Bay City Rollers. Ég býst fastlega við því að mörg ykk- ar muni þjóta út til að kaupa þetta drasl — þó ekki væri nema vegna sögulegs gildis — en segið ekki að ég hafi ekki varað ykkur við. Takið eftir því að það hefur tekið einhvern heil 10 ár að safna hugrekki til að gefa þessar upptökur út. Ég get varla beðið eftir myndinni, bókinni, bolunum, jökkunum o.s.frv. o.s.frv.... • Adam Sweeting. 30

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.