SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 34
34 30. janúar 2011 Herdís Storgaard hefur unniðmikið brautryðjandastarf íslysavörnum hérlendis enverkefnið Slysavarnir barna er tuttugu ára í dag. Herdís hefur alla tíð haldið utan um þetta starf, sem hefur tek- ið stórtækum breytingum á þessum tíma og skilað miklum árangri. Fyrir höndum er enn önnur breytingin en Herdís tekur sjálf við rekstri verkefnisins Slysavarnir barna um mánaðamótin. Það hefur síð- ustu ár verið rekið sem hluti af Forvarna- húsi Sjóvár. Herdís mun því sjálf taka al- farið við lýðheilsuverkefnum hússins eins og námskeiðum fyrir foreldra og kennslu í forvarnaíbúðinni. Hún er búin að tryggja reksturinn á komandi ári með styrk frá hinu opinbera til helmings við styrk frá einkaaðilum, styrktarsjóðum og fyr- irtækjum en þeirra á meðal eru Sjóvá og IKEA. Markmiðið er að finna varanlegt húsnæði og verður kennsluíbúðin flutt þangað en sem stendur er reksturinn enn í Kringlunni. „Ég fer gífurlega bjartsýn inn í þetta ár,“ segir Herdís, sem er greinilega enn full af eldmóði í starf eftir öll þessi ár. „Ég er búin að vera í foreldrafræðslu í tuttugu ár og ég hlakka alltaf til að hitta nýjan hóp, þó ég viti að ég sé að fara að segja það sem ég er búin að vera að segja öll þessi ár. Ég er ekki búin að missa þennan neista, sem mér finnst að maður verði að hafa, þó það hafi ekki alltaf geng- ið vel. Þetta verkefni hefur ekki alltaf fengið þann stuðning sem það hefur þurft.“ Vann á bráðadeildinni Áður en Herdís starfaði við forvarnir var hún hinum megin við borðið, ef svo má segja. „Ég vann á slysadeildinni. Ég er mikið menntaður hjúkrunarfræðingur, í bráðahjúkrun, svæfingahjúkrunarfræð- ingur og menntuð í slysa- og bækl- unarhjúkrun frá Bretlandi. Ég byrjaði í þessu starfi fyrir tuttugu árum og kunni ekki neitt í slysavörnum. Ég fór óvart í slysavarnirnar.“ Hún segir það hafa tekið á að horfa á slösuð börn, ekki síst eftir að hún eign- aðist sjálf barn. „Það fór alveg með mig að annast stórslösuð börn, kannski á sama aldri og barnið mitt. Líka á hverjum ein- asta degi, dag eftir dag, viku eftir viku að búa um brunasár í lófum eftir að barn hef- ur sett höndina á heita hellu,“ segir Her- dís og líkir þessu við að bera vatn í botn- lausri fötu. Hún fær í kjölfarið áhuga á slysavörnum, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir heyrir af áhuga hennar og í framhaldinu situr Herdís í undirbúnings- nefnd fyrstu norrænu ráðstefnunnar um slysavarnir barna. Þetta var árið 1988 þeg- ar hún var enn að vinna á slysadeildinni. „Það gerðist eitthvað innra með mér þarna. Ég varð heltekin og heilluð af þessu,“ segir Herdís sem tók síðan skrefið til fulls 1991 þegar hún fer að vinna hjá Slysavarnafélagi Íslands. „Ástæða þess að félagið fékk peninga til að hefja þetta verkefni var að Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráð- herra setti pening í það. Það er allt henni að kenna að ég er í þessu,“ grínast Herdís en verkefnið átti aðeins að vera til sex mánaða. Hún fór hringinn í kringum landið með fyrirlestur um forvarnaatriði, sagði frá fjölda slysa og hvað væri hægt að gera. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, það var mikið um fyrirspurnir í síma og ábendingar um slysagildrur. „Það varð úr að ég var fastráðin og eftir þetta varð ekki aftur snúið.“ Herdís rifjar upp eftirminnilegan fund á ótilgreindum stað úti á landi. „Kona stóð upp í lok fyrirlestrarins og þakkaði mér fyrir erindið. Hún óskaði þess að ég hefði komið fyrr, það hefði kannski getað bjargað barninu hennar.“ Konan sagði sögu sína en sonur hennar hlaut heila- skemmd í skólasundi. Hún sagðist hafa skoðað málið sjálf og séð að það væri þó- nokkuð um að börn drukknuðu á Íslandi og skoraði á Herdísi að leita til stjórnvalda og sjá til þess að þetta gerðist ekki aftur. „Þarna varð aftur breyting á starfinu. Ég hafði verið mest í fræðslu en var þarna komin í að ýta á stjórnvöld. Ég kynnti mér hvernig slysavarnaverkefni voru byggð upp erlendis og fór eftir því,“ segir Her- dís, sem hefur síðan þá stöðugt verið að mennta sig frekar í slysavörnum. Hún leggur áherslu á að hún hafi alla tíð notað þekkta aðferðafræði úr lýðheilsunni í starfi sínu. Baráttan við báknið Í upphafi tók tíma fyrir hana að komast inn í stjórnsýsluna og þá gekk hún „písl- argönguhringinn“ milli ráðuneyta sem öll sögðu henni að málið kæmi þeim ekki við. „Ef ég lendi í mótþróa eflist ég og ætlaði ekki að láta segja mér þetta. Ég hef ávallt sagt skoðun mína, aldrei þagað yfir henni en tekið afleiðingunum og hef ekki alltaf verið vel liðin fyrir það. Ég er mikil bar- áttumanneskja og geri hlutina vel eða sleppi þeim.“ Í dag hefur hún mikla þekkingu á því hvernig stjórnsýslan er byggð upp og hef- ur fylgst vel með því sem er að gerast í Evrópu og setið í öryggisnefndum. „Þar er mikið af stöðlum sem hafa hjálpað mér að koma málum í gegn.“ Svo fór að menntamálaráðuneytið sagði henni að koma með tölur yfir drukknanir í sundlaugum á Íslandi, fyrr væri ekkert hægt að gera. „Það var ekkert mál að finna hverjir hefðu drukknað en að komast að því hverjir hefðu næstum því drukknað var miklu verra, en í rannsókn skiptir það máli.“ Bandamenn hennar þá og í gegnum tíð- ina hafa verið embætti landlæknis og Barnalæknafélagið. „Við kláruðum rann- sóknina og komumst að því að á tíu ára Slys er ekki tilviljun Baráttukonan Herdís Storgaard hefur unnið mikið starf í þágu slysavarna barna síðustu tutt- ugu ár og mætt mörgum hindrunum á leiðinni. Hún fór í forvarnir fyrir tilviljun eftir að hafa starfað hinum megin við borðið. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is „Það býr mikill auður í börnum og við eigum að styðja foreldrana betur. Við eigum að styrkja grunninn sem er fjölskyldan. Það er ekki meðfætt að ala upp barn., “ segir Her- dís m.a. en hér er hún umkringd lífsglöðum börnum á leikskólanum Hagaborg.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.