Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 48

Skólablaðið - 01.03.1984, Síða 48
UOÐ OF SEINT Og orð — sem aldrei voru sögð — eru orðin að egghvössu járni sem stingur mig sérhverja stund. Og tár — sem aldrei runnu — eru orðin að freyðandi fossi sem fellur beint á andlit mitt. Og snerting handa — sem aldrei var til — er orðin að krumlu sem kremur hjarta mitt. Ogfaðmlag — sem aldrei átti sér stað— er orðið að sterkri snöru sem hægt og bítandi herðist um brjóst mitt. G.Ó. VÍSA Regn á rúðu dvelur nœturlangt Kveður að lokum með hœkkandi sólu. I.S. TRYGGÐ Takk fyrir allt hið liðna... ...og það sem koma skal) Án fyrirheits fylgir þú mér. Án orða skiptumst við á skoðunum. ...ogán sjónar sérðu mig... Svartar hendur þínar snerta mig aldrei en við vitum af nœrveru hvors annars. Dimmur flötur þinn dansar í kringum mig hleypur upp veggi eltir mig vísar leiðina. Þú yfirgefur mig aldrei. Hverfur aldrei. ...og við þig einan held ég tryggð mína við... I.S. 48

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.