Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 47

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 47
Þessi heimur virðist eiga fátt gott skil- ’ð, en á hann einhverja von? Kannski er von, því að í honum býr lítið barn, Barn á brjósti: Ég dáikonur sem halda vígreifar útá hála brautina horfa fram í tíðina — aldrei um öxl — og þola ekki seinagang samtíðarinnar. Þannig hugsa ég og Rósa íLúxembúrg starir á mig af veggnum þrjósk, stolt og vitur meðan dóttir mín drekkur hugsanir mínar með móðurmjólkinni Þetta barn er merkilegt barn, það er sjálf vonin, og ef óskir móðurinnar um stolt og visku því til handa ná fram að ganga, þá er enginn endir á framtíð þess. Þá skulum við fara að öllu með gát: VARÚÐ Gakktu hægt yfir grasið í nepjunni. Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta. Hvað segja svo ljóð Ingibjargar, sem við vissum ekki áður? Að sjálfsögðu margt, þó að þau feli engan nýjan stóra- sannleik í sér. Það var líka tæplega ætl- unin. Hitt er meira um vert, að þau þjappa því saman, sem lífið hefur mið- að við að kenna okkur með sínum sund- urleitu aðferðum, gera það hvasst, áleit- ið og nístandi. Þannig fjalla þau öðrum þræði um þann vítahring, sem líf manna virðist vera eða er komið í. Og hvað veldur?, hvers vegna er þessi vítahring- ur? Er sjálfshyggjan orsök, sjálfshyggj- an í samfélagi þar sem allir eru svo önn- um kafnir við sitt og hafa meiri áhuga á verðlagi sófasetta en sláturtíðinni í E1 Salvador? Skortur manna á umhyggju hvers fyrir öðrum. Þetta er kannski það sem Ingibjörg Haraldsdóttir yrkir um, það sem flest skáld samtíðarinnar yrkja um. 47 Ég ætla að Ijúka þessu með ljóði sem ber heitið Hvatning, og er úr fyrri ljóða- bók Ingibjargar. Það er eins konar sam- nefnari allra Ijóða hennar og sennilega það sem flest nútímaskáld vildu sagt hafa, jafn fallegt og það er einfalt, jafn flókið og það er augljóst: Leitaðu með mér félagi að þessu sem við týndum sem við misstum út í svartan tómleikann þegar allir fóru að kaupa. Við erum þó altént sambýlismenn á þessari stjörnu. Við gœtum eflaust fundið það aftur þú og ég. Sigríður Matthíasdóttir, 5.bekk B.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.