SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 14
ekki ánægð með það og gagnrýnir hvernig WikiLeaks var tengt málinu í frétt Morg- unblaðsins þar sem fyrst var greint frá tölvunni. Truflandi að hafa legið undir grun í 11 mánuði Í umræðum á Alþingi um málið svaraði Birgitta í bundnu máli og sagði að það væri við hæfi vegna þeirra aðdróttana, sem hún, þingmenn Hreyfingarinnar og WikiLeaks hefðu orðið fyrir í þingsal um morguninn. Ljóðið er eftir Pál J. Árdal og hefst svona: Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann. En láttu það svona í veðrinu vaka, þú vitir að hann hafi unnið til saka. „Það truflar mig að við - eða ég - höf- um legið undir grun í 11 mánuði án þess að talað væri við mig,“ segir Birgitta. „Allan þennan tíma fylgist fólk með mér og horf- ir á mig tortryggnum augum án þess að ég fái tækifæri til að bera þetta af mér. Mér finnst þetta mjög alvarlegt og yfirstjórn þingsins, sem á að vinna fyrir þingmenn en ekki fyrir sig, hafa gjörsamlega brugð- ist mér.“ Hefði viljað verja sig og breyta lykilorðum Hún segist hafa farið að velta fyrir sér hvað hún hafi verið að gera þá daga, sem tölvan var þarna. Þá stóð yfir málþóf vegna Icesave og hún notaði herbergið til að leggja sig þegar þingfundir stóðu fram á nótt. Hún og Margrét Tryggvadóttir, sem einnig er þingmaður Hreyfing- arinnar, hefðu tengt tölvur sínar með ná- kvæmlega sama hætti og tölvan, sem fannst, var tengd. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt,“ segir hún. „Herbergið mitt, sem er þarna rétt hjá, er líka alltaf opið. Síðan kemur í ljós að ef tölvan mín var tengd við innra net þingsins var hún á sama legg og þessi tölva. Fyrst ég var ekki látin vita hafði ég ekki tækifæri til að verja mig með því að breyta lykilorðum og öðrum hlutum. Mér finnst þetta stórkostlega alvarlegt mál. Þess vegna gæti einhver hafa farið í gegn- um allt mitt og nóg er nú sótt að manni annars staðar frá varðandi mínar upplýs- ingar. Þetta sýnir furðulega vanþekkingu þeirra, sem komu að þessu máli.“ Hollt að fara í gegnum stjórnarskrána Þegar viðtalið er tekið standa yfir umræð- ur á þingi um ógildingu Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. „Stjórnarskráin okkar er kannski ekki stórkostlega gölluð, en hér varð sam- félagslegt hrun, ekki bara bankahrun,“ segir Birgitta. „Ímynd þjóðarinnar hrundi og við upplifðum að allt hafði brugðist, sem maður hafði treyst á að mundi sjá um mann – kerfið hrundi og traustið gagn- vart því fór. Ég held að það sé hollt fyrir þjóðir að fara í gegnum stjórnarskrána sína með reglulegu millibili út af því að það er grunnstoðin. Um hana þarf að ríkja sátt og fólk þarf að þekkja stjórnarskrána sína. Annars verður hún síbrotin eins og núna þegar stöðugt er talað um hin og þessi stjórnarskrárbrot og að henni sé ekki fylgt eftir.“ Fjölmiðlar tína úr það fyndna og fáránlega Birgitta segir að fólk upplifi að þingið virði ekki alltaf stjórnarskrána og af um- ræðunni á netinu að dæma sé einfaldlega engin virðing borin fyrir þinginu eða ráð- herrum. „Traust til þingsins er mjög lítið, ekki nema 9%, og litið á það sem einhverja hálfvitasamkomu,“ segir Birgitta. „Þann- ig talar fólk um þingið. Hvernig ætlum við að laga það? Með því að halda áfram að gefa fjölmiðlum færi á okkur á þessum eina hálftíma, sem fylgst er með störfum þingsins í óundirbúnum fyrirspurnum? Fjölmiðlar reyna að tína úr fyndnar og fá- ránlegar athugasemdir, sem hér koma fram þegar þingið er inni í sal.“ Birgitta segir að áður en hún settist á þing hafi hún reynt að vekja athygli þess með ýmsum hætti á sínum baráttu- málum, en hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þegar mál væru til umfjöllunar í nefndum gætu bæði félög og ein- staklingar komið með ábendingar og haft áhrif á löggjöfina. „Þetta veit fólk ekki,“ segir hún. „Upp- lýsingaflæðið vantar. Fjölmiðlar þurfa að standa sig betur í því hvernig þeir fjalla um mál á þingi. Við reyndum einn flokka til dæmis að vekja athygli á fjármálum flokkanna og hvað þeir úthluta sér miklu fé á kostnað almennings, settum fram til- lögur og reyndum að skapa umræðu, en enginn fylgdi því eftir. Samt er þetta hita- mál í samfélaginu og mikið gagnrýnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.