SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2011 Andy Gray og Richard Keys brá sannarlega í brún þegar þeir sáu Sian Massey taka sér stöðu á hliðarlínunni í leik Úlfanna og Liv- erpool. Eftir að hafa náð áttum skiptust þeir á eftirfarandi orðum: Richard Keys: „Einhver þarf að drífa sig niður og útskýra rang- stöðuna fyrir henni.“ Andy Gray: „Einmitt. Trúirðu þessu? Kvenkyns línuvörður! Akk- úrat það sem ég var að segja. Þær vita sennilega ekki út á hvað rangstaða gengur.“ Keys: „Auðvitað ekki.“ Gray: „Hvers vegna erum við með kvenkyns línuvörð? Einhver hefur hlaupið rækilega á sig.“ Keys: „Ég lofa þér að eitthvað fer í handaskolum í dag. Kenny [Dalglish] tapar sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti. Höfum við ekki haft aðra?“ Gray: „Jú.“ Keys: „Wendy Toms?“ Gray: „Wendy Toms, eitthvað á þá leið. Hún var kolómöguleg líka.“ Keys: Andvarpar. Gray: Orðaskil heyrast ekki. Keys: „Nei, nei, það verður að gera þetta. Það er besta mál. Leikurinn er genginn af göflunum. Sástu hina hrífandi Karren Brady [varaformann West Ham] kvarta undan kynjamisrétti í morgun? Gerðu mér greiða, elskan!“ Leikurinn er genginn af göflunum! Andy Gray og Richard Keys í myndveri Sky Sports meðan allt lék í lyndi. Þegar Sian Massey, 25 ára gömul kennslu-kona frá Coventry, mætti til að sinna að-stoðardómgæslu (áður línuvörslu) á leikWolverhampton Wanderers og Liver- pool á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um liðna helgi renndi hún ekki grun í að leikurinn ætti eftir að breyta lífi hennar – og þriggja ókunnugra manna að auki. Þvílík hefur umfjöllunin og ágangurinn verið síðan að enska knattspyrnusambandinu þótti affarasælast að hún yrði ekki á línunni á leik Crewe Alexandra og Bradford City á þriðjudag. Þá hefur aumingja Mas- sey þurft að gista hjá vinafólki í vikunni vegna tjaldbúða fjölmiðla við heimili hennar. Ekki svo að skilja að Massey hafi staðið sig svona illa í þessum öðrum leik sem hún tekur þátt í að dæma í úrvalsdeildinni, hún þótti þvert á móti skila sínu hnökralaust. Á hinn bóginn hafa um- mæli sem þrír sjónvarpsmenn hjá Sky Sports- stöðinni létu falla um hana og lekið var í fjölmiðla farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Þykja téð ummæli bera vott um karlrembu á lokastigi. Á upptökunni heyrast þáttarstjórnandinn Richard Keys, lýsandinn Andy Burton og sparkskýrandinn Andy Gray tala niður til Massey. Ummælin heyrð- ust ekki í beinni útsendingu en voru hljóðrituð og svo virðist sem einhverjum starfsmanni stöðv- arinnar hafi misboðið þau með fyrrgreindum af- leiðingum. Þremenningarnir heyrast meðal ann- ars velta fyrir sér aðdráttarafli Massey og gera því skóna að hún sé ekki starfi sínu vaxin þar sem konur skilji ekki rangstöðuregluna. Uppákoman hefur sannarlega dregið dilk á eftir sér, sjónvarpsstöðin spjaldaði þríeykið þegar í stað og á þriðjudaginn leysti hún Gray undan samningi sínum. Kornið sem fyllti mælinn var raunar annað nýlegt atvik, þar sem Gray þótti hafa óviðeigandi tilburði í frammi gagnvart samstýru sinni, Char- lotte Jackson, áður en þáttur þeirra á Sky Sports fór í loftið fyrir jólin. Aftur stóðu upptökuvélar Gray að verki. Jackson leiddi látbragð hans raunar hjá sér en téðum Richard Keys var skemmt. Andy Gray iðraðist gjörða sinna í yfirlýsingu á miðvikudag. Kvaðst vera miður sín yfir þróun mála. „Mér þykir afskaplega miður að ákveðin ummæli sem ég lét falla hafi valdið þessum usla. Þau voru viðhöfð við vinnufélaga meðan við vor- um ekki í útsendingu og áttu aldrei að fara í loftið. Knattspyrna er líf mitt og ég er miður mín yfir því að hafa misst starfið sem var mér svo kært. Ég harma líka að fleira fólk hafi dregist inn í málið og bið fjölmiðla að virða einkalíf þess svo það geti haldið áfram að sinna sínum skyldum.“ Hermt er að Gray hafi fengið 1,7 milljónir sterl- ingspunda í árslaun hjá Sky en það jafngildir 313 milljónum íslenskra króna. Keys sagði starfi sínu lausu Keys og Burton hafa líka beðist opinberlega afsök- unar á ummælum sínum og sá fyrrnefndi hringdi meira að segja í Massey. Eftir brottrekstur Grays sá hann hins vegar sæng sína upp reidda og sagði starfi sínu lausu. „Ég harma ummæli mín og leiðindin sem þau hafa valdið; þau voru óverjandi og áttu aldrei að falla. Ég hef velt málinu vandlega fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að best sé að róa á ný mið. Það hefði verið nær óhugsandi að halda áfram án Andys,“ sagði Keys í yfirlýsingu. Framkvæmdastjóri Sky Sports, Barney Francis, samþykkti uppsagnarbeiðni Keys en lét þess getið að skemmtilegra hefði verið að hann hefði hætt undir öðrum kringumstæðum. Eigi að síður þakk- aði Francis Keys vel unnin störf gegnum árin og þátt hans í því að gera Sky Sport að því sjónvarpi sem það er í dag. Brotthvarf Andys Grays og Richards Keys markar tímamót hjá Sky Sports en þeir hafa öðr- um fremur verið andlit stöðvarinnar allar götur frá því hún hóf beinar útsendingar frá ensku úr- valsdeildinni árið 1992, ásamt erkilýsandanum Martin Tyler. Segið svo að konur geti ekki haft af- gerandi áhrif á gang mála í ensku úrvalsdeildinni – þær þurfa bara að mæta á völlinn. Gray Andy Helsta sparkskýranda Sky Sports-stöðvarinnar sagt upp fyrir að tala niður til kvenna Sian Massey á línunni á Molineux. Hún velti aldeilis þungu hlassi. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Andy Gray, sem er 55 ára gamall, var einn skæðasti miðherjinn í ensku knatt- spyrnunni á árum áður, meðal annars með Aston Villa, Úlf- unum og Everton. Seint verð- ur sagt að hann sé við eina fjölina felldur í kvennamálum en Gray á fimm börn með fjór- um konum. Hann mun vera á lausu um þessar mundir. Marksækinn og kvenhollur ÞORRINN 2 011 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 1.990 kr. á mann www.noatun.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.