SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 20
20 30. janúar 2011
Hrafnhildur útskrifaðist úrmálaradeild Myndlista- oghandíðaskólans í Reykjavíken hefur búið og starfað í
New York síðan 1994 þar sem hún lauk
meistaragráðu frá School of Visual Arts.
Norrænu textílverðlaunin eru þau
helstu í Evrópu í þessum geira á hverju
ári og Hrafnhildur kveðst vitaskuld him-
inlifandi. „Þetta er frábær viðurkenning
og ótrúlega mikill heiður. Ég hef ekki
sýnt mikið í Evrópu, bara í Skandinavíu,
London og Frakklandi, en vonandi verð-
ur þetta til þess að kynna verk mín enn
frekar,“ segir hún við Morgunblaðið.
Verðlaunaféð er 250.000 sænskar
krónur sem samsvarar um 4,5 milljónum
íslenskra. Þá verður sýning á verkum
Hrafnhildar í Textílsafninu í Borås í Sví-
þjóð í haust, en það er Stifeltsen Fokus
Borås-stofnunin sem veitir verðlaunin.
Hrafnhildur er með annan fótinn á Ís-
landi, eins og hún orðar það, sýnir hér
árlega og er alltaf með hugann við
heimahagana. Segist fá innblástur frá
rótunum. „Hárrótunum!“ bætir hún við,
enda þekkt fyrir listaverk úr hári.
„Ég fór í málaradeildina heima vegna
þess að á þeim tíma þótti nýtískulegast
og flottast að fara í fjöltæknideild; ný-
listadeildina. Það fór pínulítið í taugarnar
á mér að maður „ætti“ að fara þangað;
mig langaði að mála en varð reyndar
fljótlega mjög spennt fyrir því að vinna í
fleiri miðla og fann að sennilega hefði ég
átt betur heima í fjöltæknideildinni! En
það var lærdómur í því að vera ekki endi-
lega á réttum stað og geta skoðað hlutina
út frá öðru samhengi,“ segir hún.
Verk Hrafnhildar eru af ýmsum toga.
„Ég hef unnið innsetningar, skúlptúra,
vatnslitamyndir, ljósmyndir og margt
fleira. Það er dálítið fyndið að ég skuli
vera þekktust fyrir að vinna í hár því ég
var ákveðin í að einblína ekki á neitt eitt.
Ákvað snemma að veita sjálfri mér frelsi
til að vinna í hvaða efnivið sem mig lang-
aði til hverju sinni og hef gert það. En
málin hafa þróast þannig að hár er í for-
grunni mjög margra verka minna.“
Hún stekkur sem sagt á milli ólíkra
miðla, eftir því hvernig innblásturinn er
hverju sinni. „Mér finnst gaman að vera á
gráu svæði og hef þörf fyrir að hræra
ýmsu saman. Ég vinn mikið með öðrum;
fatahönnuðum, ljósmyndurum, tónlist-
armönnum, eins og Björk og unga, klass-
íska tónskáldinu Nico Muhly, sem mikið
hefur verið á Íslandi.“ Þau hafa sett sam-
an sýningar þar sem blandað er saman
tónlist, myndlist og leikhúsi.
Eftirminnilegt er samstarf Hrafnhildar
Marglitað fléttað gervihár og neonljós; verk sem Hrafnhildur og brasilíski fjöllistahópurinn a.v.a.f. unnu fyrir MoMa í New York 2008 og var í glugga safnsins við 53. stræti í eitt og hálft ár.
Með hár
á heilanum
Hrafnhildur Arnardóttir, sem hlýtur Norrænu
textílverðlaunin í ár, vinnur mikið úr hári.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Gloria, study for an opera II, Liverpool tvíæringurinn 2010. Gervihár og ljósmyndir.