Skólablaðið - 01.03.1984, Side 34
NÚ HEF ÉG EKKI HUGMYND
UM, HVAÐ HANN SIDDI MINN ER
AÐ FARA. ÞETTA ER LÝSANDI
DÆMI UM ÞAÐ, HVERNIG HÆGT
ER AÐ LESA OF MIKIÐ ÚR ÞVÍ
SEM EINHVER HEFUR SKRIFAÐ.
ÉG JÁTA FÚSLEGA AÐ NAFNIÐ
SID CARTER ER EKKI JAFN ÚT-
HUGSAÐ OG HANN HELDUR
SJÁLFUR. ÞEGAR ÉG VAR AÐ
REYNA AÐ FINNA Á HANN NAFN,
VAR ÉG SVO HUGMYNDASNAUÐ-
UR AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ STELA ÞVÍ
FRÁ EINHVERJUM ÖÐRUM. ÉG
VAR NÝBÚINN AÐ LESA SÖGU
EFTIR W.S. MAUGHAM OG RAKST
ÞAR Á NAFNIÐ NICK CARTER.
MÉR FANNST ÞAÐ HLJÓMA VEL,
ÁKVAÐ AÐ SKIPTA UM FORNAFN
OG NOTA ÞAÐ SÍÐAN. AÐ LESA
OF MIKIÐ ÚR RITVERKUM GET-
UR REYNST TVÍEGGJAÐ. EF ÞAÐ
ER GERT SKAL ÞESS ÆTÍÐ GÆTT,
AÐ HÖFUNDUR SÉ LÖNGU DAUÐ-
UR, ÞÁ ER HÆGT AÐ FÁ ÚT
HVAÐA MERKINGU SEM VERA
VILL, ÞVÍ AÐ ENGINN GETUR
SAGT FYRIR UM, HVAÐ HÖFUND-
UR MEINTI í RAUN OG VERU (EF
HANN MEINTI ÞÁ EITTHVAÐ).
Ég verð víst að taka mér ferð á hend-
ur til Waterloo. Nú reynir á sögu- og
enskuþekkingu ykkar, kæru lesendur.
Þó hefði nægt að hafa hlustað á ABBA.
Napóleon beið endanlegan ósigur við
Waterloo. Eftir það hefur orðatiltæk-
ið „he met his Waterloo“ verið notað
um þann sem hefur beðið einhvers kon-
ar ósigur. Svo hljótið þið að muna eftir
laginu með ABBA, wo-wo-wo-wo-
Waterloo.
ÞETTA MEÐ ABBA FINNST MÉR
NÚ HÁLF-PLEBEJÍSKT.
Vissulega, vissulega, en veit fólk yfir-
leitt, hvað „plebejískt“ þýðir? Höfundi
mínum hættir til að reikna með því að
fólk nútildags sé vel lesið og frótt um
fortíðina. En ég spyr: Eru ekki allir
hættir að lesa bækur og sögurit nú orð-
ið? Það er miklu auðveldara að horfa á
sjónvarpið eða fara í bíó, nú eða setja
myndsnældu í myndsnældurokkinn.
(Hræðileg málsgrein, ekki satt? En
þetta er tekið beint upp úr þættinum
íslenskt mál.) En til að útskýra merk-
ingu orðsins plebejískt skal þess getið,
að plebejar voru óæðri stétt Rómaveld-
is. Plebejískt þýðir því eitthvað sem er
ekki nógu fínt, svona álíka orð og
vúlgar, sem ég nenni ómögulega að út-
skýra hvað þýðir.
LOKSINS, LOKSINS HITTI SID
CARTER NAGLANN Á HÖFUÐIÐ.
HANN RAUSAR MIKIÐ, EN LOKS-
INS KOM GULLKORN. FÓLK ER
HÆTT AÐ LESA BÆKUR, Þ.E.A.S.
GÓÐAR BÆKUR. ÉG ÞEKKIMANN,
SEM TELUR SIG ALLVEL MENNT-
AÐAN. UM DAGINN LÉT ÉG HANN
HAFA LISTA MEÐ 15 VIÐUR-
KENNDUM BÓKMENNTAVERKUM.
Allt eftir dauða höfunda auðvitað!
HÆTTU ÞESSU, SIÐ. ÞESSI
MAÐUR, SEM ÉG VAR AÐ TALA
UM, ÞEKKTI FLESTAR BÆKURN-
AR Á LISTANUM. EN HANN HAFÐI
EKKI LESIÐ NEINA ÞEIRRA. HANN
HAFÐI AFTUR Á MÓTI HORFT Á
4 í SJÓNVARPINU OG SÉÐ 7 í BÍO.
NÚ VERÐA KAFLASKIPTI. SAG-
AN, SEM KEMUR HÉR Á EFTIR, ER
NOKKURN VEGINN EÐLILEG,
NEMA HVAÐ ÉG ÁTTI í ÖRLITL-
UM VANDRÆÐUM MEÐ SID í UPP-
HAFI HENNAR.
II.
CLIVE
WARNER
TÖLVUÚRIÐ Á ÚLNLIÐ CLIVE
WARNERS MYNDLISTARMANNS
HAFÐI TÍST ELLEFU FYRIR FIMM
MÍNÚTUM. KLUKKAN VAR ÞVÍ
11:05. (Eins og það skipti einhverju
máli, alltaf þessar asnalegu málaleng-
ingar.) CLIVE SAT EINN SÍNS LIÐS
í STÓRU, FERHYRNDU HERBERGI
í SÉRKENNILEGU EINBÝLISHÚSI
VIÐ HAFIÐ. (Þetta er álíka frumlegt
og heavy-metal texti: „Honey, woo
yeah!. .sweet honey, baby, my girl, woo
yeah!!, are you ready? woo...) VEGG-
URINN SEM SNERI AÐ SJÓNUM
VAR ÚR GLERI. ÞAÐ MÁ ÞVÍ
DEILA UM, HVORT ÞETTA HAFI
VERIÐ VEGGUR. ÞAÐ VÆRI E.T.
V. BETRA AÐ KALLA VEGGINN
GLUGGA. (Að kalla vegg glugga??
Þetta er nú orðið ansi flókið hjá þér.
Lesandinn hefur það á tilfinningunni
að þú hafir ekki hugmynd um, hvað
þú ert að skrifa. Felst kannski sannleiks-
korn í því? Það hlýtur eiginlega að vera
sannleikskorn, því að ekki eru að finna
nein gullkorn í þessari samsuðu.)
34