SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 36
36 30. janúar 2011
Hún tekur dæmi um að barn sem hefur
fengið að gera allt og er aldrei stoppað
mun haga sér nákvæmlega eins þegar það
kemur út í umferðina en á þennan hátt eru
forvarnir á ýmsum sviðum tengdar.
„Ég hef alltaf verið að berjast við vind-
myllur. Alltaf á einhverra ára fresti hefur
staðið til að leggja verkefnið niður. Það fer
svo mikil orka í þetta og það er synd því
við erum komin svo langt á Íslandi. Nú
langar mig að klára þetta og koma okkur
alla leið, þannig að við verðum ekki bara á
meðal bestu þjóða heldur besta þjóðin.
Ekki vegna þess að þetta sé eitthvert
kapphlaup heldur það að þá slasast færri
börn,“ segir Herdís, sem tekur ávallt
nærri sér þegar hún les um börn sem slas-
ast.
Skortir úrræði í refsingum
Það sem henni finnst ábótavant nú er að
það skortir úrræði til að refsa þeim sem
fara ekki eftir reglugerðum. „Foreldrar
eru orðnir gífurlega meðvitaðir og sömu-
leiðis opinberir aðilar. Við erum komin
með regluverkið en ef það verður slys og í
ljós kemur við rannsókn slyssins að reglu-
gerðir hafi verið brotnar þá gerist ekkert í
kerfinu. Ástralir eru komnir lengst allra í
heiminum í slysavörnum, þangað sem við
erum að hugsa um að fara á næstu tuttugu
árum. Þeir segja að með fræðslu og marg-
víslegum og vel skipulögðum áróðri sem
er sniðinn að öllum samfélagshópum sé
hægt að ná 60-70% árangri. Þú þarft á
sama tíma að taka á öllu umhverfi og það
tryggirðu með lögum og reglum. Síðan
þarftu að vera með úrræði, því annars
nærðu ekki hámarksárangri. Ef það verð-
ur slys verður að rannsaka slysið og það
þarf að leiða til þess að einhver verði dreg-
inn til ábyrgðar. Þarna erum við alveg í
botni að mínu mati. Mér finnst þetta
áhyggjuefni þegar búið er að hafa mikið
fyrir því að fræða fólk og berjast fyrir því
að fá lög og reglugerðir settar til að tryggja
öryggi borgaranna að það sé hægt að snúa
sér við þegar barn stórslasast og sagt sé við
foreldrana: „Því miður, þetta var bara
slys.“ Það er ekkert sem heitir slys. Þarna
þurfum við að taka okkur mikið á,“ segir
hún og bendir á að fjöldi auglýsinga frá
fyrirtækjum sem auglýsi að þau sérhæfi
sig í slysabótum sé til kominn vegna þess
að það sé vandræðagangur í kerfinu.
Hún segir að líka þurfi að vera hægt að
sekta þá sem eru tregir til þess að fara eftir
reglugerðum. „Það er allt í lagi að rekstr-
araðilar séu beittir fjársektum því það
virkar. Ég segi oft að fólki sé illt í budd-
unni. Sektin gæti þess vegna runnið til
forvarnarstarfs.“
Hún bendir á að foreldrar séu jafnan
skynsamar manneskjur og þjóðin ágæt-
lega menntuð og því horfi hún björtum
augum á framtíð forvarna. „Við þurfum að
hugsa upp á nýtt þegar við eignumst barn,
það þarf að tryggja öryggi barnsins. Til að
undirstrika mikilvægi þessa vil ég benda á
að helsta dánarorsök barna og ungs fólks
hér á landi er slys en margir halda að það
séu sjúkdómar. Fólk er duglegt við að
mæta í eftirlit á heilusgæslustöðvar og í
bólusetningar sem er auðvitað mikilvægt
en slys er mesta ógnin. Og þar er boltinn
nánast alfarið í höndum foreldranna.“
Hún ítrekar að það þurfi að samhæfa
forvarnir og hugsa til lengri tíma. Sem
stendur er hún að skipuleggja verkefni sitt
til næstu tíu ára. Hún segir árangur slysa-
varna mældan á tíu ára tímabili, sem henti
ekki vel inn í kerfi þar sem stjórn-
málamenn séu kosnir á fjögurra ára fresti.
„Nú vildi ég sjá sett djarfleg markmið um
Börnin á leikskólanum Hagaborg undu sér glöð að leik þegar ljósmyndara bar að garði og þakkar blaðið þeim kærlega fyrir fyrirsætustörfin.
’
Ég hef ávallt sagt
skoðun mína, aldrei
þagað yfir henni en
tekið afleiðingunum og hef
ekki alltaf verið vel liðin
fyrir það. Ég er mikil bar-
áttumanneskja og geri
hlutina vel eða sleppi þeim.
Óhætt er að segja að sýning
Karls Lagerfeld hjá Chanel á ný-
afstaðinni hátískuviku í París
hafi verið mikil ljósasýning.
Ekki af því hann hafi beitt svona
miklum tæknibrellum heldur
frekar vegna þess að hann not-
aði ljósa liti og létt efni. Fötin
sem mynda hátískulínu kom-
andi vors og sumars voru hrein-
lega himnesk. Á vefsíðu Style-
.com er vísað til þess að vinkona
Lagerfeld, Amanda Harlech,
hafi líkt viðkvæmnislegum kjól-
unum við „morgundögg á
kóngulóarvef“.
Mikil þekking liggur að baki
hátískulínu sem þessari og legg-
ur Lagerfeld áherslu á vandað
handverk. Útsaumur var mikið
notaður í fatnaðinum og voru
alls notaðar tíu milljón perlur og
ófá handtökin þar að baki.
Einnig var nóg af geislandi pallí-
ettum í sýningunni og eins og
sjá má fékk hönnuðurinn inn-
blástur frá ballett.
ingarun@mbl.is
Ljósasýning
hjá Chanel ’
Innblásturinn kemur frá ballett og efnin
eru létt og leikandi, viðkvæmnisleg með
glitrandi pallíettum og útsaumuðum
perlum.
Tíska