Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 33

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 33
Oh, Willy, you are so macho! Þú hefðir átt að heita Skarphéðinn og pabbi þinn Njáll. Annars hefur þessi orðasenna við þig gert mér gott. Nú þekki ég sjálfan mig betur en áður, því að reiðin dregur fram nauðsynleg hluta mannsins, — því að reiðin dregur fram nauðsynlega eðlisþætti skapgerðarinn- ar úr sálarfylgsnum mannsins, hefði nú hljómað gáfulegar. En myndi nokk- ur láta þess háttar málsgrein út úr sér? Það efast ég um. Þá er ég auðvitað að tala um fólk sem er nokkurn veginn eðlilegt. Því að sálfræðingur með krump- aðan heila væri vís til að taka svona til orða. Þegar ég hugsa mig betur um, hefði nægt að segja: Því að sálfræðing- ar væri vís til að taka svona til orða, því að þekkið þið, lesendur góðir, nokk- urn sálfræðing sem ekki er andlega beyglaður? En um enskuslettur mínar hef ég það að segja, að þær eru mér eðlilegar. Ég er hálfur Kani og bý til skiptis í Ameríku og á íslandi. KÆRU LESENDUR, EF EITT- HVERT YKKAR ER SÁLFRÆÐ- ingur EÐA TALAR EITTHVAÐ í líkingu við það sem sid var að gera grín að, þá vil ég TAKA EITT ATRIÐI SKÝRT FRAM: SID MEINAR SJALDNAST ÞAÐ, SEM HANN SEGIR. ÉG VEIT, HVERNIG HANN HUGSAR. HANN er haldinn þeirri sjúklegu þráhyggju að reyna sífellt AÐ VERA FYNDINN. HANN SNÝR ÖLLU, SEM HANN GETUR, UPP í BRANDARA. HANN GETUR EKKI talað af alvöru um nokk- ÚRN SKAPAÐAN HLUT. EF HANN SÉR SÉR FÆRI Á ÞVÍ AÐ KOMA MEÐ EINHVERJA AULAFYNDNI, gerir hann það. þess vegna Megið þið ekki taka það sem hann segir of alvarlega. Ég gæti svo sem farið að mótmæla því sem höfundur minn segir, og frætt ykkur um breyskleika hans í leiðinni. En ég ætla ekki að gera það. Ég læt les- endum eftir að dæma, hvern mann ég hef að geyma. Ég er einfaldlega of lat- ur til þess að nenna því að upphugsa einhverja leið sem sannar að höfundur minn hafi rangt fyrir sér um innræti mitt. En ég ætla þó að spyrja lesendur að einu, hann var eitthvað að tala um aulafyndni. Leynist ekki oft sannleikur á bak við fimmaurabrandara? En við skulum ekki tala meira um það. Eitt verðið þið, lesendur góðir, að gera ykk- ur ljóst áður en lengra er haldið. Allt sem ég, Sid Carter, segi, eru mínar eig- in skoðanir, sem sagt mínar skoðanir, en ekki þess sem skrifar um mig. Höf- undur minn verður að gæta þess að troða sínum, ekki sínum eigin viðhorf- um upp á mig. Honum hættir til þess, en hann verður að gera sér það ljóst að hann er að skapa mig, Sid Carter. Það sem ég segi, er ekki endilega það sem hann vildi sagt hafa. Auðvitað flýtur eitthvað af persónuleika hans yfir til mín, en hann hefur lofað mér að halda því í lágmarki. Við erum því tvær að- skildar persónur, ég og höfundur minn. Til að sanna þetta get ég sagt ykkur, að mér finnst Rory Gallagher hreint ótrú- lega þreytandi sýru-„gítarséní“. (Hér var ég næstum búinn að segja gítar- virtúóso, en hver skilur svo háfleyga slettu? Og þegar fólk skilur ekki, verður það reitt og hatar það sem það skilur ekki — að þessu sinni þessa sögu, — og það er sorglegt.) En höfundi minum finnst Rory Gallagher ein helsta perla tónlistarsögunnar. („Big deal“, hugsar líklega einhver lesandi og bætir svo við: „who the hell is this Rory anyway?“) Ég ætlaði nú eiginlega að segja álit mitt á rithöfundastéttinni og þá sérstaklega hvernig þeir fara að því að byrja sögur sínar. Mér hefur alltaf fundist það dá- lítið skemmtilegt. Ég get séð þá fyrir mér, þar sem þeir setjast við skrifborð sín og hugsa dálítið um Hemmingway og Gabriel Garcia Marques, meðan þeir reyna að hugsa ekki um þá staðreynd, að þeim fannst alltaf meira gaman að lesa sögurnar um Prins Valiant. Að þess- um bollaleggingum loknum hella þeir sér út í að skrifa sögu, hella sér út í að skrifa sögu??!! Hverjum datt fyrst í hug að taka svona til orða? Sá hefur ver- ið algerlega (mér dettur ekki í hug neitt fyndið núna, sorry!). Ég sé fyrir mér mann í fljótandi formi í vatnskönnu, sem hellir sér síðan úr könnunni. Jæja, höfundarnir leggja sig alla fram við að skapa eitthvert umhverfi og trúverðug- ar persónur. Síðan reyna þeir að finna atvik úr sínu auma lífi, sem hægt væri að spinna söguþráð úr, sem enst gæti í 400 síðna bók. Og nöfnin, sem þeir gefa þessum persónum sínum!! Nafn á borð við Guðmundur Sveinbjörnsson er dæmigert fyrir íslenska skáldsögu. Guð- mundur Sveinbjörnsson, það er svo ó- frumlegt, að mér liggur við að öskra. Hvers konar maður er það eiginlega sem skýrir sögupersónu Guðmund Svein- björnsson? Hvernig getur sögupersóna með slíkt nafn lifað í hugum lesenda? Ég meina, nútímaraunsæi er allt í lagi, svo langt sem það nær, en að skíra ein- hvern þessu hræðilega nafni, það er svo dapurlegt að við liggur að maður ráð- leggi höfundi slíks nafns að fara upp í Hallgrímskirkjuturn og rannsaka síðan hvort aðdráttarkraftur jarðar sé ennþá í góðu lagi. Ef höfundar vilja gera sögu- hetjur sínar ódauðlegar, verða þeir að vanda nafnaval. Nafnið verður að vekja einhverjar kenndir — eða minna á eitt- hvað. Takið mitt nafn sem dæmi, Sid Carter. Carter er fyrrverandi forseti USA, — frægt nafn, sem allir kannast við. Og Sid, það leiðir hugann ósjálfrátt að bassista Sex Pistols, Sid Vicious. Hver er útkoman? Stífpressuð jakka- fata-formfesta annars vegar og maður sem lék í hljómsveit þar sem mottóið var ærandi hávaði og ruddaskapur hins vegar. (Villi minn, þetta annars vegar- hins vegar er nú hálf-frosið.) Æskan og ellin mætast í einu nafni og minna á hið síbreytilega gildismat mannanna. Já, þótt höfundur minn sé enginn Shake- speare, tókst honum vel upp með nafn mitt. 33

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.