SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 13
Birgitta Jónsdóttir, þingmaðurHreyfingarinnar, komst íheimsfréttirnar þegar sam-skiptavefurinn Twitter greindi frá því að bandarísk yfirvöld hefðu farið fram á að upplýsingar um samskipti hennar á vefnum í sambandi við rann- sókn þeirra á starfsemi uppljóstr- unarsamtakanna WikiLeaks yrðu látnar af hendi. „Þetta er tímamótamál,“ segir Birgitta. „Ég hef fengið til liðs við mig bandaríska lögfræðinga, sem taka málið að sér án endurgjalds og hafa látið mig fá nýja trú á lögmannastéttinni. Þetta mál verður einnig tekið fyrir hjá alþjóðaþingmanna- sambandinu, sem er að vinna skýrslu um málið því að þetta er ný hlið á réttinum til friðhelgi einkalífsins á Facebook, Google, Twitter og í tölvupóstinum þínum. Twit- ter er minnsta málið, þeir börðust, en ég hef ekkert heyrt frá hinum þar sem hægt er að sjá mitt tengslanet, hvort ég styðji Bradley Manning eða frelsisbaráttu Tíbet svo dæmi sé tekið. Síðan er allur einka- pósturinn minn á Gmail.“ Twitter fékk bréf 14. desember frá dómstóli í Virginíu þar sem farið var fram á að gögn Birgittu og fjögurra annarra, Bradleys Manning, sem situr í fangelsi grunaður um að hafa lekið ógrynni upp- lýsinga til WikiLeaks, Julians Assange, forustumanns WikiLeaks, og tveggja for- ritara, Rops Gonggrijp og Jacobs Appel- baum, yrðu látin af hendi. „Þar var farið fram á að þessi gögn yrðu afhent innan þriggja daga án þess að við vissum af því,“ segir Birgitta. „Þessi fyr- irskipun var lokuð, en Twitter krafðist þess að leyndinni yrði aflétt. Þegar það tókst sendi Twitter okkur tölvupóst og vakti athygli á málinu ásamt beiðninni. Þeir sögðu mér hvað ég hefði langan tíma til að bregðast við og bentu mér á að ég gæti leitað til samtakanna EFF [Electronic Frontier Foundation] og ACLU [American Civil Liberties Union].“ Hryðjuverkavæðing WikiLeaks Svo vildi til að Birgitta hafði kynnst John Perry Barlow, einum stofnenda EFF, í tengslum við hugmyndina um fjöl- miðlafríríki á Íslandi , og samtökin útveg- uðu henni sinn fremsta lögfræðing sér til aðstoðar. „Á miðvikudagsmorgun skiluðu þeir inn málsvörn minni, en slík leynd hvílir yfir þessu máli að það má ekki birta hana og mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir hún. „Á hinn bóginn er ég ánægð með að farið var gegn mér því að þá fæ ég tæki- færi til að vekja athygli fólks á að öryggi þess á samskiptavefjum, sem eru hýstir í Bandaríkjunum, er ekki neitt, því að bæði eru upplýsingarnar seldar til fyrirtækja og síðan hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna beint aðgengi að þeim. Um leið og eitt- hvað fer af stað sem yfirvöld setja undir hið víðfema hryðjuverkahugtak eru þeim allar leiðir opnar - og nú er búið að hryðjuverkavæða WikiLeaks og kalla þá að nethryðjuverkamenn. Ég treysti mér ekki til að ferðast til Bandaríkjanna eins og stendur eftir eindregin fyrirmæli frá mínum lögfræðingum vegna hættunnar á að ég verði sett í varðhald eða þurfi að sæta óþægilegum yfirheyrslum.“ Til marks um að þetta séu engir órar bendir Birgitta á að Applebaum hafi verið handtekinn og færður til yfirheyrslu þeg- ar hann kom til Bandaríkjanna. „Hann er reyndar svo mikill prakkari að hann var með dulkóðað skjal með sér,“ segir hún. „Þegar þeir opnuðu skjalið reyndist þar vera fyrsta viðbótargreinin við bandarísku stjórnarskrána þar sem bann er lagt við setningu hvers kyns laga sem hefta málfrelsi og fjölmiðlafrelsi.“ Birgitta segir að hún hafi hvergi komið nálægt lekanum sjálfum til WikiLeaks, þótt hún hafi átt þátt í að koma á framfæri við almenning myndbandinu, sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Bagdad. „WikiLeaks virkar þannig að þeir taka á móti brúna umslaginu með upplýsing- unum,“ segir hún. „Þess vegna er fráleitt að aðeins skuli ráðist á þá, en ástæðan er að það er auðvelt. Áður fyrr tóku blöðin við brúna umslaginu beint eða óbeint og reyndu að átta sig á hvort gögnin væru ekta eða fölsuð. Nú beinast spjótin að WikiLeaks, en eru blöðin næst?“ Uppljóstrarar gæti sín Birgitta segir einnig að þetta mál sýni að þeir, sem vilja fara í hlutverk uppljóstr- arans, þurfi að gæta sín. „Nú gerist það í ríkara mæli að fjöl- miðlar fá til sín rafræn gögn og það er auðvelt að rekja þau til upprunans ef þau eru ekki afhent með öruggum hætti,“ segir Birgitta. „Ef fólk er með mikilvægar upplýsingar vara ég það við því að senda þær í tölvupósti og alls ekki í gegnum Go- ogle. Það er eins og að senda póstkort og fólk verður að hafa í huga að þessi gögn eru geymd í sjö ár vegna markaðs- rannsókna og afhent yfirvöldum án þess að fólk sé látið vita.“ Tengsl Birgittu við WikiLeaks urðu til þess að nafn hennar var nefnt eftir að greint var frá því nú í janúar að í febrúar í fyrra hefði fundist grunsamleg tölva í skrifstofu í húsakynnum Alþingis, sem líkast til hefði verið notuð til að hlaða nið- ur gögnum úr tölvukerfi þingsins. Hún er Gerum hlutina saman Birgitta Jónsdóttir hef- ur verið í eldlínunni vegna óskar banda- rískra stjórnvalda um að fá upplýsingar um samskipti hennar á vefnum Twitter og að- dróttana vegna ein- kennalausrar tölvu sem fannst fyrir ári í húsakynnum Alþingis. Hún gagnrýnir sam- skiptahætti í íslenskri pólitík og hvetur stjórnmálamenn til að leggjast saman á ár- arnar. Texti: Karl Blöndal kbl@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson „Þó að maður geti fengið eitthvað út úr því að komast vel að orði í ræðustól og koma höggi á einhvern snýst starfið ekki um það.“ ’ Það truflar mig að við – eða ég – höfum legið undir grun í 11 mán- uði án þess að talað væri við mig. Allan þennan tíma fylgist fólk með mér og horf- ir á mig tortryggnum augum án þess að ég fái tækifæri til að bera þetta af mér.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.