“ En samstaða fær enga athygli Hún segir að inni í nefndum sé oft frábær vinna innt af hendi og góð samstaða, en það fái enga athygli. „Það þarf að endurheimta traust, en eins og stendur er alveg sama hver er á þingi og hverjir eru við völd af því að ekki hefur verið tekið á ákveðnum þáttum,“ segir hún. „Ég horfi núna með hryllingi til þess ef nú fara í hönd hverjar kosning- arnar á eftir öðrum án þess að tekið verði á málum því að við lifum nú á mjög háskalegum tímum. Við höfum tekið þetta stóra Alþjóðagjaldeyrissjóðslán. Mál á borð við neyðarlögin og málareksturinn í kringum þau eru óleyst og því er haldið fram að verði þau dæmd ógild færum við á hausinn. Ýmislegt af þessu tagi er yfirvof- andi og óvíst hvort það fellur okkur í hag eða ekki. Því er mjög mikilvægt að við tökum okkur saman í andlitinu hér inni á þingi, bæði stjórnarliðar og minnihlutinn. Á svona tímum á ekki að rífast um það hvernig sjúkrabíllinn er á litinn, heldur fagna því að hann sé til staðar.“ Á að vera sama hvaðan góð hugmynd kemur Hún segir að inni á þinginu standi yfir til- raunir til að breyta þessu. „En æðstu að- ilar í flokkakerfinu þurfa að taka ákvörð- un um að nú eigi að einbeita sér að því að koma sjúkrabílnum á vettvang og sama sé hvaðan góð hugmyndi komi, hvort hún komi úr „vitlausum“ flokki eða ekki, heldur finnum við lausnirnar saman. Það þurfum við að gera og koma okkur út úr þessum gamla hugsunarhætti. Núna er tækifærið.“ Birgitta hefur kallað eftir því að þing- flokksformenn hittist og fari yfir það hvað þingið geti gert. Einnig hefur hún hvatt til þess að þingið taki sér meiri völd til að koma í gegn stefnumótandi málum. „Það er alveg hægt,“ segir hún. „Mér tókst að koma í gegn tillögu til þings- ályktunar um að Ísland skapi sér afger- andi lagalega sérstöðu varðandi verndun tjáningar- og upplýsingafrelsis eins og það var orðað. Hún er stefnumótandi og var samþykkt samhljóða. Ég hef hvatt stjórnarliða til að gera hið sama. Þingið er gagnrýnt fyrir að vera stimpilstofnun fyr- ir framkvæmdavaldið. Embættismenn í ráðuneytunum skrifa lögin og ráðherrar koma oft ekki að því. Við erum að gera mjög flókna hluti og iðulega eru á þeim miklir ágallar. Þess vegna verðum við öll að vinna saman.“ Birgitta hefur gagnrýnt þingið harka- lega í ræðum. „Það hefur ekkert gerst. Ég kallaði saman þingflokksformenn þegar ég var í því embætti. Það er ár síðan og ekkert hefur gerst. Þó að ég gagnrýni þingið og hvernig það starfar er ég líka að kalla eftir öðrum vinnubrögðum. Ég hef talað við marga hérna og veit að menn vilja vinna öðruvísi. Þetta er spurning um fram- kvæmd og ég kalla eftir henni, að við tök- um meðvitaða ákvörðun um að breyta þessu. Þó að maður geti fengið eitthvað út úr því að komast vel að orði í ræðustól og koma höggi á einhvern snýst starfið ekki um það.“ Birgitta telur að sjálfsmynd þingsins og viðhorfin til þess innan lands sé ekki í samræmi við það hvernig litið sé á Ísland utan frá. Sjáum ekki kostina fyrir neikvæðni „Við erum mjög upptekin af neikvæðni gagnvart okkur og að allt sé ömurlegt, all- ir ráðamenn ömurlegir, allt spillt og við- urstyggilegt og hér sé kraumandi for- arpyttur,“ segir hún. „Erlendis er fólk forvitið um lýðræðisþáttinn á Íslandi og spyr til dæmis hvað við séum að gera með Hreyfingunni. Okkur berast fyrirspurnir frá Grikklandi, Englandi, Ítalíu og víðar um aðferðir okkar. Við erum svo fá að tíminn til að útskýra hvernig við viljum starfa hefur ekki verið mikill, en við vilj- um koma okkur fyrir handan hægri og vinstri stefnunnar og einbeita okkur að málefnunum. Í stefnu okkar er aðallega tekið á lýðræðisumbótum, gagnsæi, end- urbótum í stjórnsýslu og fjármálum og neyðaraðstoð fyrir heimilin í landinu, en við höfum leyfi til að hafa okkar skoðanir á hlutunum. Síðan þegar við höfum kom- ið stefnuskrá okkar í gegn leysum við Hreyfinguna upp. Ekkert okkar dreymir um að vera hér það sem eftir er ævinnar og það gefur manni ótrúlega mikið frelsi, líka til að vinna öðruvísi. Þótt stundum ’ Þetta fólk er mjög móðgað yfir því hvernig það er stimplað því að það var að spara inn í hús- næðið sitt og er síðan kallað óráðsíufólk. Það er mjög ósanngjarnt. Það gleymist líka hvað orð eru magnað fyrirbæri, þú getur tekið eitthvað og drepið það eða gefið því líf með orðum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.