Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 32

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 32
L TWO MOONS Höf: Wilhelm Emilsson Ég heiti Sid Carter og er blaðamaður. Ég er ekki raunveruleg persóna, heldur hugsmíð þess manns sem skrifar ævin- týri mín. Ég vissi það t.d. ekki fyrr en núna, að ég ætti eftir að lenda í ævin- týrum. Það er einmitt svona sem ég lifi. Persónuleiki minn verður smám saman til og útkoman er háð hugarástandi og duttlungum höfundar míns. í upphafi erum við sögupersónur, einungis nafn, hugurinn er gapandi tóm. Síðan erum við látnar hugsa og segja alls konar hluti. Okkur líkar það ekki alltaf, en við getum ekki varið okkur. Við komum úr hugum höfunda okkar, og þeir ákveða fyrir- fram örlög okkar. Við sögupersónur erum ósjálfstæðustu menn veraldar. Við erum jafnvel ekki menn, samt er- um við til. Fyrir örfáum orðum var ég aðeins nafn, en smám saman stend ég undir nafni. Ho, ho, ég er feginn, að ég lenti hjá höfundi sem getur gert brandara úr þreyttu orðatiltæki. ÞETTA ÁTTI EKKI AÐ VERA BRANDARI, SVÍN!! SKIPTU ÞÉR EKKI AF HLUTUM SEM KOMA ÞÉR EKKI VIÐ. Fuck you, Willy. Passaðu þig á því að þessi skrif þín geri þig ekki að geð- klofa. Þér er greinilega um megn að reyna að skapa mig. Þú ert einfaldlega of tæpur andlega til að hafa efni á því að rugla litla egóið þitt meira en komið er. ÉG VEIT NÚ EKKI HVOR ER TÆPARI, ÞÚ EÐA ÉG. ÞEGAR ÞÚ ÆSIST UPP, VERÐUR MÁLFAR ÞITT ÆÐI ÓVANDAÐ. ÞAÐ ER EKKERT JAFN HALLÆRISLEGT OG MAÐUR, SEM REYNIR AÐ SÝN- AST KALDUR KARL MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA ÞAU FÁU ENSKU ORÐ, SEM HANN HEFUR LÆRT AF ÞRIÐJA FLOKKS KVIKMYNDUM. HALTU ÞIG VIÐ MÓÐURMÁLIÐ, GÓUR- INN, ÞAÐ ER ÞÉR FYRIR BESTU. 32

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.